„Allt breyttist hjá mér“

Stein­unn Ósk Vals­dótt­ir markaðsstjóri GeoSilica og ann­ar hlaðvarps­stjórn­andi Skipu­lagt Chaos er þriggja barna móðir. Hún á tví­burastráka sem eru 12 ára og eina þriggja ára stelpu. Stein­unn er með B.A. gráðu í miðlun og al­manna­tengsl­um og Master í markaðsfræði og elsk­ar allt sem viðkem­ur tísku og and­legri heilsu. Stein­unn seg­ist hafa fundið til­gang með líf­inu eft­ir að hún varð mamma.

Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú ætt­ir von á tví­bur­um?

„Það var mikið sjokk fyrst enda var ég aðeins 19 ára göm­ul og alls ekki á leið í barneign­ir á þeim tíma. En mikið voru þeir vel­komn­ir og mik­il ham­ingja sem því fylgdi.

Meðgang­an gekk mjög vel en ég fór af stað á 32. viku og var stoppuð. Ann­ars var ég ótrú­lega góð mest megnið af henni. Fæðing­in var ótrú­lega góð og allt gekk vel. Mér fannst mjög skrítið að það var svona mikið af fólki og viðbúnaði en ég fékk mænu­deyf­ingu sem hjálpaði mikið og það gekk vel að koma þeim í heim­inn. Þeir fóru bara í smá stund á vöku og voru ótrú­lega dug­leg­ir.“

Hvernig voru fyrstu vik­urn­ar/​mánuðirn­ir með tvö unga­börn?

„Þetta er komið í mjög mikla móðu núna en það gekk mjög vel, þetta var erfitt og ég man að mér fannst brjósta­gjöf­in mjög erfið. En ég sjálf var ótrú­lega dug­leg að tækla þetta verk­efni.“

Hvernig hef­ur verið að fylgj­ast með þeim al­ast upp sam­an? Eru þeir t.d lík­ir/​ólík­ir á ein­hverj­um sér­stök­um sviðum?

„Það er bara það fal­leg­asta og skemmti­leg­asta sem lífið hef­ur boðið mér upp á. Þeir eru ótrú­lega lík­ir, hafa svipuð áhuga­mál en á sama tíma svo ótrú­lega ólík­ir per­sónu­leik­ar. Þeir eru mikið fyr­ir íþrótt­ir og hafa æft fót­bolta og körfu­bolta síðan þeir voru 4-5 ára gaml­ir. Ég fer með þeim á öll mót og finnst fátt skemmti­legra en að horfa á þá spila. Þeir eru gríðarleg­ir orku­bolt­ar sem eru alltaf úti að leika og oft sakna ég þess að sjá þá heima.“

Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig leið þér þegar þú komst að því að þú ætt­ir von á öðru barni?

„Bara ótrú­lega vel, ég var spennt að bæta í hóp­inn.“

Hvernig gekk sú meðganga?

„Meðgang­an gekk vel en ég var mjög þreytt og mik­il ógleði all­an tím­ann. Mér fannst muna að vera 20 ára eða 28 ára að ganga með barn/​börn.“

En fæðing­in?

„Fæðing­in gekk vel, það var Covid á þess­um tíma þannig að mér fannst erfitt að fyrst þurfti ég að fara ein inn á Land­spít­ala til þess að fara í rit og kær­asti minn þáver­andi var ekki með mér. Ann­ars gekk allt ótrú­lega vel, hún kom í heim­inn fjór­um tím­um eft­ir að við mætt­um upp á spít­ala. Þessi fæðing var án deyf­ing­ar sem mér fannst skemmti­legt að fá að upp­lifa líka. Mig langaði að hafa mömmu en ég mátti það ekki vegna Covid. En það var fá­mennt í þess­ari fæðingu, frá­brugðið hinni, og það var huggu­legt.“

Hvernig breytt­ist lífið eft­ir að þú varðst mamma?

„Allt breytt­ist hjá mér, ég fann metnað og til­gang fyr­ir líf­inu. Hug­ar­farið breytt­ist, ég vildi verða góð fyr­ir­mynd og fannst gott að þurfa að vera til staðar og ég fann mig al­gjör­lega í þessu hlut­verki. Börn­in mín eru bestu vin­ir mín­ir.“

Gunnar Gauti, Steinar Aron og Jónína Svava.
Gunn­ar Gauti, Stein­ar Aron og Jón­ína Svava. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart við móður­hlut­verkið?

„Hvað það er gam­an að vera mamma, hvað það er óeig­ingjarnt og gef­andi. Að finna þessa hlið á sjálf­um sér, þessa skil­yrðis­lausu ást og um­hyggju sem maður hef­ur að gefa og þol­in­mæðin, góðu tím­arn­ir, hvað raun­veru­lega skipt­ir máli í þessu lífi sem er fjöl­skyld­an.“

Hvað get­ur þú sagt um hlaðvarpið sem þú varst að byrja með?

„Skipu­lagt Chaos er nýtt hlaðvarp sem við Selma stofnuðum út frá því að við erum báðar mjög dríf­andi og sterk­ir karakt­er­ar sem elsk­um að ræða alls kon­ar mál­efni okk­ar á milli, sjálfs­ást og fleira sem okk­ur fannst eiga heima í hlaðvarpi. Við ræðum allt á mjög létt­um nót­um, elsk­um að taka fyr­ir hita­mál og koma fram með okk­ar sjón­ar­mið ásamt leiðum til að efla sig og ná lengra í líf­inu. Við erum ótrú­lega ánægðar með þess­ar frá­bæru viðtök­ur og hlökk­um til að halda áfram.“

Jónína Svava er þriggja ára.
Jón­ína Svava er þriggja ára. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að byrja með hlaðvarp?

„Selma sendi óvænt á mig einn dag „Eig­um við að byrja með hlaðvarp?“ og ég eig­in­lega átti ekki til orð því í mörg ár hef­ur mig langað en ég hef aldrei fundið neinn til þess að gera það með en við Selma eig­um vel sam­an á mörg­um sviðum svo þetta var eig­in­lega full­komið. Við vor­um snögg­ar að setja niður grunn hug­mynd­ina að hlaðvarp­inu því við viss­um ná­kvæm­lega hvað við vild­um gera. Þá vega styrk­leik­ar okk­ar upp á móti hvor ann­arri. Þetta var bara „per­fect match“.

Hvernig kynnt­ust þið Selma?

„Selma réð mig í vinnu á síðasta ári og þannig kynnt­umst við þannig við höf­um ekki þekkst mjög lengi en átt­um strax mjög vel sam­an.“

Hvernig hef­ur ferlið að byrja með hlaðvarp gengið?

„Það hef­ur allt gengið vel. Ég fann aldrei fyr­ir miklu stressi og ég er ekki feim­in við að fara út fyr­ir þæg­ind­aramm­an og á auðvelt með að vera sama um hvað öðrum finnst. Við höf­um aðallega bara haft gam­an af þessu. Það hef­ur komið mér á óvart hvað við höf­um fengið góðar viðtök­ur og mikla hlust­un strax. Ég er spennt fyr­ir fram­hald­inu því við erum með haf­sjó af skemmti­leg­um hug­mynd­um um það hvað við ætl­um að gera í fram­hald­inu.“

Jónína Svava á yngri árum.
Jón­ína Svava á yngri árum. Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda