Sonur Birgittu Lífar skírður aðaltískunafninu

Sonur Enoks Jónssonar og Birgittu Lífar Björnsdóttur er kominn með …
Sonur Enoks Jónssonar og Birgittu Lífar Björnsdóttur er kominn með nafn. Skjáskot/Instagram

Sonur Birgittu Lífar Björnsdóttur, samfélagsmiðlastjörnu og markaðsstjóra World Class, og Enoks Jónssonar var skírður um síðastliðna helgi. Drengurinn er fyrsta barn parsins saman og kom í heiminn þann 8. febrúar síðastliðinn.

Um helgina var hann skírður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, en Birgitta Líf og Enok birtu fallegar myndir frá deginum á Instagram í gær ásamt því að tilkynna að sonur þeirra hefði verið skírður Birnir Boði.

Birgitta Líf er þekkt fyrir að vera með puttann á púlsinum þegar kemur að tískustraumum og því ætti ekki að koma á óvart að drengurinn hafi fengið mesta tískunafnið í dag, en Birnir var vinsælasta fyrsta eiginnafn meðal nýfæddra drengja árið 2023.

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda