Uppeldisráð Höllu Tómasdóttur: „Meira við og minna ég“

Halla Tómasdóttir leggur mikið upp úr að börn tileinki sér …
Halla Tómasdóttir leggur mikið upp úr að börn tileinki sér þakklæti og góð gildi. Ljósmynd/Aðsend

Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi á tvö börn með eig­in­manni sín­um Birni Skúla­syni. Þau leggja mikið upp úr góðum sam­veru­stund­um þar sem þau fara yfir dag­inn án sím­tækja.

„Við Björn eig­um tvö börn, Tóm­as Bjart (22) og Auði Ínu (20). Við fjöl­skyld­an reyn­um alltaf að borða kvöld­mat sam­an, til að tryggja að við setj­umst að minnsta kosti niður einu sinni á dag og ræðum sam­an. Eig­inmaður­inn eld­ar þá oft­ast máltíð frá grunni og við för­um svo yfir hápunkta og lág­punkta dags­ins sam­an án sím­tækja og nýt­um við gjarn­an þann tíma til að ræða lausn­ir og leiðir í gegn­um það sem lífið fær­ir okk­ur,“ seg­ir Halla.

„Upp­eld­is­ráð skrifaði ég svo gjarn­an í bréfa­formi sem þau fengu „í skó­inn“ eft­ir að jóla­sveinn­inn hætti að koma ber­andi gjaf­ir og hér koma fimm ráð úr bréfi sem ég skrifaði þeim árið 2016 þegar þau voru 13 og 15 ára.

1. Temjið ykk­ur auðmýkt

„Um leið og ég treysti ykk­ur til góðra verka og vil sjá ykk­ur hugsa án tak­mark­ana um tæki­fær­in í líf­inu, þá hvet ég ykk­ur til að nálg­ast hvert verk­efni og hverja mann­eskju af auðmýkt. Eng­in mann­eskja er merki­legri en önn­ur en öll höf­um við eitt­hvað sér­stakt fram að færa. Hlustið á hug­mynd­ir annarra og sýnið sam­ferðafólki ykk­ar ein­læga at­hygli. Heil­brigð sjálfs­mynd bygg­ir á að þekkja styrk­leika sína vel en skynja jafn­framt hvar og hvernig aðrir geta bætt mann. Þegar þið gerið mis­tök, og þið munið gera mörg mis­tök, þá hvet ég ykk­ur til að viður­kenna þau og nýta lær­dóms­tæki­fær­in sem í þeim fel­ast. Munið að þið eruð ein­stök og stór­kost­leg al­veg eins og þið eruð, en var­ist að láta egóið vaxa ykk­ur yfir höfuð. Þið eruð nefni­lega líka hluti af mik­il­vægri og stór­kost­legri heild sem ykk­ur ber að virða. Horfið því ávallt til áhrifa ykk­ar á sam­fé­lag og nátt­úru og tryggið að þið gefið meira en þið takið. Hugsið meira VIÐ og minna ÉG og ykk­ur mun farn­ast vel.“

2. Veljið sam­ferðafólk og fyr­ir­mynd­ir vand­lega

„Leitið eft­ir nær­andi fé­lags­skap og góðum fyr­ir­mynd­um. Finnið þá sem ganga á und­an með góðu for­dæmi og hafa hug­rekki til að synda gegn straumn­um og gera það sem rétt­ara er. Um­gang­ist þá sem gera ykk­ur enn betri. Forðist hjarðhegðun og fé­lags­skap og fyr­ir­mynd­ir sem hvetja ykk­ur til þess að gera og segja hluti til að falla í hóp­inn og gera ykk­ur þar með illa kleift að lifa í sátt við ykk­ur sjálf og þá sem þið elskið.“

3. Verið þakk­lát

„Munið að þakka fyr­ir allt sem þið hafið. Þið búið í gjöf­ulu landi, eigið stóra og sam­heldna fjöl­skyldu og fjölda vina. Þið borðið hrein­an og góðan mat og njótið mennt­un­ar og lífs­gæða sem marga dreym­ir um en fá aldrei. Gerið þakk­læti að dag­legu vega­nesti, þakkið í hljóði og upp­hátt á hverj­um degi fyr­ir allt það góða sem í lífi ykk­ar er og þá mun ykk­ur aldrei skorta neitt.“

4. Gerið allt sem þið gerið á grunni góðra gilda

„Látið góð gildi vera ykk­ur leiðarljós í líf­inu. Takið eng­ar stór­ar ákv­arðanir án þess að máta þær við ykk­ar grunn­gildi. Við höf­um gert okk­ar besta til að ala ykk­ur upp við þau gildi sem við telj­um verða ykk­ur til góðs, en það er ykk­ar að velja ykk­ar lífs­gildi og láta þau varða ykk­ar veg­ferð. Fátt mun reyn­ast ykk­ur betra vega­nesti í líf­inu.“

5. Gef­ist ekki upp, þó á móti blási

„Lífið er ynd­is­legt, en það er hvorki ein­falt né auðvelt. Þið munið mæta mót­byr en ykk­ar viðbrögð við áskor­un­um og erfiðleik­um munu hafa mest áhrif á það hvernig ykk­ur farn­ast í lífi og starfi. Ekki vera fórn­ar­lömb, það leys­ir ekk­ert, veld­ur bara óham­ingju. Veljið bjart­sýni og seiglu þó á móti blási og haldið ótrauð áfram veg­inn með trú, von og kær­leika.“

Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason.
Halla Tóm­as­dótt­ir og Björn Skúla­son. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda