Sigrún Eldjárn, barnabókahöfundur og myndskreytir, er mikil fjölskyldukona og nýtur þess að eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Hún á þrjú börn og fjögur ömmubörn sem hún dáir og dýrkar.
Í tilefni af nýútgefinni bók Sigrúnar, sem ber titilinn Sigrún í safninu, þá fengum við ástsæla barnabókahöfundinn til að deila sínum bestu ömmuráðum með lesendum Fjölskyldunnar á mbl.is.
„Ömmuráðin mín eru frekar einföld og augljós,“ segir Sigrún.
- Mikilvægt er að eiga alltaf eitthvað hollt, gott og fallegt snarl.
- Það þarf að eiga nóg af pappír, blýöntum, litum, skærum og lími til að búa til myndir og bækur.
- Það á að hlusta á hvað þau hafa að segja, hlæja með þeim og hugga.
- Það er mikilvægt að hvetja til dáða og hrósa þeim fyrir það sem vel er gert (sem er næstum því allt).
- Síðast en ekki síst að fara á bókasafnið eða í bókabúð og fá lánaðar eða kaupa handa þeim bækur. Til dæmis bókina um Sigrúnu í safninu!
Sigrún ásamt barnabörnunum.
Ljósmynd/Aðsend