Svona viðheldur þú heilbrigðu sæði

Getty images

Larry Lips­hultz, þvag­færa­lækn­ir og pró­fess­or við Bayl­or Colla­ge of Medic­ine-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, seg­ir viðhorfs­breyt­ing­ar nauðsyn­leg­ar þegar par á í erfiðleik­um með að eign­ast barn þar. Hann seg­ir of oft ein­blínt á til­von­andi mæður. 

„Báðir for­eldr­ar þurfa að koma í skoðun. Þegar ófrjó­semi er ann­ars veg­ar er ekki hægt að benda á neinn. Það ætti að horfa á þetta sem para­vanda­mál í staðinn fyr­ir kvenna­vanda­mál eða karla­vanda­mál,“ seg­ir Lips­hultz.

Frjó­semi minnk­ar hjá báðum kynj­um í kring­um fimm­tugt en þó á mis­mun­andi hraða. Hjá kon­um ger­ist það held­ur skyndi­lega þegar blæðing­ar hætta en hjá körl­um dreg­ur úr fram­leiðslu heil­brigðra sáðfrumna hægt og ró­lega.

Þætt­ir sem hafa áhrif á frjó­semi karla

Karl­ar í yfirþyngd geta átt erfiðara með að fram­leiða nóg af sæði. Oft skort­ir þá karlhorm­ón en það má auka horm­ón­in með því að koma þyngd­inni í rétt­ar horf­ur. Þar kem­ur gott mat­ar­ræði og reglu­leg hreyf­ing sterk­ust inn. 

„Vanda­málið með offit­una er að fita umbreyt­ir karlhorm­ón­inu testó­steróni í kven­horm­ónið estrógen sem hef­ur slæm áhrif á sæðis­fram­leiðslu,“ seg­ir Bayl­or. 

Ekki er mælt með að karl­ar sem eru að huga að frjó­semi taki inn testó­sterón í neinu formi. Karl­ar sem þurfa að taka inn testó­sterón ættu að vera und­ir stöðugu eft­ir­liti hjá lækni.  

Karl­ar sem vilja verða feður ættu líka að forðast mik­inn hita á eist­un eins og frá sím­an­um í vas­an­um, vera lengi í heita pott­in­um og hafa hit­ann á í bíl­sæt­inu. 

Farðu reglu­lega í tékk! 

Bayl­or seg­ir áhyggju­efni hversu seint á æv­inni karl­ar leiti í fyrsta skipti til þvag­færa­lækn­is og að karl­ar sem hafi áhyggj­ur af ófrjó­semi eigi ekki að hika við að fara í sæðis­rann­sókn. 

„Kon­ur fara til kven­sjúk­dóma­lækn­is á ung­lings­aldri, oft­ast vegna til­vika tengdra tíðahringn­um, til að fá getnaðar­varn­ir og fleira,“ seg­ir Lips­hultz. „Karl­ar hitta sjaldn­ast þvag­færa­lækni reglu­lega og þegar þeir fara að finna fyr­ir ein­kenn­um tengd­um vanda­mál­um vegna æxl­un­ar eða kyn­heil­brigðis al­mennt gæti það verið um sein­an.“

U.S. News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda