Tvíburar fæddust með 6 mánaða millibili

Ljósmynd/Pexels/Kübra Kuzu

Banda­ríska móðirin Erin Cl­ancy deildi ótrú­legri sögu um hvernig tví­bura­dreng­ir henn­ar, Dyl­an og Decl­an, fædd­ust með sex mánaða milli­bili og um 1.400 km í burtu hvor frá öðrum.

Erin, sem er 42 ára, kynnt­ist eig­in­manni sín­um, Bri­an 38 ára, á stefnu­mót­asíðu árið 2016 en þau gengu í það heil­aga í sept­em­ber 2020 og fluttu inn í fal­legt hús í New York-ríki. Ári seinna fóru þau að reyna að eign­ast barn, hand­viss um að það yrði auðvelt en svo var ekki.

Héldu að öll von væri úti

Í júní 2021 ákvað Cl­ancy og eig­inmaður henn­ar að prófa tækni­frjóvg­un en þá var hún 39 ára. Fyrsta til­raun mis­heppnaðist en sú seinni virt­ist ganga vel þar til þau misstu fóstrið á sjö­undu viku. Hjón­in voru niður­brot­in og óviss með næstu skref.

Á þess­um tíma­punkti var ör­vænt­ing­in gríðarleg og þau voru til­bú­in að gera hvað sem er til að eign­ast barn. Þá fengu þau hug­mynd­ina um að setja sig í sam­band við staðgöngumóður. Eft­ir langa leit fundu þau staðgöngumóður sem bjó um 1.400 km frá þeim í Ill­in­o­is-ríki og var ferlið komið af stað í maí 2022.

Aðeins nokkr­um mánuðum seinna komst Cl­ancy að því að hún væri ólétt. „Ég var hrædd en yfir mig ham­ingju­söm. Mér fannst ég samt ekki geta leyft mér að trúa því að þetta yrði full meðganga,” sagði Cl­ancy.

Á sjöttu viku fór Cl­ancy hins veg­ar að blæða og fóru hjón­in því með hraði á næsta sjúkra­hús. Til allr­ar ham­ingju var barnið full­kom­lega heil­brigt og allt benti til þess að meðgang­an yrði góð.

Létu reyna á tvær meðgöng­ur sam­tím­is

Eft­ir all­ar mis­heppnuðu til­raun­irn­ar til að verða ólétt var Cl­ancy hrædd en hjón­in ákváðu því að láta reyna á báðar meðgöng­ur á sama tíma til að eiga sem mest­ar lík­ur á því að eign­ast barn.

Viku seinna hringdi staðgöngumóðirin sem til­kynnti að hún hefði fengið já­kvætt óléttu­próf.

„Við átt­um von á tveim­ur börn­um, við gát­um ekki trúað þessu! Það var líka skrít­in til­finn­ing að finna barnið stækka og sparka í mag­an­um á mér á meðan hitt barnið mitt gerði það sama, nema í lík­ama annarr­ar konu,“ seg­ir Cl­ancy.

Í maí á síðasta ári fæddi Cl­ancy litla dreng­inn sinn Dyl­an, en í nóv­em­ber fæddi staðgöngumóðirin bróður hans Decl­an. Síðan þá hafa hjón­in svifið á bleiku skýi þar sem dreng­irn­ir ná ein­stak­lega vel sam­an.

Hjón­in segja að viðbrögð frá fólki á sam­fé­lags­miðlum hafi verið afar mis­mun­andi en þau láta það ekki trufla sig enda rætt­ist draum­ur þeirra loks­ins.

The Sun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda