Átta ára stúlka fékk gervineglur og allt varð vitlaust

Hér má sjá mynd af gervinöglunum á átta ára stúlkunni.
Hér má sjá mynd af gervinöglunum á átta ára stúlkunni. Samsett mynd

Það hef­ur sjald­an verið eins móðins að vera með gervinegl­ur eins og núna. Þess vegna er kannski ekki skrýtið að fólk velti því fyr­ir sér hvenær sé við hæfi að fá sér gervinegl­ur. Hvað fólk þurfi að vera gam­alt til þess að mega fá sér gervinegl­ur. 

Móðir átta ára stúlku hef­ur verið dæmd harka­lega á sam­fé­lags­miðlum eft­ir að hún leyfði átta ára dótt­ur sinni að fá gervinegl­ur til þess að gera sig fína fyr­ir níu ára af­mælið. Negl­urn­ar eru úr akrýl og eru fal­lega skreytt­ar með fiðrild­um og glimmeri. 

Snyrti­fræðing­ur sem kall­ar sig, Nini, deildi mynd­bandi á In­sta­gram af þess­ari átta ára gömlu stúlku þar sem hún sýndi nýju negl­urn­ar. Stelp­an virt­ist afar ánægð þegar hún sýndi negl­urn­ar. 

„Þú leyf­ir átta ára krakk­an­um þínum að fá akrýl­negl­ur á níu ára af­mæl­inu sínu,“ skrifaði snyrti­fræðing­ur­inn við mynd­bandið.

Efst á In­sta­gram-reikn­ingi Nini aug­lýs­ir hún að börn geti fengið negl­ur með 50% af­slætti en í færsl­unni spyr hún fylgj­end­ur sína hvað þeim finn­ist um að átta ára börn fái leyfi til þess að láta setja á sig gervinegl­ur. 

Fólk var held­ur bet­ur fljótt að svara en flest­ir sögðu aldrei myndu leyfa barni sínu að fá sér gervinegl­ur. 

The Sun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda