„Ég reyni mitt besta að vera ekki þroskaþjófur“

Hjónin Harpa Jóhannsdóttir og Thelma Björk Jóhannesdóttirkunna að skemmta sér.
Hjónin Harpa Jóhannsdóttir og Thelma Björk Jóhannesdóttirkunna að skemmta sér. Ljósmynd/Aðsend

Thelma Björk Jó­hann­es­dótt­ir er 47 ára stolt hinseg­in kona sem er gift Hörpu Jó­hanns­dótt­ur sem er 36 ára. Sam­an eiga þær tvö börn; Guðmund Hrafn­kel tíu ára og Þor­gerði Nínu tveggja ára. Þær eru báðar lista­kon­ur og kenn­ar­ar og hafa farið sam­ferða í gegn­um lífið síðustu 18 ár. Síðan þá hef­ur ást­in blómstrað og Thelma seg­ir að þeim hjón­um finn­ist best að reyna að lifa heim­il­is­líf­inu af æðru­leysi. 

Mik­il­vægt að þora að biðja um hjálp 

„All­ir for­eldr­ar eru alltaf að gera sitt besta. Það er bara svo mis­jafnt hvað við get­um og hvenær eða hvort við fáum tæki­færi til þessa að blómstra á sem besta ákjós­an­leg­ast­an hátt. Ég er búin að vera barnapía í fjör­tíu ár, kenn­ari í yfir tutt­ugu ár og for­eldri í tíu ár. Ég bý því yfir tals­verðri reynslu og þekk­ingu. Ég tel að besta upp­eld­is­ráðið er að viður­kenna að mann­eskja elur aldrei upp barn ein og það er í lagi að leita sér hjálp­ar hjá fag­fólki ef þess þarf. Stund­um er mitt besta ekki nóg og jafn­vel bara ekki nógu gott. Ég reyni þá að minna mig á að barn er ekki ílát sem við fyll­um af visku og regl­um. Held­ur meira eins og filma sem tek­ur á sig allskon­ar mynd­ir alla ævi og er sí­fellt að fram­kall­ast, stækka og breyt­ast. Það sem virk­ar fyr­ir barn eitt ger­ir það ekki endi­lega fyr­ir barn núm­er tvö og það sem virkaði í gær fyr­ir alla get­ur gengið um þver­bak í dag.“

Hjónin Thelma Björk Jóhannesdóttir og Harpa Jóhannsdóttir og börnin þeirra …
Hjón­in Thelma Björk Jó­hann­es­dótt­ir og Harpa Jó­hanns­dótt­ir og börn­in þeirra Hrafn­kell og Þor­gerður. Ljós­mynd/​Sól­veig Þórðardótt­ir

Frelsi til að vera

„Ég reyni mitt besta að vera ekki þroskaþjóf­ur. Í staðinn vil ég lofa barn­inu að finna út úr hlut­un­um sjálft og fá frelsi til að vera og sýna hver það er. Í frels­inu er gott að vera en það þurfa að vera mörk. Það er svo mik­il­vægt að læra skýr mörk og fá kennslu í því að setja mörk og virða mörk annarra. Svo ef börn­in er í upp­námi og þurfa kær­leika eða skiln­ing er þeim mætt með sam­tali, knúsi eða ein­hverj­um lík­am­leg­um snert­ing­um og jarðteng­ingu.“

Fjölskyldan í Kjósinni að dunda í náttúrunni.
Fjöl­skyld­an í Kjós­inni að dunda í nátt­úr­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Umb­urðarlyndi gagn­vart ná­ung­an­um 

„Fræðsla um fjöl­breyti­leika mann­vera, æðri mátt­ar­afla, trú­ar­brögð, hinseg­in­leika og list­ir er mik­il­væg. Mér finnst hættu­legt hvað það sull­ar mikið hat­ur milli hópa hér á landi og í heim­in­um. Við þurf­um að byggja brýr milli hópa með því að auka skiln­ing og stuðla að umb­urðarlyndi til að stemma stigu við þessu. Það er list að vera mann­eskja og að kenna börn­un­um leiðir til að tjá til­finn­ing­ar. Það á líka við að segja alltaf satt og því þannig byggj­um við upp traust og rými þar sem við get­um tek­ist á við allskon­ar hluti sem fjöl­skylda.

Í ör­uggu rými minni ég mig á að sam­tal get­ur átt sér stað á svo marga vegu og ég reyni að vera vak­andi fyr­ir vís­bend­ing­um sem koma til okk­ar án orða. Þá gild­ir að skapa um­hverfi sem býður upp á svo­leiðis túlk­an­ir og það ger­ist frek­ar þegar við höld­um röð, reglu og rútínu. Það er bara ótrú­lega góður grund­völl­ur þegar kem­ur að upp­eldi því í end­ur­tekn­ingu þríf­ast börn­in. Þá er líka auðveld­ara að sjá til­brigðin sem eru hár­fín og sjást ekki eins vel þegar rík­ir sí­felld ringul­reið og óreiða.“

Með börnin á listasýningu í Duus húsum í fyrra.
Með börn­in á lista­sýn­ingu í Duus hús­um í fyrra. Ljós­mynd/​Aðsend

Sjón­rænt skipu­lag á ís­skápn­um vin­sælt hjá börn­un­um

„Sjón­rænt skipu­lag fyr­ir alla fjöl­skyld­una er að slá í gegn. Við erum með plastað mánaðarda­ga­tal á ís­skápn­um og þar setj­um við inn allt sem ekki má gleym­ast, plús inn­kaupalisti sem er handskrifaður. Svo tök­um við mynd á sím­ann okk­ar og versl­um rétt í búðinni. Tákn með tali og aðrar leiðir til mynd­rænna sam­skipta og skila­boða hafa reynst okk­ur öll­um fjór­um vel. Þetta kem­ur sér­stak­lega sterkt inn fyr­ir tveggja ára sjálf­stæða veru sem þráir að gera sig skilj­an­lega og skilja heim­inn jafnt á við aðra fjöl­skyldumeðlimi.“

Fjölskyldan eru miklir náttúruunnendur.
Fjöl­skyld­an eru mikl­ir nátt­úru­unn­end­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Slepp­ir press­unni um full­komið heim­ili

„Þvott­ur­inn klár­ast aldrei. Því er betra að setja sér önn­ur göf­ugri mark­mið í heim­il­is­líf­inu en að hafa þvotta­húsið „spikk og span“ og allt straujað. Ég strauja helst bara fyr­ir jól­in, og það er hand­málaði dúk­ur­inn frá ömmu Siggu. Ég næ ör­lít­illi teng­ingu við hana sem straujaði kvenna best. Amma kenndi mér að vera þakk­lát fyr­ir litlu hlut­ina, deila með mér mat og gefa alltaf öll­um að borða jafn­vel þó ekki væri mikið til. Á mis­jöfnu þríf­ast börn­in best. Nú hef ég þetta að mark­miði að eiga alltaf mjólk, fisk og Cheer­i­os heima fyr­ir alla. Þegar áskor­an­ir mæta og fag­fólkið hef­ur ekki svör eða bjarg­ir, þá bið ég Guð um hjálp og fer með æðru­leys­is­bæn­ina. Svo er mik­il­vægt að muna að setja súr­efn­is­grím­una fyrst á sjálf­an sig og svo á krakk­arass­göt­in!!“

Tjaldvagnalífið var sigrað núna í sumar.
Tjald­vagna­lífið var sigrað núna í sum­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda