Ömmuráð: Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn gaf út barnabókina Sigrún í safninu í tilefni …
Sigrún Eldjárn gaf út barnabókina Sigrún í safninu í tilefni af sjötugsafmæli sínu. Barnabókahöfundurinn varð sjötug þann 3. maí síðastliðinn. Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Eld­járn, barna­bóka­höf­und­ur og myndskreyt­ir, er mik­il fjöl­skyldu­kona og nýt­ur þess að eyða tíma með fjöl­skyldu og vin­um. Hún á þrjú börn og fjög­ur ömmu­börn sem hún dáir og dýrk­ar. 

Í til­efni af ný­út­gef­inni bók Sigrún­ar, sem ber titil­inn Sigrún í safn­inu, þá feng­um við ást­sæla barna­bóka­höf­und­inn til að deila sín­um bestu ömm­uráðum með les­end­um Fjöl­skyld­unn­ar á mbl.is.

„Ömm­uráðin mín eru frek­ar ein­föld og aug­ljós,“ seg­ir Sigrún. 

  1. Mik­il­vægt er að eiga alltaf eitt­hvað hollt, gott og fal­legt snarl. 
  2. Það þarf að eiga nóg af papp­ír, blýönt­um, lit­um, skær­um og lími til að búa til mynd­ir og bæk­ur. 
  3. Það á að hlusta á hvað þau hafa að segja, hlæja með þeim og hugga. 
  4. Það er mik­il­vægt að hvetja til dáða og hrósa þeim fyr­ir það sem vel er gert (sem er næst­um því allt). 
  5. Síðast en ekki síst að fara á bóka­safnið eða í bóka­búð og fá lánaðar eða kaupa handa þeim bæk­ur. Til dæm­is bók­ina um Sigrúnu í safn­inu! 
Sigrún ásamt barnabörnunum.
Sigrún ásamt barna­börn­un­um. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda