Fór í gegnum 5 glasafrjóvgunarmeðferðir og 3 eggheimtur

Kourtney Kardashian og Travis Barker eignuðust son í byrjun nóvember …
Kourtney Kardashian og Travis Barker eignuðust son í byrjun nóvember á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Kourt­ney Kar­dashi­an og eig­inmaður henn­ar Tra­vis Bar­ker eignuðust sitt fyrsta barn sam­an á síðasta ári eft­ir að hafa reynt í þrjú ár. Ferlið var ekki auðvelt fyr­ir hjón­in sem fóru í gegn­um nokkr­ar frjó­sem­is­meðferðir áður en Kar­dashi­an varð ófrísk. 

Á dög­un­um opnaði Kar­dashi­an sig meira um ferlið og sagði frá því að hún hafi farið í gegn­um fimm gla­sa­fjóvg­un­ar­meðferðir og þrjár egg­heimt­ur áður en hún varð óvænt ófrísk með nátt­úru­leg­um hætti.

Hætti eft­ir að hafa reynt í eitt ár

Spurð hvernig hún hafi fundið styrk­inn til að halda áfram í ferl­inu svaraði Kar­dashi­an: „Ég hætti eft­ir að hafa reynt í eitt ár (fimm mis­heppnaðar gla­sa­frjóvg­un­ar­meðferðir, þrjár egg­heimt­ur) lík­am­inn minn náði að slaka á og ég trúði á veg­ferðina sem Guð hef­ur gert fyr­ir líf mitt.“

Þá seg­ir hún bæn­ir og trúna hafa hjálpað sér mikið í gegn­um ferlið, en á sama tíma hafi verið mik­il­vægt fyr­ir hana að huga að heils­unni.

Ferlið reyndi á bæði and­lega og lík­am­lega

Kar­dashi­an og Bar­ker hafa verið áber­andi í fjöl­miðlum frá því ástar­sam­band þeirra hófst, en þau gengu í það heil­aga við glæsi­lega at­höfn í rán­dýr­um kast­ala á Ítal­íu árið 2022.

Frá því hjón­in til­kynntu að þau væru að reyna við barneign­ir hafa þau talað op­in­skátt um ferlið, en það reynd­ist þeim báðum erfitt bæði and­lega og lík­am­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda