„Bandaríkin eru mun hundavænni en Ísland“

Ásta Haraldsdóttir er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, syni …
Ásta Haraldsdóttir er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, syni þeirra og hundinum Húgó. Samsett mynd

Förðun­ar­fræðing­ur­inn Ásta Har­alds­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar Jón Skafti Kristjáns­son fluttu til Bost­on í Banda­ríkj­un­um fyr­ir fimm árum síðan þegar Jóni bauðst starf á skrif­stofu Icelanda­ir í Norður-Am­er­íku. Fyr­ir tveim­ur árum festu þau svo kaup á húsi í sæt­um strand­bæ, Duxbury, sem er í um 40 mín­útna akst­urs­fjar­lægð frá Bost­on. Þar hafa þau komið sér afar vel fyr­ir ásamt syni sín­um og hund­in­um Húgó sem er af teg­und­inni Gold­endoodle. 

Gold­endoodle er blanda af tveim­ur vin­sæl­um hunda­teg­und­um, Gold­en Retriever og Poodle, og er teg­und­in afar vin­sæl víða, þá sér­stak­lega í Banda­ríkj­un­um. Ásta varð strax heilluð af þegar hún hitti hund af teg­und­inni og nokkr­um árum síðar lágu leiðir henn­ar og Húgós sam­an á full­komn­um tíma­punkti. 

Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í sætum strandbæ.
Fjöl­skyld­an hef­ur komið sér vel fyr­ir í sæt­um strand­bæ.

„Húgó er fjög­urra ára gam­all. Hann er ótrú­lega ljúf­ur hund­ur og ég hef ekki ennþá hitt hund sem fíl­ar hann ekki. Hann elsk­ar að fara í göngu­túra, leika sér á strönd­inni, synda í sjón­um og er al­gjör kúrukall,“ seg­ir Ásta.

Ásta segir Húgó vera mikinn kúrukall.
Ásta seg­ir Húgó vera mik­inn kúrukall.

Hvernig lágu leiðir ykk­ar sam­an?

„Leiðir okk­ar lágu sam­an í janú­ar 2020. Sem endaði á því að vera full­kom­inn tími til að fá sér hund, rétt fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. Það hélt okk­ur upp­tekn­um þegar allt var lokað og við gát­um nýtt tím­ann í að þjálfa hann og sinna hon­um vel. Einnig var það gott fyr­ir and­legu heils­una að þurfa að fara í reglu­lega göngu­túra þegar maður var mikið fast­ur heima við.“

Húgó kom á fullkomnum tíma inn í líf Ástu og …
Húgó kom á full­komn­um tíma inn í líf Ástu og Jóns.

Hvað var það sem heillaði þig við teg­und­ina?

„Þetta er mjög vin­sæl hunda­teg­und hérna úti og ég man í fyrsta skiptið þegar ég hitti svona hund þá var ég al­veg heilluð og fannst þeir svo sæt­ir og skemmti­leg­ir. En stóra ástæðan fyr­ir því að við völd­um gold­endoodle er vegna þess að þeir eru mjög skap­góðir, klár­ir og fara ekki úr hár­um. Við völd­um held­ur bet­ur rétt, því Húgó er al­veg ein­stak­ur.“

Goldendoodle þykja klárir og skapgóðir hundar, en þar að auki …
Gold­endoodle þykja klár­ir og skap­góðir hund­ar, en þar að auki fara þeir ekki úr hár­um.

Áttir þú gælu­dýr þegar þú varst yngri?

„Já ég hef alltaf verið mjög hrif­in af dýr­um. Ég var dug­leg að finna dýr sem vantaði heim­ili og taka þau að mér – móður minni til mik­ill­ar ánægju. Ég hafði átt kan­ínu, þrjá ketti og tvo hunda áður en ég eignaðist Húgó.“

Ásta hefur alla tíð verið mikil dýramanneskja.
Ásta hef­ur alla tíð verið mik­il dýra­mann­eskja.

Hverj­ir eru kost­irn­ir við að eiga hund?

„Fé­lags­skap­ur­inn, óskil­yrðis­lausa ást­in sem þeir veita manni, úti­ver­an og hreyf­ing­in sem fylg­ir því að fara í reglu­lega göngu­túra. Svo er al­gjör plús hvað hann er mik­ill vin­ur og leik­fé­lagi son­ar míns. Það er líka svo ynd­is­legt að eiga hund til að kúra með!“

Húgó og sonur Ástu og Jóns eiga fallegt vinasamband.
Húgó og son­ur Ástu og Jóns eiga fal­legt vina­sam­band.

En ókost­irn­ir?

„Helsti ókost­ur­inn er að finna pöss­un fyr­ir hann þegar við erum að ferðast, sér­stak­lega þegar við vilj­um fara í heim­sókn til Íslands þar sem við get­um því miður ekki tekið hann með okk­ur. Einnig þarf að klippa, greiða og sjá vel um feld­inn á Gold­endoodle og því fylg­ir oft mik­il vinna, en sem bet­ur fer elsk­ar Hugó góða hársnyrt­ingu.“

Húgó elskar að fá dekur í snyrtingu!
Húgó elsk­ar að fá dek­ur í snyrt­ingu!

Er öðru­vísi að eiga hund er­lend­is en á Íslandi?

„Banda­rík­in eru mun hunda­vænni en Ísland. Það er mjög auðvelt að eiga hund hérna þar sem þeir eru vel­komn­ir á flesta staði. Það má taka þá með í al­menn­ings­sam­göng­ur, inn­an­lands­flug, hót­el, á marga veit­ing­arstaði og brugg­hús auk þess sem marg­ar búðir leyfa hunda. Einnig er mjög auðvelt að finna hús­næði sem leyfa hunda ólíkt því sem oft er á Íslandi.“

Ásta segir Bandaríkin vera mun hundavænni en Ísland.
Ásta seg­ir Banda­rík­in vera mun hunda­vænni en Ísland.

Hafið þið deilt ein­hverj­um eft­ir­minni­leg­um lífs­reynsl­um eð skemmti­leg­um minn­ing­um?

„Við höf­um deilt mörg­um eft­ir­minni­leg­um og skemmti­leg­um minn­ing­um í gegn­um tíðina. Það sem kem­ur fyrst upp í huga er þegar við sótt­um hann á flug­völl­inn en hann flaug til okk­ar alla leið frá Salt Lake City í Utah. Hann var svo spennt­ur að sjá okk­ur og gaf okk­ur marga kossa og kúrði í fang­inu mínu alla nótt­ina.

Einnig þegar hann tók á móti syni okk­ar þegar hann kom heim af spít­al­an­um eft­ir fæðingu og þeir hafa verið bestu vin­ir síðan. Við eig­um einnig átt marga eft­ir­minni­lega frí­daga þar sem við höf­um ferðast með hann um Banda­rík­in og Kan­ada. Hann fylg­ir okk­ur hvert sem við för­um og er stór og mik­il­væg­ur part­ur af fjöl­skyld­unni.“

Þetta fallega vinasamband hófst strax á fyrsta degi.
Þetta fal­lega vina­sam­band hófst strax á fyrsta degi.

„Í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um vildi ég hafa eitt­hvað fyr­ir stafni og ákvað því að búa til In­sta­gram síðu fyr­ir hann. Ég bjóst aldrei við því að hann yrði svona vin­sæll, en það var skemmti­leg lífs­reynsla.“

Er hund­ur­inn með ein­hverj­ar sérþarf­ir eða sér­visk­ur?

„Heilt yfir er hann mjög auðveld­ur en hann er mjög vanafast­ur. Hann vill fá mat­inn sinn á rétt­um tím­um, fara í göngu­túra á sama tíma og svo krefst hann að fá að sofa uppi í rúmi með okk­ur og tek­ur það ekki í mál að vera á bæl­inu sínu. Það er sem bet­ur fer miklu huggu­legra að kúra með hon­um á nótt­inni og því hef­ur hann kom­ist upp með það – þó hann reyni stund­um að yf­ir­taka rúmið þótt lít­ill sé.“

Húgó krefst þess að fá að sofa uppi í rúmi!
Húgó krefst þess að fá að sofa uppi í rúmi!

Ein­hver góð ráð til annarra hunda­eig­enda?

„Ég tel það vera mik­il­vægt að velja teg­und sem hent­ar þínum lífstíl. Einnig tel ég mik­il­vægt að láta hund­inn um­gang­ast aðra hunda og upp­lifa allskon­ar um­hverfi og aðstæður þegar þeir eru hvolp­ar. Það hjálpaði okk­ur að venja Hugó á það snemma og núna er mjög auðvelt að taka hann með okk­ur hvert sem við för­um.“

Ásta gefur gæludýraeigendum góð ráð.
Ásta gef­ur gælu­dýra­eig­end­um góð ráð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda