Ari Bragi og Dóróthea eignuðust son

Ari Bragi Kárason og Dóróthea Jóhannesdóttir eignuðust son í síðustu …
Ari Bragi Kárason og Dóróthea Jóhannesdóttir eignuðust son í síðustu viku.

Ari Bragi Kára­son og Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir eignuðust sitt annað barn sam­an á dög­un­um. Fyr­ir eiga þau dótt­ur­ina Ell­en Ingu sem er þriggja ára göm­ul.

Ari Bragi og Dórót­hea eru bæði fyrr­ver­andi landsliðsfólk en þau kynnt­ust fyr­ir rúm­um ára­tug í gegn­um frjáls­ar íþrótt­ir og eiga bæði glæst­an fer­il að baki í íþrótt­inni. Núna eru þau bú­sett í Kaup­manna­höfn þar sem Ari Bragi starfar sem tón­list­armaður og spil­ar með fremstu jazz-tón­list­ar­mönn­um Dan­merk­ur. Þá starfar Dórót­hea sem svæðis­sölu­stjóri fyr­ir danska hönn­un­ar­fyr­ir­tækið Design Letters. 

„Kom með hraði í heim­inn“

Í nóv­em­ber síðastliðnum til­kynntu Ari Bragi og Dórót­hea að fjöl­skyld­an myndi stækka, en þau eignuðust son þann 9. maí. 

„Elsku litli strák­ur­inn okk­ar kom með hraði í heim­inn 09.05,“ skrifuðu þau í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram, en með færsl­unni birtu þau fal­lega mynd af syni sín­um. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda