Fékk ekki dagmömmupláss og byrjaði með mömmuleikfimistíma

Hildur Karen Jóhannsdóttir heldur úti æfingatímunum Afreksmömmur í líkamsræktarstöðinni Afrek …
Hildur Karen Jóhannsdóttir heldur úti æfingatímunum Afreksmömmur í líkamsræktarstöðinni Afrek í Reykjavík ásamt fjarþjálfuninni Móður kraftur.

Meðgöngu- og mömmuþjálf­ar­inn, Hild­ur Kar­en Jó­hanns­dótt­ir, er verðandi tveggja barna móðir. Dótt­ir henn­ar fædd­ist í apríl 2021, en á meðgöng­unni var hún ráðalaus hvað varðaði hreyf­ingu og svo vantaði hana líka dag­vist­un­ar­pláss fyr­ir dótt­ur sína. Hún ákvað því að skella sér í nám til að afla sér þekk­ing­ar og fann strax að þetta var eitt­hvað sem hún vildi rækta meira.

Hild­ur byrjaði að þjálfa nýbakaðar- og verðandi mæður árið 2022 og síðan þá hafa tím­arn­ir henn­ar og fjarþjálf­un­in notið mik­illa vin­sælda enda er heil­brigði og hreysti mæðra gríðarleg mik­il­vægt. 

Hvað varð til þess að þú fórst að þjálfa nýbakaðar- og verðandi mæður?

„Á meðgöng­unni með dóttur mína fannst mér ég rosa­lega ráðalaus hvað varðaði hreyf­ingu á meðgöngu og ég vissi ekki hvert ég gæti leitað. Ég ákvað því að skrá mig í nám til að afla mér þekk­ing­ar og fann strax að þetta var klárlega mitt áhuga­svið. Af­rek var ný líkams­ræt­kar­stöð að opna í Skógar­hlíðinni á sama tíma og ég var að klára or­lof með dóttur mína. Vinn­kona mín Freyja Mist Ólafs­dótt­ir Clausen, einn af eig­end­um Af­reks, spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að þjálfa og halda utan um mömm­utímana þar. Ég verð henni æv­in­lega þakklát því eft­ir það var ekki aft­ur snúið. Dóttir mín þjálfaði fyrstu tímana með mér níu mánaða gömul svo fékk hún óvænt pláss hjá dag­mömmu sem hún hafði verið á biðlista hjá. Þetta var al­gjör heppni og ein­hvern veg­inn small allt sam­an. Ég gat þá sinnt þjálf­un­inni af full­um krafti og það má segja að ég hafi al­gjörlega fundið þar mína hillu.“

Hildur Karen Jóhannesdóttir, sambýlismaður hennar Snorri Sigurðarson og dóttir þeirra.
Hild­ur Kar­en Jó­hann­es­dótt­ir, sam­býl­ismaður henn­ar Snorri Sig­urðar­son og dótt­ir þeirra. Ljós­mynd/​Lilja Kristjáns­dótt­ir

Tók dótt­ur­ina með í vinn­una

Hild­ur sá ekki fram á að dótt­ir­in fengi dag­mömmu eða leik­sóla­pláss og fór því strax að reyna að finna starf þar sem viðráðan­legt væri að taka stúlk­una með í vinn­una. 

„Fyndið að segja frá því í kjölfarið af umræðunni sem Sylvía Briem Friðjónsdóttir er búin að vekja svo mik­il­væga og flotta at­hygli á, en ég sá nefni­lega ekki fram á að fá leikskóla- eða dag­mömm­upláss fyr­ir dóttur mína, sem fædd­ist í apríl 2021. Eins og svo marg­ir aðrir for­eldr­ar eru að upp­lifa, þá leit allt út fyr­ir að ekk­ert myndi losna fyrr en hún yrði kannski 18 mánaða ef ég væri hepp­in. Á sama tíma reyndi ég að finna leið til að geta starfað við eitt­hvað þar sem ég gæti haft hana með mér í vinnu eða unnið að hluta til heim­an frá. Ég hafði áður verið að þjálfa og hafði mik­inn áhuga á því.“

Hverj­ar eru helstu áhersl­urn­ar í tím­un­um þínum?

„Eins og staðan er í dag þá er sama prógram fyr­ir bæði kon­ur á meðgöngu og eft­ir fæðingu. Ef ég er með óléttar kon­ur í tíma hjá mér þá reyni ég alltaf að setja upp á töflu eða sýna aðrar æf­ing­ar sem hægt er að gera í staðinn ef það eru æf­ing­ar sem henta þeim mögulega ekki. Það skipt­ir mig miklu máli að halda vel utan um kon­ur á meðgöngu svo ég reyni að vinna æf­ing­arn­ar mikið í samráði við þær eft­ir verkj­um, líðan og meðgöngu­lengd. Í Af­reks­mömmum leggj­um við mikla áherslu á að styrkja kon­ur eft­ir barns­b­urð. Það er sérstak­lega mik­il­vægt að styrkja mjaðmir, grind­ar­botns-, kvið-, rass- og bakvöðva sem nýtist vel í athöfnum dag­legs lífs. Við förum líka yfir öndun í æf­ing­um og hvernig við get­um notað hana til að virkja grind­ar­botns- og kviðvöðva enn bet­ur í æf­ing­um. Svo svitn­um við auðvitað svolítið líka og höfum gam­an.“

Hildur hefur lengi haft ástríðu fyrir hreyfingu og þjálfun mæðra.
Hild­ur hef­ur lengi haft ástríðu fyr­ir hreyf­ingu og þjálf­un mæðra. Ljós­mynd/​Gunn­ar Jónatans­son

Mik­il eft­ir­spurn

Hild­ur von­ast til að geta boðið upp á fleiri Af­reks­mömm­u­tíma í framtíðinni en vegna mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar er upp­bókað í tím­ana. Hún bæt­ir því við að hún hef­ur sér­stakt auga á þeim sem byrja hjá henni mjög stuttu eft­ir fæðingu. 

„Við höfum hingað til ekki getað boðið upp á sérstakt grunnnámskeið fyr­ir kon­ur sem eru nýbúnar að eiga vegna svo mik­ill­ar eft­ir­spurn­ar í Af­reks­mömm­utímana en það er von­andi eitt­hvað sem við mun­um geta boðið upp á í framtíðinni. Ég reyni að vera svolítið á brems­unni hjá þeim sem koma mjög stutt eft­ir fæðingu, sérstak­lega hvað varðar þyngd­ir og erfiðleika­stig sumra æf­inga. Marg­ar eru mjög spennt­ar að byrja aft­ur að hreyfa sig sem mér finnst geggjað en það tek­ur lík tíma að jafna sig eft­ir fæðingu og við vilj­um að sjálfsögðu kom­ast hjá því að upp­lifa síend­ur­tek­in bak­slög. Ég hvet þær til að vera vak­andi fyr­ir ákveðnum ein­kenn­um eins og þyngsl­um í grind­ar­botni sem dæmi og reyni að vera dug­leg að spyrja þær hvernig þeim líður í líkam­an­um til að vega og meta fram­haldið.“

Er það eitt­hvað sér­stakt sem marg­ar kon­ur í tímum hjá þér glíma við eft­ir fæðingu?

„Ég hef kannski ekki endi­lega tekið eft­ir ein­hverju sérstöku sem all­ar kon­ur eiga sam­eig­in­legt að glíma við eft­ir fæðingu. Ég held samt að nýbakaðar mæður séu all­ar að fara í gegn­um mis­mun­andi bata­ferli eft­ir fæðingu þar sem ótrúlega marg­ir þætt­ir spila inn í. Það sem ég hef hins veg­ar tekið eft­ir og finnst ein­kenna Af­reks­mömm­urn­ar mínar er klárlega hvað þær eru þraut­seig­ar! Ég dáist alltaf jafn mikið af því! Að vera mögulega vansvefta og nenna að burðast með bílstól, barn, skip­titösku, kannski vagn­inn líka og allt dót sem fylg­ir því að eiga barn, á æf­ingu tvisvar eða þris­var sinn­um í viku þar sem sum­ar að keyra 15-20 mínút­ur eða lengra, finnst mér svo aðdáun­ar­vert. Þær láta ekk­ert stoppa sig því þær ætla að mæta á æf­ingu og gefa sér tíma fyr­ir and­legu og líkam­legu heils­una. Suma daga ná þær jafn­vel bara fimm mínút­um upp­hit­un og svo er æf­ing­in búin því litlu dúll­urn­ar auðvitað stjórna því oft hvernig æf­ing­in fer. Þær mæta samt alltaf aft­ur og ein­hvern veg­inn láta hlut­ina bara ganga. Mér finnst það geggjað og vona að ég verð með sömu þraut­seigju í or­lofinu mínu með minn gaur.“

Mömmuhópurinn eftir kröftuga og skemmtilega æfingu.
Mömmu­hóp­ur­inn eft­ir kröft­uga og skemmti­lega æf­ingu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig hafa viðbrögðin verið?

„Þau hafa gjörsam­lega fram úr öllum mínum vænt­ing­um. Ég var í öðru starfi sam­hliða þjálf­un­inni til að byrja með. Ég starfaði þá í markaðsmálum fyr­ir Wod­búðina en þurfti á end­an­um að hætta þar því aðsóknin í Af­reks­mömmur var orðin svo mik­il. Við byrjuðum með einn hóp í janúar svo allt í einu var þeim búið að fjölga í sjö. Það kom mér líka á óvart hversu marg­ar mömmur komu aft­ur mánuð eft­ir mánuð og sum­ar leng­ur en ár. Mér finnst það svo ynd­is­legt að fá að fylgj­ast með þeim styrkj­ast og litlu dúll­un­um þeirra stækka á sama tíma,“ seg­ir hún. 

Hvert stefn­ir þú á næstu fimm árum? 

„Ég elska vinn­una mína og mér finnst ekk­ert skemmti­legra en að þjálfa kon­ur á þess­um ynd­is­lega en á sama tíma oft krefj­andi tíma í þeirra lífi. Mig lang­ar til að byggja upp vefsíðuna mína af meiri krafti. Að mennta mig enn frek­ar á sviði þjálf­un­ar er líka of­ar­lega á list­an­um, sérstak­lega fyr­ir þenn­an hóp. Síðan lang­ar mig til að gera Af­reks­mömmur að enn betra námskeiði með því að mögulega bæta við námskeiðum fyr­ir kon­ur á meðgöngu og bæta við grun­nám­skeiði fyr­ir mæður eft­ir fæðingu.“

Hildur með dóttur sinni á æfingu.
Hild­ur með dótt­ur sinni á æf­ingu. Ljós­mynd/​Lilja Kristjáns­dótt­ir

Hvet­ur mæður að taka skrefið

Hild­ur seg­ir að mömm­u­tím­arn­ir hjálpi kon­um ekki aðeins að finna aft­ur lík­am­leg­an kraft held­ur eru þeir líka gott and­legt stuðningsnet.

„Mig lang­ar að hvetja kon­ur á meðgöngu eða nýbakaðar mæður til að prófa að fara í mömm­utíma. Það er til ótrúlega mikið af flott­um þjálf­ur­um í dag sem sérhæfa sig á þessu sviði og margt í boði, það þarf bara að þora. Ég skil vel að marg­ar mikli þetta fyr­ir sér og hugsi, „hvað ef barnið mitt verður á org­inu all­an tímann?“ eða, „ég hef aldrei stundað svona hreyf­ingu áður, þetta er langt út fyr­ir minn þæg­ind­aramma“. Ég er viss um að flest­ar kon­ur hafi fengið ein­hverj­ar svona hugs­an­ir í koll­inn áður en þær byrjuðu í mömm­utímum en það sem er svo geggjað við þessa tíma er að kon­ur geta æft og tekið barnið eða börnin með sér í tíma, þær hitta aðrar kon­ur sem eru að ganga í gegn­um svipaða hluti og tengt við hvor aðra, þær fara út úr húsi og and­lega heils­an verður oft betri við það ásamt því að styrkja sig.“

Hildur að taka á því.
Hild­ur að taka á því. Ljós­mynd/​Gunn­ar Jónatans­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda