Er barnið þitt einmana?

Mikilvægt er að grípa markvisst inn í ef barnið eða …
Mikilvægt er að grípa markvisst inn í ef barnið eða unglingurinn upplifir einmanaleika. Ljósmynd/Pixabay/Pexels

Sam­kvæmt Heilsu­veru hafa börn, sem og full­orðnir, mis­mun­andi þarf­ir og áhuga á fé­lags­leg­um sam­skipt­um. Sum­um börn­um finnst gott að fá að leika sér ein í ró og næði eft­ir skóla þrátt fyr­ir að eiga auðvelt með að tengj­ast vin­un­um í skól­an­um. Það er því ástæðulaust að hafa áhyggj­ur svo lengi sem barn­inu líður vel. Hins veg­ar, ef barnið virðist oft dap­urt, leiðist mikið og þráir ekk­ert meira en að leika við bekkj­ar­fé­lag­ana en tekst ekki að falla nógu vel inn í hóp­inn er full ástæða til að bregðast við. 

Ein­mana­leik­inn get­ur verið lúmsk­ur og ekki alltaf auðvelt að koma auga á hann. Hann get­ur þó orðið kvíðavald­ur og orðið til þess að börn og ung­menni þróa með sér slæma sjálfs­mynd seinna á lífs­leiðinni. Það get­ur verið gott að hlusta á hvernig barnið tal­ar um sig sjálft því al­gengt er að börn fari að líta á sig sem leiðin­legri, vit­laus­ari eða minna virði en önn­ur börn. Börn sem upp­lifa mikla dep­urð og kvíða eða hafa skerta fé­lags­færni eru lík­legri til að ein­angr­ast. 

Hér að neðan eru nokk­ur góð ráð til að hjálpa barn­inu ef það er einmana. 

Fé­lags­leg virkni er mik­il­væg

Hægt er að vera til staðar á marga mis­mun­andi vegu en gott er að gera ekki of mikið úr vina­leysi barns­ins eða ung­lings­ins. Fínt er að byrja á að skoða hvar barnið get­ur verið fé­lags­lega virkt og finna hvar þeirra áhuga­mál liggja. Stund­um er smá hvatn­ing nóg til að taka á skarið og taka þátt í íþrótt­um, list­um, skát­un­um eða öðru fé­lags­starfi. Allt býður þetta upp á frá­bær tæki­færi til að hitta jafn­aldra. Ef barnið á erfitt með að tengj­ast skóla­fé­lög­um er til­valið að hafa oft­ar sam­band við frænk­ur og frænd­ur á svipuðum aldri. Það er alltaf gott að styrkja fjöl­skyldu­bönd­in!

Stuðning­ur skipt­ir sköp­um

Ef talið er að skert fé­lags­leg færni hafi áhrif á vina­leysi barns­ins er mik­il­vægt að barnið fái stuðning, t .d. ef um er að ræða skort á til­finn­inga­færni, fé­lagsþroska eða hegðun­ar­stjórn­un. Al­gengt er að börn með skerta fé­lags­færni lendi í einskon­ar víta­hring þar sem þau fá færri tæki­færi til að eiga sam­skipti við t.d. bekkj­ar­fé­laga og þjálfa fé­lags­færn­ina. Þess vegna eiga þau í hættu á að drag­ast aft­ur úr miðað við jafn­aldra. Það get­ur breytt öllu fyr­ir þau að eiga góðar fyr­ir­mynd­ir og fá viðeig­andi leiðsögn sem hjálp­ar þeim að sjá sam­skipti með já­kvæðum aug­um. Ef börn­in fá rétt aðhald hafa þau alla burði til að blómstra.

Sam­skipti við skól­ann lyk­il­atriði í einelti 

Ef barnið eða ung­ling­ur­inn er mikið einmana er nauðsyn­legt að ganga úr skugga hvort að einelti sé um að ræða og taka á því mark­visst ef það er niðurstaðan. Fyrsta skrefið er að for­eldr­ar og skóli myndi teymi þar sem stöðug sam­skipti eiga sér stað um líðan barns­ins í skól­an­um og tengsl­um þess við skóla­fé­laga. Það er margt sem skól­inn get­ur gert til að bæta tengsl inn­an bekkj­ar­ins og marg­ir kenn­ar­ar eru þrællærðir í hvernig á að tak­ast á við einelti. Einnig er margt sem for­eldr­ar geta gert eft­ir skóla til að auka lík­ur barns­ins á að mynda fé­lags­leg tengsl. For­eldr­ar geta t.d. talað við for­eldra í bekkn­um og skoðað mögu­leik­ana á að skipt­ast á heim­sókn­um eða mynda „skutl­grúbb­ur“ svo að nokkr­ir fé­lag­ar geta farið sam­an á íþróttaæf­ingu eða í annað tóm­stund­astarf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda