Uppeldisráð Arnars Þórs Jónssonar: „Þakka fyrir það sem maður hefur“

Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi.
Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eyþór Árnason

Arn­ar Þór Jóns­son for­setafram­bjóðandi og eig­in­kona hans Hrafn­hild­ur Sig­urðardótt­ir eiga fimm börn og eru því hok­in af reynslu þegar kem­ur að upp­eldi. Börn­in heita Kári Þór (27), Óttar Eg­ill (23), Ásdís (20), Theo­dór Snorri (17) og Sigrún Linda (12).

„Þegar börn­in voru yngri reyndi meira á upp­eldið. Ég er svo hepp­inn að Hrafn­hild­ur er kenn­ara­menntuð og hef­ur helgað starf sitt vellíðan barna og ung­linga í geng­um fyr­ir­tækið sitt Hug­ar­frelsi. Eft­ir hana hafa komið út upp­eld­is­bæk­ur sem bæði ég og börn­in okk­ar höf­um notið góðs af,“ seg­ir Arn­ar Þór. 

1. Góður svefn

„Við Hrafn­hild­ur höf­um alltaf lagt mikið upp úr því að halda rútínu á svefni barna okk­ar enda er góður næt­ur­svefn grunn­ur að vellíðan og jafn­vægi.“

2. Til­hlökk­un og þakk­læti

„Ég heyrði eitt sinn að góð líðan væri fólg­in í því að hafa alltaf eitt­hvað til að hlakka til og þakka reglu­lega fyr­ir það sem maður hef­ur. Þetta ráð hef­ur fylgt okk­ur fjöl­skyld­unni æ síðan.“

3. Spjall og sam­vera

„Í hug­um okk­ar er kvöld­mat­ur­inn heil­ög stund. Yfir kvöld­verðinum gefst fjöl­skyld­unni tæki­færi til að ræða sam­an um það sem gekk vel yfir dag­inn og einnig það sem mætti bet­ur fara. Oft­ar en ekki höf­um við rætt um ein­hvern sam­fé­lags­vanda sem hef­ur hjálpað börn­un­um okk­ar að móta sér eig­in skoðanir og eflt þeirra gagn­rýnu hugs­un.“

4. Skjá­laus gæðastund

„Hrafn­hild­ur er mjög meðvituð um áhrif skjá­tíma á líðan barna og höf­um við því reglu­lega skjá­laus­ar gæðastund­ir að henn­ar frum­kvæði. Þá ger­um við eitt­hvað skemmti­legt sam­an, för­um t.d. í fjall­göngu, golf, keilu eða spil­um borðspil.“

5. Bók­lest­ur

„Ég hef mikið dá­læti af bók­um og hafa börn­in mín notið góðs af því. Þegar þau voru yngri las ég mikið fyr­ir þau fyr­ir svefn­inn. Það efldi orðaforða þeirra og skiln­ing.“

Börnin á 20 ára brúðkaupsafmæli Arnars og Hrafnhildar þann 20. …
Börn­in á 20 ára brúðkaup­saf­mæli Arn­ars og Hrafn­hild­ar þann 20. júlí 2016. Ljós­mynd/​Tinna Stef­áns­dótt­ir
Skemmtileg mynd af börnunum.
Skemmti­leg mynd af börn­un­um. Ljós­mynd/​Tinna Stef­áns­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda