9 ára og neitar að sofa í eigin rúmi

9 ára gömul stúlka vill ekki sofa í sínu rúmi. …
9 ára gömul stúlka vill ekki sofa í sínu rúmi. Hvað er til ráða? Gabriel Baranski/Unsplash

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún spurn­ingu frá for­eldri sem er í bar­áttu við dótt­ur sína því hún neit­ar að sofa í eig­in rúmi. 

Sæl Tinna. 

Dótt­ir okk­ar sem er 9 ára neit­ar að sofa í sínu rúmi, sef­ur alltaf upp í hjá okk­ur sem er varla hægt leng­ur þar sem hún er orðin svo stór. Kvöld­in eru alltaf ei­líf bar­átta, við for­eldr­arn­ir að reyna að fá hana til þess að sofa í sínu rúmi en hún fer bara að há­gráta, svo við lát­um und­an og leyf­um henni að vera uppí hjá okk­ur.

Ertu með ein­hver ráð fyr­ir okk­ur?

Kveðja, 

BN

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.
Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda.

Sæl og blessuð. 

Þessi vandi er al­geng­ur hjá börn­um sem glíma við ein­hvers­kon­ar kvíða. Fyrst af öllu myndi ég reyna að kom­ast að því hvers vegna hún vill ekki sofa í sínu rúmi. Er það vegna þess að hún ótt­ast það að vera ein og ekki með ykk­ur for­eldr­um eða ótt­ast það að hún geti ekki sofnað? Eða eitt­hvað annað sem vek­ur hjá henni ótta?

Þá er nauðsyn­legt að ræða við hana um kvíðahugs­an­ir henn­ar, hjálpa henni að afla upp­lýs­inga, finnst oft gott að setja þetta í sam­lík­ingu um að nú ætl­um við að hugsa eins og „einka­spæj­ari“ og rann­saka málið. Er raun­veru­leg hætta á ferðum? Er lík­legt að það sem hún ótt­ast að ger­ist muni raun­veru­lega ger­ast? Hef­ur það gerst áður? Því næst þarf að setja upp mark­mið sem þið viljið að hún nái t.d. „Að sofa ein í mínu her­bergi alla nótt­ina í heila viku“ og það þarf að búta það mark­mið niður í smærri skref (þrepa­skipta) setja upp í kvíðastiga þar sem við byrj­um á auðveld­asta þrep­inu og end­um á lokaþrep­inu (loka­mark­miðinu).

Hún þarf að fá umb­un eft­ir hvert ein­asta þrep og nauðsyn­legt að ræða við hana um hvað er eft­ir­sókn­ar­vert í henn­ar aug­um sem umb­un. Mæli með bók­inni Hjálp fyr­ir kvíðin börn er þar á blaðsíðu 243 er dæmi um góða þrepa­skipt­ingu varðandi það að æfa sig að sofa í sínu eig­in rúmi. Einnig er bók­in Hvað get ég gert við of mikl­ar áhyggj­ur mjög góð þegar verið er að út­skýra fyr­ir börn­un­um hvað kvíði er og hvernig þau geta æft sig að skora kvíðapúk­ann á hólm. Oft get­ur einnig verið ár­ang­urs­ríkt að leita til sál­fræðings með barnið til að vinna með þenn­an vanda, oft þarf ekki nema nokkra viðtals­tíma til að hjálpa barn­inu að ná tök­um á kvíðahugs­un­um sín­um og æfa sig í að sofa í sínu eig­in rúmi.

Von­andi hjálpaði þetta eitt­hvað!

Gangi ykk­ur sem allra best.

Bestu kveðjur,

Tinna

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda