Sonur Teigen og Legends greindur með sykursýki

Chrissy Teigen og John Legend.
Chrissy Teigen og John Legend. AFP

Elsti sonur stjörnuhjónanna Chrissy Teigen og Johns Legends, hinn sex ára gamli Miles, hefur verið greindur með sykursýki af tegund 1.

Glöggir netverjar tóku eftir blóðsykursmæli á innanverðum handlegg Miles á ljósmynd sem náðist af fyrirsætunni og eldri börnum hennar tveimur, Lunu og Miles, á áhorfendapöllunum á Ólympíuleikunum í París nú á dögunum. Fjölskyldan hélt uppi skiltum til stuðnings fimleikakonunni Simone Biles.

Skömmu eftir myndbirtinguna staðfesti Teigen greiningu sonar síns á Instagram og fékk fjöldann allan af fallegum skilaboðum og hjálplegum ráðum frá fólki hvaðanæva úr heiminum í kjölfarið. 

Skjáskot/Instagram

„Þetta er nýr heimur fyrir okkur,“ skrifar Teigen og segir Miles hafa fengið sína fyrstu insúlínsprautu síðastliðinn mánudag. 

Að sögn Teigen greindist Miles með sykursýki 1 fyrir aðeins örfáum vikum. Hann var lagður inn á spítala sökum sígella sem smitast í gegnum bakteríur í mat eða vatni. Við nánari skoðun kom í ljós að hann væri sykursjúkur. 

Teigen og Legend eiga saman fjögur börn. Yngri tvö, Esti og Wren, komu í heiminn með stuttu millibili á síðasta ári. Teigen fæddi Esti en Wren fæddist með aðstoð staðgöngumóður. Fjölskyldan er afar samheldin og eru hjónin sannfærð um að þau hafi alla burði til þess að takast á við þessa áskorun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda