Dóttir Maika'i-hjónanna komin með nafn

Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir eignuðust sitt …
Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir eignuðust sitt annað barn saman í apríl. Skjáskot/Instagram

Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir, stofnendur og eigendur staðarins Maika'i sem selur acai-skálar, eignuðust sitt annað barn í apríl síðastliðnum. Fyrir eiga þau soninn Viktor Svan sem kom í heiminn árið 2018. 

Fjórar fengu nafnið Maja árið 2023

Nú er stúlkan komin með nafn. Hjónin tilkynntu nafnið í sameiginlegri færslu á Instagram, en hún fékk nafnið Maja Svan Ágústsdóttir. 

Nýverið birtist listi yfir vinsælustu barnanöfnin árið 2023 á vef Þjóðskrár, en þar kemur fram að fjórar stúlkur hafi fengið nafnið Maja á síðasta ári. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamigju með nafnið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda