Bestu uppeldisráð Keira Knightley

Breska leikkonan Keira Knightley.
Breska leikkonan Keira Knightley. AFP/Carl CourtCARL COURT

Leik­kon­an Keira Knig­htley á tvær dæt­ur, þær Edie sem er níu ára og Delilu sem er fjög­urra ára, með eig­in­manni sín­um James Right­on. Eft­ir að eldri dótt­ir hjón­anna kom í heim­inn árið 2015 hef­ur Knig­htley talað op­in­skátt um for­eldra­hlut­verkið sem hún viður­kenn­ir að geti verið mik­il áskor­un. 

Í upp­eld­inu legg­ur leik­kon­an mikið upp úr því að gera hvers­dag­leik­ann sem skemmti­leg­ast­ann fyr­ir dæt­ur sína, en hér má sjá nokk­ur upp­eld­is­ráð sem leik­kon­an hef­ur deilt op­in­ber­lega síðustu ár. 

Hoppa aðeins í kjól­um á trampólín­inu

Heims­far­ald­ur­inn var erfiður fyr­ir mörg börn sem þurftu að dúsa heima svo vik­um skipti. Enn þann dag í dag fer Knig­htley í leiki með dætr­um sín­um sem slógu í gegn þegar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn reið yfir, en síðan þá hef­ur verið regla á heim­il­inu að fara ein­ung­is á trampólínið í garðinum í kjól. Leik­kon­an seg­ir regl­una hafa virkað vel til að fríska upp á hvers­dags­leik­ann. 

„Í heims­far­aldr­in­um setti ég á mig rauðan varalit á meðan dæt­urn­ar fengu slauf­ur í hárið og álfa­vængi. Ég hugsaði með mér: „Hvers vegna að geyma alla þessa ynd­is­legu flík­ur í skápn­um þegar heim­ur­inn hef­ur sjald­an litið jafn óhugn­an­lega út?“,“ seg­ir Knig­htley.

Það er í lagi að viður­kenna að for­eldra­hlut­verkið sé erfitt

Að sögn Knig­htley skilja ekki all­ir karl­menn þann rúss­íbana sem kon­ur upp­lifa lík­am­lega og and­lega þegar þær verða mæður. Hún ít­rek­ar þó að hún sé hepp­in með sinn innsta hring og seg­ir mik­il­vægt að muna að það er í lagi að viður­kenna að for­eldra­hlut­verkið sé erfitt – oft það erfiðasta sem fólk ger­ir á lífs­leiðinni. 

„Þetta þýðir ekki að ég elski ekki börn­in mín, held­ur er ég bara að viður­kenna það að svefnskort­ur­inn, horm­óna­sveifl­urn­ar og breyt­ing­arn­ar í ástar­sam­band­inu mínu láta mér stund­um líða eins og ég mér hafi mistek­ist,“ seg­ir leik­kon­an.

Pass­ar upp á hvað börn­in horfa á

Þegar það kem­ur að Disney-mynd­um pass­ar leik­kon­an vel upp á hvaða skila­boð og boðskap­ur nær til dætra sinna. Þess vegna vand­ar Knig­htley valið á mynd­um og þátt­um sem dæt­ur henn­ar fá að horfa á – Litla haf­meyj­an er ekki á list­an­um. 

„Hvað myndi Elsa segja við Arí­el, sem gaf rödd­ina sína til að hitta mann sem hún þekkti ekki neitt? Það er frá­bært að hún hafi bjargað prins­in­um og ég styð það, en Elsa myndi lík­lega segja: „Vin­kona, þú verður að kynn­ast hon­um aðeins bet­ur, þú get­ur ekki verið að gefa hon­um rödd­ina þína al­veg strax,“ seg­ir Knig­htley.

Eldri dótt­ir­in les­blind eins og móðirin

Knig­htley deildi því fyr­ir rúmri viku síðan að eldri dótt­ir henn­ar, Edie, væri les­blind líkt og hún sjálf, en þær eiga báðar í erfiðleik­um með sjón­lest­ur. Leik­kon­an hef­ur veitt dótt­ur sinni mik­inn stuðning með aðferðum sem hafa virkað vel fyr­ir hana í gegn­um tíðina. Þær hlusta oft­ast á bæk­ur sam­an og tak­ast þannig á við heima­nám dótt­ur­inn­ar.

„Ég tek þetta upp, svo hlusta ég og hlusta og hlusta ... Þannig læri ég og dótt­ir mín líka. Hún er al­veg ótrú­leg, hún man heilu bæk­urn­ar,“ seg­ir Knig­htley.

Us News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda