„Ég þekki í raun lífið ekki án Bósa“

Langþráður draumur Heklu Nínu Hafliðadóttur um að eignast hund rættist …
Langþráður draumur Heklu Nínu Hafliðadóttur um að eignast hund rættist þegar hún var 10 ára gömul. Samsett mynd

Hekla Nína Hafliðadótt­ir er 23 ára göm­ul leir­lista­kona sem hef­ur sér­stakt dá­læti á hund­um. Hún hef­ur alla tíð verið mik­ill dýra­vin­ur og suðaði mikið í for­eldr­um sín­um um að fá hund á sín­um yngri árum sem varð að lok­um til þess að hund­ur­inn Bósi bætt­ist við fjöl­skyld­una.

Hekla hef­ur vakið at­hygli fyr­ir fagra kera­m­ík­muni sem hún ger­ir und­ir merk­inu Hekla Nína, en hún hef­ur meðal ann­ars verið að gera mat­ar- og vatns­skál­ar fyr­ir hunda.

„Frá því að ég var lít­il suðaði ég enda­laust um að fá hund en mamma var ekki al­veg á sama máli. Pabbi plataði hana í að passa Papilli­on-hund í nokkra mánuði og stuttu seinna var Bósi kom­inn til okk­ar. Ég er æv­in­lega þakk­lát fyr­ir að hafa fengið Bósa inn í líf mitt, hann hef­ur fylgt mér og passað upp á mig frá því að ég var 10 ára, það er bara ekk­ert betra en að eiga hund,“ seg­ir Hekla. 

Bósi verður 14 ára í ág­úst og er af teg­und­inni Papilli­on eða Fiðrilda­hund­ur. „Hann hef­ur verið minn besti vin­ur í að verða 14 ár, hann er sálu­hund­ur­inn minn,“ seg­ir Hekla. 

Hekla og Bósi hafa verið óaðskiljanleg í að verða 14 …
Hekla og Bósi hafa verið óaðskilj­an­leg í að verða 14 ár og eiga fal­legt sam­band.

Drauma kokteill!

„Tengda­fjöl­skyld­an mín á svo tvo hunda sem eru mæðgur og heita Freyja og Jökla, en mér fnnst ég líka eiga smá í þeim. Freyja er blanda af Mini Pinscher og Chi­hua­hua, en hún stakk af til ná­grann­ans sem er Havanese og eignaðist með hon­um sex hvolpa. Við héld­um ein­um hvolpi og skírðum hana Jöklu.

Núna í janú­ar feng­um við kær­asti minn okk­ur svo hvolp sem heit­ir Mandla, en Mandla er ein­mitt barna­barnið henn­ar Freyju. Syst­ir henn­ar Jöklu eignaðist hvolpa með Maltese-hundi og er Mandla því al­gjör drauma kokteill – Maltese, Havanese, Mini Pinscher og Chi­hua­hua,“ út­skýr­ir Hekla. 

Hundurinn Mandla bættist nýverið við fjölskylduna.
Hund­ur­inn Mandla bætt­ist ný­verið við fjöl­skyld­una.

Hvað er það sem heill­ar þig við teg­und­irn­ar og hvernig eru þær ólík­ar?

„Bósi er al­gjör hefðar­hund­ur og vill helst láta mata sig með skeið og drekka úr glasi. Hann er al­gjör karakt­er sem ger­ir allt á sín­um for­send­um, hann er til dæm­is ekki mik­ill kúr­ari en ef hann vil kúra þá kem­ur hann sjálf­ur til þín og þá er best að hreyfa sig ekki of mikið því þá fer hann.

Freyja, Jökla og Mandla eru meira kúru hund­ar og þá sér­stak­lega Freyja, en hún sef­ur und­ir sæng og á milli lapp­ana á okk­ur á nótt­unni og kem­ur svo inn á milli að gefa manni knús og kúr­ir í hálsa­kot­inu hjá manni. Það er svo ótrú­lega skemmti­legt hvað hund­ar eru mis­mun­andi og hvernig þeir hafa sinn sér­staka karakt­er.“

Það er mikið stuð í kringum Heklu!
Það er mikið stuð í kring­um Heklu!

„Mandla er al­gjör mömmu­stelpa og vill helst ekki missa aug­un af mér. Hún sæk­ir mikið í það að vera í fang­inu mínu og elt­ir mig út um allt. Ann­ars erum við auðvitað ennþá að kynn­ast henni Möndlu okk­ar, hún er rétt orðin sex mánaða, en hingað til hef­ur hún verið al­veg frá­bær, við feng­um al­gjört drauma ein­tak.“

Hekla er í skýjunum með nýjustu viðbótina í fjölskylduna, hana …
Hekla er í skýj­un­um með nýj­ustu viðbót­ina í fjöl­skyld­una, hana Möndlu.

Hverj­ir eru kost­irn­ir við að eiga hunda?

„Það eru svo ótrú­lega marg­ir kost­ir við að eiga hunda, þeir gera lífið ein­fald­lega miklu miklu betra. Þú færð besta vin sem elsk­ar þig sama hvað og stend­ur með þér í gegn­um allt. Bósi hef­ur verið til staðar fyr­ir mig á mörg­um tíma­bil­um í líf­inu og ég leita alltaf til hans sama hvað bját­ar á. Það er líka svo magnað hvað hund­ar finna á sér og eru ein­hvern­veg­inn alltaf þarna til að passa upp á mann, það er al­veg ómet­an­legt.“

Hekla er þakklát fyrir Bósa sem hefur alltaf verið til …
Hekla er þakk­lát fyr­ir Bósa sem hef­ur alltaf verið til staðar fyr­ir hana.

En ókost­irn­ir?

„Eini ókost­ur­inn sem ég get hugsað um er að þeir lifa því miður ekki jafn lengi og við, það er mjög erfitt að þurfa að kveðja sinn besta vin.“

Hver er ykk­ar dag­lega rútína?

„Rútín­an mín með hund­un­um er þannig að þeir vekja mig yf­ir­leitt um fjög­ur eða fimm leytið á morgn­ana til þess að fara út að pissa svo för­um við aft­ur upp í rúm að kúra. Ég reyni að fara í göngu­túra með þau á hverj­um degi en fæ auðvitað hjálp frá fjöl­skyld­unni með það. Ég og mamma elsk­um að fara sam­an með hund­ana í göngu­túr á fal­leg­um stöðum þar sem þeir geta hlaupið um frjáls­ir. Mér líður svo vel í hjart­anu þegar ég fer með þá út og sé hvað þeir eru ham­ingju­sam­ir, en þeir elska ekk­ert meira en að fá að hlaupa um laus­ir og frjáls­ir.“

Hekla veit fátt betra en að fara út með hundana …
Hekla veit fátt betra en að fara út með hund­ana og fylgj­ast með þeim hlaupa um í nátt­úr­unni.

Hafið þið deilt ein­hverj­um eft­ir­minni­leg­um lífs­reynsl­um eða skemmti­leg­um minn­ing­um?

„Ég og Bósi höf­um deilt mörg­um minn­ing­um, ég þekki í raun ekki lífið án Bósa. Hann hef­ur fagnað með mér öll­um mín­um áföng­um, stór­um og smá­um. Bósi elsk­ar að opna pakka og hjálp­ar hann mér því alltaf að opna alla af­mæl­is- og jólapakka. Ann­ars elska ég bara að njóta allra litlu augna­blikana með hund­un­um mín­um, all­ir göngu­túr­arn­ir og kosí morg­un­stund­irn­ar.“

Eru hund­arn­ir með ein­hverj­ar sérþarf­ir eða sévisk­ur?

„Bósi er mjög sér­vit­ur og vanafast­ur. Hann er al­veg karakt­er sem maður þarf að læra inn á og fylgja hans „regl­um“ eins fyndið og það hljóm­ar. Hann elsk­ar að fá að drekka vatn úr glasi og læt­ur okk­ur oft mata sig og halda á bein­inu hans á meðan hann nag­ar það. Við erum ein­mitt að flytja núna og það er búið að reyna svo­lítið á hann að fara út úr venju­legu rútín­unni sinni.“

Bósi er mikill rútínukall og mjög vanafastur.
Bósi er mik­ill rútínukall og mjög vanafast­ur.

Hvernig geng­ur að skipu­leggja frí með dýr á heim­il­inu?

„Við erum mjög hepp­in með fjöl­skyldu og vini sem eru alltaf til í að passa þegar við för­um í frí. Það er mjög gott að vita af þeim á stað sem maður þekk­ir til og veit að það er dekrað við þá.“

Hekla er heppin með fólkið í kringum sig sem er …
Hekla er hepp­in með fólkið í kring­um sig sem er til­búið að passa hund­ana þegar hú fer er­lend­is.

Ein­hver góð ráð til annarra gælu­dýra­eig­enda?

„Því fleiri hund­ar, því betra! Það er svo gott fyr­ir hunda að hafa fé­lag­skap, manni líður alltaf bet­ur að vita af þeim sam­an þegar maður er í vinn­unni eða skóla. Bósi er bú­inn að vera einka­hund­ur á heim­il­inu síðan 2010 og hef­ur hann átt smá erfitt með að fá ann­an hund inn á heim­ilið en það hef­ur samt gengið vel og mér finnst hann vera orðinn miklu spræk­ari eft­ir að Mandla kom til okk­ar – ég held hún haldi hon­um ung­um.

En maður verður auðvitað að hafa tíma fyr­ir hund­ana og geta hugsað al­menni­lega um þá. Það er ótrú­lega mik­il vinna og tími sem fer í hund­inn og er mik­il­vægt að vita það áður en maður fær sér hvolp!“

Því fleiri hundar, því betra að sögn Heklu!
Því fleiri hund­ar, því betra að sögn Heklu!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda