Campbell opnar sig um móðurhlutverkið

Naomi Campbell á tvö börn.
Naomi Campbell á tvö börn. AFP/Valery HACHE

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell var orðin fimmtug þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Campbell sem er í dag tveggja barna móðir segir börnin sín veita sér mikla gleði. 

Campbell opnaði sig um börnin í viðtali við Harper's Bazaar nýlega en hún er lítið fyrir að beina athyglinni að börnunum. Hún var til dæmis lengi að greina frá því að börnin hefðu komið í heiminn með hjálp staðgöngumóður. 

„Það er mikil blessun að eiga þessar tvær saklausu sálir og fyrir mig að vera móðir þeirra. Ég læri margt á hverjum degi. Þetta eru góð börn.“

Tíð ferðalög heimshorna á milli er fylgifiskur þess að vera ein frægasta fyrirsæta heims. Campbell hugsar sig þó tvisvar um áður en hún tekur börnin með í vinnuferðir. „Ég tek þau ekki með til New York frá London til þess að fara í tveggja daga myndatöku. Það er of mikið en börnin mín elska að ferðast,“ segir Campbell. 

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP/Daniel LEAL
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál