Vill tengjast börnunum sínum með kossum og knúsi

Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og Guðmund­ur Birkir Pálsson ásamt börnunum hans …
Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og Guðmund­ur Birkir Pálsson ásamt börnunum hans Lilju Marín, Mána Hrafni og Pálma. Ljósmynd/Aðsend

Guðmund­ur Birk­ir Páls­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, á þrjú börn úr fyrra sam­bandi; Lilju Marín 19 ára, Mána Hrafn 12 ára og Pálma Guðmunds­son 7 ára. Hann er í ástar­sam­bandi með Línu Birgittu Sig­urðardótt­ur. Hann seg­ir að vik­urn­ar séu mjög ólík­ar hjá þeim Línu og á það við hvort krakka­hóp­ur­inn sé hjá þeim eða hjá barn­s­móður hans. Á þeim vik­um sem börn­in eru hjá Gumma og Línu Birgittu verja þau dýr­mæt­um tíma í sam­veru­stund­ir og önn­ur verk­efni eru sett al­farið til hliðar. Vik­urn­ar sem börn­in eru hjá barn­s­móður hans eru því oft þétt setn­ar af viðburðum og vinnufund­um. 

Gummi og Lína Birgitta elska að vera í ró­leg­heit­um og skapa þægi­legt, ró­legt og af­slappað um­hverfi þegar all­ir koma heim úr amstri dags­ins. „Ég finn það að mín­um börn­um líður best þannig og mér sjálf­um líka,“ seg­ir Gummi. 

Þakkæti efst í huga

„Þakk­læti er mér efst í huga því það mót­ar okk­ur svo sem for­eldra og all­ar þær stund­ir sem við eig­um sam­an með börn­un­um okk­ar og það viðmót sem við höf­um til þeirra. Með þakkæti efst í huga njót­um við þess bet­ur að vera með þeim og tök­um all­ar ákv­arðanir með ró, kær­leik og virðingu að leiðarljósi. Ég sem 25 ára nýbakaður faðir hafði ekki þetta þakk­læti held­ur aðeins mótaður af upp­eldi for­eldra minna og lær­dómi þess. Ég gerði því öll mis­tök­in með mínu fyrsta barni og oft full­ur af eft­ir­sjá þegar ég hugsa til þess unga manns sem var samt að gera sitt besta á þeim tíma. Í dag er ég miklu ró­legri og leyfi hlut­um að flæða mikið bet­ur enn áður fyrr þó svo að regl­ur, miðmið og skipu­lag sé alltaf mik­il­vægt. Börn­in mín þríf­ast lang­best í þannig um­hverfi og einnig mér sem for­eldri.“

Guðmund­ur Birk­ir Páls­son og drengirnir hans Máni Hrafn og Pálmi.
Guðmund­ur Birk­ir Páls­son og dreng­irn­ir hans Máni Hrafn og Pálmi. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­il­vægt að líta í eig­in barm

„Mér finnst mik­il­vægt sem for­eldri að vera op­inn fyr­ir því að læra og gera bet­ur í upp­eld­inu hvort maður sé á tví­tugs­aldri eða eins og ég á fimm­tugs­aldri. Lesa bæk­ur um öll þau tíma­bil sem börn­in eru að ganga í gegn­um til að vaxa og dafna til þess að skilja þau bet­ur og geta sett sig í þeirra aðstæður. Ég var að hugsa til þess, sem ég lærði sjálf­ur fyr­ir stuttu, þegar ég tók viðtal við Ella Eg­ils lista­mann þar sem 5 ára gutti stóð upp á stól og skemmdi lista­verk sem faðir hans Eg­ill Eðvalds var að klára. Í stað þess að hundskamma náði hann í mynda­vél og náði fal­legri ljós­mynd af hon­um. Þetta var lyk­il­atriði fyr­ir Ella og hans framtíð sem lista­manns að hafa ekki fengið ösk­ur og skamm­ir fyr­ir eitt­hvað sem hann var stolt­ur af að gera á þess­um tíma í hans lífi sem ung­ur dreng­ur. Ótrú­lega fal­leg saga og eitt­hvað sem ég tók til mín beint í hjart­astað.“

Guðmund­ur Birk­ir Páls­son og dóttir hans Lilja Marín pósa fyrir …
Guðmund­ur Birk­ir Páls­son og dótt­ir hans Lilja Marín pósa fyr­ir spegla mynd. Ljós­mynd/​Aðsend

Börn­in eru bestu kenn­ar­arn­ir

„Auðmýkt er eitt­hvað sem mér finnst mik­il­vægt í upp­eld­inu því oft eru börn­in okk­ar að kenna okk­ur að stækka og dafna sem mann­eskj­ur og ein­stak­ling­ar. Við höf­um ekki alltaf rétt fyr­ir okk­ur og það er svo mik­il­vægt að grípa sig stund­um í egó­inu sínu og hafa hug­rekki til þess að segja við börn­in okk­ar „fyr­ir­gefðu hvernig ég brást við“ eða „fyr­ir­gefðu, en þú hafðir rétt fyr­ir þér.“

Guðmund­ur Birk­ir Páls­son og drengurinn hans Pálmi í sumarfríi á …
Guðmund­ur Birk­ir Páls­son og dreng­ur­inn hans Pálmi í sum­ar­fríi á Spáni. Ljós­mynd/​Aðsend

Teng­ir með koss

„Ég man svo vel eft­ir því þegar ég var lít­ill og pabbi sagði við okk­ur börn­in að bíll­inn væri að verða bens­ín­laus og koss eða knús myndi fylla á bíl­inn. Hann hægði þá á bíln­um og við kysst­um hann á kinn­ina svo bíll­inn gæti haldið áfram. Þetta var hans leið á þeim tíma til að tengj­ast okk­ur. Ég finn sömu þörf á að tengj­ast mín­um börn­um með inni­legu knúsi, koss­um eða handa­bandi á leið í skól­ann á morgn­ana.“

Bræðurnir Máni Hrafn og Pálmi að njóta sín á Spáni.
Bræðurn­ir Máni Hrafn og Pálmi að njóta sín á Spáni. Ljós­mynd/​Aðsend

Skýr­ar regl­ur

„Mín börn þríf­ast best í skipu­lagi og skýr­um regl­um hvort sem það sé á heim­il­inu eða á ferðalagi. Ég reyni eft­ir bestu getu að setja niður plan fyr­ir dag­inn og vik­una svo all­ir séu sátt­ir og viti hvert hlut­verk þeirra er. Einnig reyni ég svo að umb­una fyr­ir dugnað í lær­dómi eða við heim­il­is­störf með því að gefa þeim það sem þau lang­ar í eða það sem þau lang­ar að gera. Eitt af mín­um ástartungu­mál­um eru gjaf­ir og því er ég gjarn á að kaupa eitt­hvað fal­legt handa þeim í tíma og ótíma.“ 

Guðmund­ur Birk­ir Páls­son og dóttir hans Lilja Marín í essinu …
Guðmund­ur Birk­ir Páls­son og dótt­ir hans Lilja Marín í ess­inu sínu í Par­ís. Ljós­mynd/​Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda