Elon Musk eignast sitt 12. barn

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk og kær­asta hans, Shi­von Zil­is sjórn­andi Neuralink, leyndu fæðingu þriðja barns síns en barnið fædd­ist fyrr á þessu ári. Þetta mun vera 12. barn Musk en kyn og nafn nýj­asta barn­isns er enn óljóst. 

Í viðtali við fréttamiðil­inn Page six staðfest­ir Musk fæðingu barns­ins en hann seg­ir að leynd­in hafi ekki átt við alla þar sem hans nán­asta fjöl­skylda hans og vin­ir vissu af nýj­asta fjöl­skyldumeðlimn­um. 

„Að senda ekki út frétta­til­kynn­ingu, sem væri hrika­legt, þýðir ekki að það sé leynd­ar­mál,“ seg­ir Musk. 

Musk og þrjár barn­s­mæður hans eru þekkt fyr­ir að halda einka­lífi barna sinna frá sviðljós­inu.

Síðast leyndi Musk og Zills fæðingu tví­bura þeirra sem fædd­ust árið 2021 en þeir voru getn­ir með tækni­frjóvg­un. Sam­band þeirra hef­ur verið afar um­deilt vest­an­hafs þar sem Zills er und­irmaður Musk. Slík ástar­sam­bönd eru ekki vel liðin inn­an Neuralink en í hand­bók starfs­manna fyr­ir­tækn­is­ins er starfs­fólki ráðlagt að halda sig al­gjör­lega frá róm­an­tík á vin­ustaðnum. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda