Grætur mun meira eftir að hann varð faðir

Breski leikarinn Daniel Radcliffe.
Breski leikarinn Daniel Radcliffe. AFP/Angela Weiss

Leik­ar­inn Daniel Radclif­fe seg­ir í viðtali við E News að hann gráti mun meira eft­ir að hann varð faðir. Óhætt er að segja að margt hafi breyst í lífi Radclif­fe eft­ir að son­ur hans kom í heim­inn í apríl á síðasta ári en hann seg­ir föður­hlut­verkið vera það besta sem hann hef­ur upp­lifað. 

Í viðtal­inu opn­ar hann sig og seg­ist gráta mun meira en áður. Hann bæt­ir því við að tár­in geti verið gleðitár eða tár sem fylgja til­finn­inga­rúss­íban­an­um sem nýbakaðir for­eldr­ar upp­lifa.

Radclif­fe seg­ir að hann hafi notið föður­hlut­verks­ins mikið til þessa án þess að hann hafi vitað við hverju hann ætti að bú­ast. Hann er líka yfir sig stolt­ur af kær­ustu sinni, leik­kon­unni Erin Dra­ke

Hef­ur talað op­in­skátt um föður­hlut­verkið

Leik­ar­inn hef­ur áður talað op­in­skátt um föður­hlut­verkið en hann deildi því meðal ann­ars í októ­ber á síðasta ári að hon­um fynd­ist föður­hlut­verkið oft á tíðum ógn­vekj­andi. Þá sagði Radclif­fe að ástæðan væri sú að son­ur hans væri það besta, mik­il­væg­asta og já­kvæðasta sem hafi gerst í lífi hans. Þá finnst Radclif­fe sér­stak­lega ógn­vekj­andi hvernig svona lít­il mann­eskja get­ur al­gjör­lega stjórnað hans líðan.

Radclif­fe seg­ir líka að hann sé óviss um hvort hann vilji að son­ur hans verði leik­ari og kynn­ist kvik­myndaiðnaðinum. Hann bæt­ir því við að fleiri störf í Hollywood, sem eru t.d. í boði baksviðs, bjóði upp á heil­brigðari lífs­stíl á marga vegu

„Ekki nema hann virki­lega vilji það. Ég mun ekki stoppa hann ef hann vill fara í þá átt,“ seg­ir Radclif­fe

Radclif­fe og Dra­ke kynnt­ust árið 2012 við tök­ur á kvik­mynd­inni Kill Your Darlings. Parið hef­ur haldið syni sín­um al­gjör­lega frá sviðsljós­inu frá því hann fædd­ist en þau hafa hvorki gefið upp nafn drengs­ins né deilt mynd­um af hon­um á sam­fé­lags­miðlum.

People 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda