Fjórða barnið kom í heiminn í stofunni

Hilary Duff er orðin fjögurra barna móðir!
Hilary Duff er orðin fjögurra barna móðir! AFP

Leik­kon­an Hilary Duff fæddi sitt fjórða barn þann 3. maí síðastliðinn og deildi í gær fal­leg­um mynd­um frá heima­fæðing­unni á In­sta­gram-síðu sinni. Þetta er þriðja barnið sem leik­kon­an eign­ast með eig­in­manni sín­um Matt­hew Koma, en hún á einnig son úr fyrra hjóna­bandi. 

Duff til­kynnti gleðifregn­irn­ar á In­sta­gram þar sem hún sagði einnig frá nafni stúlk­unn­ar. „Tow­nes Mea­dow Bair, nú vit­um við hvers vegna hún lét okk­ur bíða svona lengi ... Hún var að full­komna þessa kinn­ar! Mig hef­ur dreymt um að halda á þér í fang­inu á mér í marga mánuði og síðustu fimm daga sem ég hef fengið að kynn­ast þér, stara á þig og finna lykt­ina af þér hafa verið töfr­um lík­ast­ir. Við elsk­um þig öll eins og þú haf­ir verið hér alla tíð feg­urðar­dís,“ skrifaði hún í færsl­unni. 

Það er nóg um að vera hjá Duff sem er nú orðin fjög­urra barna móðir. Elsta son­inn, Luca sem er 12 ára, deil­ir Duff með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um Mike Comrie. Árið 2018 eignuðust Duff og Koma svo sitt fyrsta barn sam­an, dótt­ur­ina Banks sem nú er fimm ára, og þrem­ur árum síðar eignuðust þau dótt­ur­ina Mae sem er þriggja ára. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda