Komst að óléttunni viku fyrir undanúrslit Söngvakeppninnar

Aníta Rós Þorsteinsdóttir á von á sínu fyrsta barni.
Aníta Rós Þorsteinsdóttir á von á sínu fyrsta barni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Söngkonan og dansarinn Aníta Rós Þorsteinsdóttir, sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár með laginu Stingum af, sagði frá því á Instagram í gær að hún hafi fengið jákvætt þungunarpróf viku fyrir undanúrslit keppninnar. 

Aníta tilkynnti í byrjun apríl að hún ætti von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Hermanni Árnasyni. Hún tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í febrúar síðastliðnum og komst í úrslit þar sem Hera Björk Þórhallsdóttir bar sigur úr býtum. 

„Til að svara spurningum þá já, komumst við að þessu viku fyrir undanúrslit söngvakeppninnar. Sem útskýrir „the emotional rollercoaster“ og afhverju ég var hætt að geta sungið lagið í gegn án þess að fara í andnauð og enginn skildi neitt. Tilvalið að dansa í skýlu fyrir framan alþjóð á þeim tímapunkti. 

Á sama tíma vorum við í keyrslu tímabili fyrir frumsýningu hjá nemó í verzló, þar sem ég var annað hvort með æluna í hálsinum að þamba powerade eða grátandi yfir hvað þau eru æðisleg. Í smá ójafnvægi einhvernveginn,“ útskýrði Aníta á Instagram-sögu sinni. 

„Ég er virkilega stolt af öllu því sem ég er búin að áorka og framkvæma síðustu mánuði, í vægast sagt annarlegu ástandi. En ég er búin að endurheimta krafta mína og ætla að halda áfram að dansa og syngja eins og lille leyfir. Þakklát fyrir þennan magnaða líkama,“ bætti hún við. 

Aníta og Hermann komust að því að þau ættu von …
Aníta og Hermann komust að því að þau ættu von á barni viku fyrir undanúrslit Söngvakeppninnar. Skjáskot/Instagram
Aníta er ánægð með það sem hún hefur áorkað á …
Aníta er ánægð með það sem hún hefur áorkað á síðustu mánuðum. Skjáskot/Instagram
Aníta er þakklát fyrir líkamann sinn og ætlar að halda …
Aníta er þakklát fyrir líkamann sinn og ætlar að halda áfram að dansa og syngja eins lengi og hún getur. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda