Sonur Jóns Daða og Maríu kominn með nafn

María Ósk Skúladóttir og Jón Daði Böðvarsson eignuðust dótturina Sunnevu …
María Ósk Skúladóttir og Jón Daði Böðvarsson eignuðust dótturina Sunnevu Sif árið 2019. Nú er yngra barn þeirra komið með nafn.

Knatt­spyrnumaður­inn Jón Daði Böðvars­son og viðskipta­fræðing­ur­inn María Ósk Skúla­dótt­ir greindu frá nafni son­ar síns um helg­ina. Son­ur­inn fékk nafnið Emil Atli. 

„Emil Atli Jóns­son,“ skrifuðu for­eldr­arn­ir við krútt­lega mynd af syn­in­um í peysu með nafn­inu sínu. 

Fyrri meðgang­an ekki sú auðveld­asta

Emil Atli er annað barn Jóns Daða og Maríu. 

Árið 2022 fór María í ein­lægt viðtal á fjöl­skyldu­vef mbl.is þar sem hún ræddi um móður­hlut­verkið, meðgöngu og fæðingu dótt­ur þeirra sem kom í heim­inn árið 2019. Meðgang­an var ekki sú auðveld­asta fyr­ir Maríu, en hún greind­ist með hyp­ereeisi gra­vi­d­ar­um (HG) sem fel­ur í sér mikla ógleði og upp­köst, langt um­fram það sem talið er eðli­legt. Hún jafnaði sig þó eft­ir 20. viku meðgöng­unn­ar.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar drengn­um til ham­ingju með þetta fal­lega nafn!

View this post on In­sta­gram

A post shared by MARÍA ÓSK (@maria­osk22)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda