Hugrún og Leifur eignuðust stúlku

Hugrún og Leifur eru orðin foreldrar!
Hugrún og Leifur eru orðin foreldrar! Skjáskot/Instagram

Hug­rún Elvars­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, og knatt­spyrnumaður­inn Leif­ur Andri Leifs­son, eignuðust stúlku þann 19. júlí síðastliðinn. Stúlk­an er fyrsta barn pars­ins. 

Parið til­kynnti gleðifregn­irn­ar í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram. „Litla stelp­an okk­ar Hug­rún­ar ákvað að koma aðeins fyrr í heim­inn föstu­dag­inn 19.7.24 Ég er hrika­lega stolt­ur af báðum mín­um kon­um sem heils­ast vel,“ skrifaði Leif­ur við fal­lega mynd af stúlk­unni.

Leif­ur spil­ar með HK í Bestu deild karla í knatt­spyrnu og hef­ur verið fyr­irliði og lyk­ilmaður fé­lags­ins um langt ára­bil. Hug­rún starfar sem verk­efna­stjóri hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins á sam­keppn­is- og efna­hags­sviði og er sam­hliða því vara­formaður og verk­efna- og fræðslu­stjóri hjá fé­lag­inu Ung­ar at­hafna­kon­ur (UAK). Hug­rún spilaði einnig fót­bolta í efstu deild í tíu ár, en á ferli sín­um lék hún með Stjörn­unni, FH og ÍH.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda