Ari Bragi Kárason og Dóróthea Jóhannesdóttir eignuðust son þann 9. maí síðastliðinn. Drengurinn er annað barn þeirra saman, en fyrir eiga þau dótturina Ellen Ingu.
Fjölskyldan er búsett í Kaupmannahöfn í Danmörku þar sem Ari Bragi starfar sem tónlistarmaður og spilar með fremstu jazz-tónlistarmönnum Danmerkur og Dóróthea starfar sem svæðissölustjóri fyrir danska hönnunarmerkið Design Letters.
Um helgina fékk sonur Ara Braga og Dórótheu nafnið sitt við fallega skírnarathöfn á Íslandi, en fjölskyldan er í sumarfríi á klakanum og nýttu þau tímann til að skíra soninn. Drengurinn fékk nafnið Einar Freyr Arason.
Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!