Sonur Teigen og Legends greindur með sykursýki

Chrissy Teigen og John Legend.
Chrissy Teigen og John Legend. AFP

Elsti son­ur stjörnu­hjón­anna Chris­sy Teig­en og Johns Le­g­ends, hinn sex ára gamli Miles, hef­ur verið greind­ur með syk­ur­sýki af teg­und 1.

Glögg­ir net­verj­ar tóku eft­ir blóðsyk­urs­mæli á inn­an­verðum hand­legg Miles á ljós­mynd sem náðist af fyr­ir­sæt­unni og eldri börn­um henn­ar tveim­ur, Lunu og Miles, á áhorf­endapöll­un­um á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís nú á dög­un­um. Fjöl­skyld­an hélt uppi skilt­um til stuðnings fim­leika­kon­unni Simo­ne Biles.

Skömmu eft­ir mynd­birt­ing­una staðfesti Teig­en grein­ingu son­ar síns á In­sta­gram og fékk fjöld­ann all­an af fal­leg­um skila­boðum og hjálp­leg­um ráðum frá fólki hvaðanæva úr heim­in­um í kjöl­farið. 

Skjá­skot/​In­sta­gram

„Þetta er nýr heim­ur fyr­ir okk­ur,“ skrif­ar Teig­en og seg­ir Miles hafa fengið sína fyrstu insúlí­nsprautu síðastliðinn mánu­dag. 

Að sögn Teig­en greind­ist Miles með syk­ur­sýki 1 fyr­ir aðeins ör­fá­um vik­um. Hann var lagður inn á spít­ala sök­um síg­ella sem smit­ast í gegn­um bakt­erí­ur í mat eða vatni. Við nán­ari skoðun kom í ljós að hann væri syk­ur­sjúk­ur. 

Teig­en og Le­g­end eiga sam­an fjög­ur börn. Yngri tvö, Esti og Wren, komu í heim­inn með stuttu milli­bili á síðasta ári. Teig­en fæddi Esti en Wren fædd­ist með aðstoð staðgöngumóður. Fjöl­skyld­an er afar sam­held­in og eru hjón­in sann­færð um að þau hafi alla burði til þess að tak­ast á við þessa áskor­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda