Í hvað fer skjátími barnsins þíns?

Vöndum valið!
Vöndum valið! Ljósmynd/Unsplash/Brooke Cagle

Tal­meina­fræðing­arn­ir Eyrún Rakel Agn­ars­dótt­ir, Anna Lísa Bene­dikts­dótt­ir og Ágústa Guðjóns­dótt­ir halda úti In­sta­gram-reikn­ingn­um Töfra­tal þar sem þær deila fræðslu­efni um málþroska og lest­ur barna. 

Þar birtu þær færslu um skjá­tíma barna sem hef­ur verið heitt umræðuefni síðustu ár og bentu á mik­il­vægi þess að vanda valið þegar kem­ur að því hvaða efni börn­in okk­ar horfa á. 

„Það er hægt að nýta skjá­tím­ann í margt sniðugt og skemmti­legt! Það er þó gott að hafa eft­ir­far­andi í huga ... Velj­um vandað efni fyr­ir börn­in okk­ar ... á ís­lensku!!

Það er orðið afar al­gengt að ís­lensk börn horfi á barna­efni á ensku. Þau eru fljót að læra ein­falda frasa, t.d. lit­ina, töl­urn­ar o.fl. á ensku og mörg­um þykir það krútt­legt. Stund­um er það jafn­vel þannig að börn­in kunna orð og frasa á ensku en ekki á ís­lensku. Slík þróun er var­huga­verð því hún þýðir ein­fald­lega að börn­in læra ensku á kostnað ís­lensk­unn­ar. 

Vönd­um valið þegar kem­ur að skjá­tíma barna. Það er mikið til af ís­lensku barna­efni! Mun­um að við stjórn­um og ber­um ábyrgð á því sem börn­in horfa á,“ út­skýra þær í færsl­unni og benda á að hægt sé að nálg­ast ís­lenskt barna­efni og ís­lenska tal­setn­ingu víða, en þær benda á efni eins og Skoppu og Skrítlu, Lata­bæ, Blæju, Lilla tíg­ur, Smá­stund, Greppikló og Elías. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by TÖFRA­TAL ✨ (@tof­ra­tal)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda