Pitt fær að hitta yngri börnin

Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie, …
Maddox Jolie-Pitt, Vivienne Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie, og Zahara Jolie-Pitt. Börnin eru aðallega með móður sinni. AFP

Leik­ar­inn Brad Pitt fær að hitta yngri börn­in sín en er í engu sam­bandi við eldri börn­in. Pitt á sex börn með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, leik­kon­unni Ang­el­inu Jolie. 

„Hann er í ná­kvæm­lega engu sam­bandi við full­orðnu börn­in. Sam­skipti hans við yngri börn­in eru tak­mörkuð þar sem hann hef­ur verið í tök­um und­an­farna mánuði,“ sagði heim­ild­armaður People. Pitt hef­ur verið í tök­um í Evr­ópu á kapp­akst­urs­mynd­inni F1. 

Í sam­komu­lagi á milli hjón­anna fyrr­ver­andi kem­ur fram að Pitt eigi rétt á að um­gang­ast börn­in sín sem eru und­ir lögaldri. „Jolie er oft­ast með börn­in en sam­kvæmt sam­komu­lag­inu hef­ur hann rétt til þess að heim­sækja yngri börn­in,“ seg­ir heim­ild­armaður­inn. 

Ný­lega ákvað hin 18 ára Shi­loh að hætta að bera nafn föður síns en börn­in hafa hingað til borið eft­ir­nafnið Jolie-Pitt. Pitt veit af nafna­breyt­ing­unni og er sagður miður sín vegna þess. Er breyt­ing­in sögð minna hann á að hann hafi misst börn­in frá sér. „Hann elsk­ar börn­in sín og sakn­ar þeirra. Hann er mjög sorg­mædd­ur,“ sagði heim­ild­armaður People í júní. 

Brad Pitt er lítið með börnum sínum.
Brad Pitt er lítið með börn­um sín­um. AFP/​RUDY CAREZZEVOLI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda