Gypsy Rose opinberar kynið

Gypsy Rose og kærasti hennar Ken Urker í kynjaveislu fyrsta …
Gypsy Rose og kærasti hennar Ken Urker í kynjaveislu fyrsta barns síns. Skjáskot/Instagram

Gypsy Rose Blanchard, sem hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir að myrða móður sína árið 2015, á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Ken Urker. Þau tilkynntu óléttuna á samfélagsmiðlinum YouTube í byrjun júlí, en nú hafa þau opinberað kyn barnsins. 

Parið tilkynnti kynið í einlægu myndbandi á Instagram í gær, en þau eiga von á lítilli stúlku. Blanchard og Urker eru afar lukkuleg í myndbandinu, en við færsluna skrifaði Blanchard stuttan texta þar sem hún sagði þau vera í skýjunum og afar spennt fyrir því að stofna sína eigin fjölskyldu. Þá þakkaði hún einnig fjölskyldu sinni og vinum fyrir allan stuðninginn sem þau hafa fengið. 

Ástarlíf Blanch­ard hefur verið flókið í gegnum tíðina en fyrr á þessu ári tilkynnti hún skilnað hennar frá Ryan S. And­er­son. Stuttu síðar var svo greint frá því í fjölmiðlum að Blanchard væri aftur komin í ástarsamband með fyrrverandi unnusta sínum, Urker.

Blanchard vonandi á uppleið

Nú virðist sem Blanch­ard sé komin á beinu brautina með sínum heittelskaða en líf hennar var lengi afar stormasamt.

Blanch­ard losnaði úr fangelsi þann 28. desember síðastliðinn eftir að hafa setið inni í átta ár. Morðið vakti mikla athygli í fjölmiðlum í Bandaríkjunum þar sem móðir Blanch­ard er sögð hafa logið upp á dóttur sína svo árum skiptir og sagði hana þjást af fjölmörgum kvillum t.d. hvítblæði og flogaveiki. 

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda