Kristín María kennir börnum að hanna hús

Húsin geyma mikinn persónuleika.
Húsin geyma mikinn persónuleika. Ljósmynd/Aðsend

Í sum­ar mun Hönn­un­arsafn Íslands bjópa upp á fimm daga sum­ar­nám­skeið fyr­ir unga og upp­renn­andi lista­menn á aldr­in­um 9-12 ára.

Hönnuður­inn Krist­ín María Sigþórs­dótt­ir leiðir nám­skeiðið, Úr her­bergi í her­bergi - hannaðu hí­býli í sum­ar­frí­inu!. Hún mun meðal ann­ars kenna börn­um að virkja sköp­un­ar­kraft­inn sinn og hugsa með hönd­un­um. Þar að auki fá þau að kynn­ast skala og mód­el­gerð. 

Þetta kem­ur fram í fréttatyl­kynn­ingu frá safn­inu. 

Meira að segja veitingar á borðum íbúanna eru hluti af …
Meira að segja veit­ing­ar á borðum íbú­anna eru hluti af hönn­un­ar­ferl­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Meg­in verk­efni nám­skeiðsins snýst um að börn­in setja sig í spor hönnuðar þar sem þau spreyta sig á ólík­um aðferðum í hönn­un. Þau hanna heim­ili fyr­ir ímyndaða íbúa með til­liti til per­sónu­leika og þarfa þeirra. Hver dag­ur hef­ur áherslu á ólík her­bergi sem sam­sett mynda eina heild í lok nám­skeiðsins.

Einstaklega falleg húsgagnahönnun. Verður mögulega hægt að finna hana í …
Ein­stak­lega fal­leg hús­gagna­hönn­un. Verður mögu­lega hægt að finna hana í raun­stærð í framtíðinni? Ljós­mynd/​Aðsend

Nám­skeiðið fer fram dag­ana 10. - 14. júní í Hönn­un­arsafni Íslands. Á síðasta degi nám­skeiðsins fá ungu hönnuðirn­ir að taka mód­el­in með sér heim. 

Skráning á námskeiðið fer fram á tix.is.
Skrán­ing á nám­skeiðið fer fram á tix.is. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda