Þriðja barn Olgu og Andra komið í heiminn

Þriðja barnið er komið í heiminn!
Þriðja barnið er komið í heiminn! Skjáskot/Instagram

Olga Helena Ólafs­dótt­ir, ann­ar eig­andi barna­vöru­versl­an­anna Von Versl­un og Bíum Bíum, og Andri Stef­áns­son eignuðust dótt­ur þann 28. maí síðastliðinn. Stúlk­an er þriðja barn Olgu og Andra sam­an, en fyr­ir eiga þau son sem er fædd­ur árið 2016 og dótt­ur sem kom í heim­inn árið 2019. 

Olga og Andri greindu frá því að þau ættu von á sínu þriðja barni í janú­ar síðastliðnum þar sem þau birtu fal­lega mynd af börn­un­um sín­um sem héldu á són­ar­mynd. Í mars fór parið svo sam­an til Par­ís­ar í Frakklandi þar sem þau trú­lofuðu sig.

Í gær greindi parið svo frá því að stúlk­an væri kom­in í heim­inn, en þau til­kynntu gleðifregn­irn­ar með sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram. Með færsl­unni birtu þau fal­lega mynd af dótt­ur­inni. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda