„Það var alltaf smá hnútur í maganum eftir fósturmissinn“

Íris Freyja Salguero Kristínardóttir og Egill Fannar Halldórsson eignuðust nýverið …
Íris Freyja Salguero Kristínardóttir og Egill Fannar Halldórsson eignuðust nýverið sitt fyrsta barn. Samsett mynd

Fyr­ir­sæt­an Íris Freyja Salgu­ero Krist­ín­ar­dótt­ir og at­hafnamaður­inn Eg­ill Fann­ar Hall­dórs­son eignuðust sitt fyrsta barn sam­an fyr­ir rúm­lega sjö vik­um. Áður en Íris varð ófrísk að dótt­ur þeirra upp­lifðu þau fóst­ur­missi sem tók mikið á. Þó svo að mik­il gleði og ánægja hafi fylgt því þegar Íris fékk tvær lín­ur á þung­un­ar­prófi stuttu síðar seg­ist­hún einnig hafa fundið fyr­ir hnút í mag­an­um eft­ir miss­ir­inn. 

Íris og Eg­ill kynnt­ust í gegn­um In­sta­gram árið 2022 og kol­féllu fyr­ir hvort öðru. „Þá bjó Eg­ill í Kas í Tyrklandi og ég var að ferðast mikið og upp­tek­in í und­ir­bún­ingi fyr­ir Miss Supr­anati­onal. Við byrjuðum svo að hitt­ast um sum­arið og eft­ir það var ekki aft­ur snúið – ég féll bara al­gjör­lega fyr­ir hon­um, enda ekki annað hægt,“ seg­ir Íris.

Egill og Íris fundu hvort annað árið 2022 og síðan …
Eg­ill og Íris fundu hvort annað árið 2022 og síðan þá hef­ur ást­in blómstrað. Ljós­mynd/​Birg­is­dótt­ir Photograp­hy

„Það var al­veg ótrú­lega erfitt“

Í ág­úst 2023 komst Íris að því að hún væri ófrísk. „Þá var það alls ekki eitt­hvað sem við vor­um búin að plana þannig ég var í smá sjokki, en á sama tíma al­veg ótrú­lega ánægð og mjög spennt að segja Agli frá frétt­un­um sem ég gerði það með því að gefa hon­um lít­inn sól­hatt og ull­argalla frá 66°Norður. Við misst­um svo fóstrið í sept­em­ber og það var al­veg ótrú­lega erfitt – ég sam­hrygg­ist öll­um inni­lega sem hafa gengið í gegn­um það eða eitt­hvað svipað,“ seg­ir Íris. 

„Þá viss­um við að það að stækka við fjöl­skyld­una væri eitt­hvað sem við vild­um og vonuðum að við yrðum svo hepp­in að fá að upp­lifa það,“ bæt­ir hún við. 

Eg­ill og Íris voru svo stödd uppi í sveit hjá ömmu og afa Íris­ar þegar hún tók annað þung­un­ar­próf í októ­ber 2023. „Það var já­kvætt og við vor­um al­veg í skýj­un­um yfir því. Það var alltaf smá hnút­ur í mag­an­um eft­ir fóst­ur­missinn en Eg­ill var svo góður og hjálpaði mér að lifa í mó­ment­inu í gegn­um fyrstu vik­urn­ar,“ seg­ir Íris. 

Íris komst að því að hún væri ófrísk að dóttur …
Íris komst að því að hún væri ófrísk að dótt­ur sinni í októ­ber 2023.

„Það fal­leg­asta sem ég hef upp­lifað“

Aðspurð seg­ist Íris hafa upp­lifað al­gjöra draumameðgöngu. „Ég elskaði hverja ein­ustu mín­útu af henni. Þrátt fyr­ir að hafa stund­um upp­lifað mikla ógleði, þreytu og verki þá var þetta það fal­leg­asta sem ég hef upp­lifað. Það var margt sem kom mér á óvart í meðgöng­unni, en það helsta var hvað hún leið hratt,“ seg­ir hún. 

Á meðgöng­unni var Íris dug­leg að hugsa um heils­una og reyndi eft­ir bestu getu að und­ir­búa sig, bæði and­lega og lík­am­lega, und­ir fæðing­una. „Það voru nokk­ur atriði sem ég tel að hafi hjálpað mér mest. Til dæm­is að borða hollt, en ég gerði græn­an búst nán­ast dag­lega til að passa að ég væri að fá hluta af helsta græna græn­met­inu sem er gott fyr­ir okk­ur og barnið. Ég tók líka víta­mín frá Venju,“ seg­ir hún. 

Íris segir meðgönguna hafa verið draumi líkust.
Íris seg­ir meðgöng­una hafa verið draumi lík­ust. Ljós­mynd/​Birg­is­dótt­ir Photograp­hy

„Svo fór ég líka í jóga og þótti það ynd­is­leg­ur und­ir­bún­ing­ur fyr­ir fæðingu, en það var mjög hjálp­legt til þess að slaka á. Ég var hjá Yoga­ljós og mæli mikið með þeim. Ég var mikið á jóga­bolta eða stand­andi yfir dag­inn, sem sagt í vinn­unni og heima, alla meðgöng­una. Síðan fór ég til Al­exöndru kírópraktor hjá Líf­kíró einu sinni til tvisvar sinn­um í viku næst­um alla meðgöng­una og það bjargaði mér al­veg,“ bæt­ir hún við. 

Á meðgöngunni fór Íris meðal annars í jóga og til …
Á meðgöng­unni fór Íris meðal ann­ars í jóga og til kírópraktors.

Kom á óvart að hafa ekki misst vatnið eins og í bíó­mynd­um

Heim­ur Íris­ar og Eg­ils breytt­ist svo þegar þau fengu dótt­ur sína í fangið þann 26. júní síðastliðinn. „Mér finnst ég vera svo hepp­in með upp­lif­un á fæðingu, en við átt­um litlu fal­legu stelp­una okk­ar á Fæðing­ar­heim­ili Reykja­vík­ur. Það var ekki margt sem kom mér á óvart í fæðing­unni þar sem ég hafði lesið mig mikið til um fæðingu og dró Egil á þrjú fæðing­ar­nám­skeið,“ seg­ir Íris. 

„Það sem kom kannski helst á óvart var að vatnið fór aldrei eins og maður sér oft í bíó­mynd­um,“ bæt­ir hún við. 

Falleg stund á Fæðingarheimili Reykjavíkur.
Fal­leg stund á Fæðing­ar­heim­ili Reykja­vík­ur.
Íris er þakklát fyrir fæðinguna sem gekk vel.
Íris er þakk­lát fyr­ir fæðing­una sem gekk vel.

Aðspurð seg­ir Íris fyrstu vik­ur fjöl­skyld­unn­ar hafa gengið fram­ar von­um, en þau kunna afar vel við sig í nýja hlut­verk­inu og eru afar lukku­leg með dótt­ur sína. „Hún er æðis­leg, tek­ur brjóst og sef­ur vel. Hún vakn­ar sum­ar næt­ur oft­ar en aðrar en það er líka bara það sem börn gera. Eg­ill er svo æðis­leg­ur pabbi og mér finnst við vinna svo vel sam­an í þessu nýja hlut­verki. Það kom mér á óvart hvað ég var rosa­lega til­finn­inga­rík fyrstu dag­ana, en allt gat látið mig fara að grenja úr gleði,“ seg­ir hún. 

„Hjartað stækkaði svo mikið eft­ir að ég varð mamma – lífið er miklu fal­legra með henni. Það er aðeins minni svefn á heim­il­inu eft­ir að hún kom, en við erum bara enn að kynn­ast henni og læra inn á allt,“ bæt­ir hún við.

Foreldrarnir kunna afar vel við sig í nýja hlutverkinu.
For­eldr­arn­ir kunna afar vel við sig í nýja hlut­verk­inu. Ljós­mynd/​Birg­is­dótt­ir Photograp­hy

Á heim­il­inu er einnig hund­ur­inn Svenni, en Íris seg­ir hann vera salla­ró­leg­an yfir nýj­asta fjöl­skyldumeðlim­in­um. „Hann Svenni okk­ar er ekki að sýna henni mikla at­hygli og er bara frek­ar ró­leg­ur yfir henni. En við erum að von­ast til þess að þau verði bestu vin­ir eft­ir ein­hvern tíma,“ seg­ir hún. 

Hundurinn Svenni er rólegur yfir nýjasta fjölskyldumeðliminum.
Hund­ur­inn Svenni er ró­leg­ur yfir nýj­asta fjöl­skyldumeðlim­in­um.

Erfitt að þekkja ekki lík­amann eft­ir fæðingu

Íris viður­kenn­ir að henni hafi þótt erfitt að kynn­ast lík­ama sín­um á ný eft­ir fæðing­una. „Ég minni mig dag­lega á að lík­am­inn þurfi tíma til að ná sér enda var hann að koma barni í heim­inn fyr­ir nokkr­um vik­um, þannig ég þarf að vera þol­in­móð. En það kom mér á óvart hvað mér fannst erfitt að þekkja ekki lík­amann minn eft­ir fæðingu,“ seg­ir hún. 

Íris er enn að kynnast líkama sínum eftir fæðinguna.
Íris er enn að kynn­ast lík­ama sín­um eft­ir fæðing­una.

Er eitt­hvað sem er ómiss­andi að eiga á meðgöng­unni?

„Ég mæli 100% með að vera með jóga­bolta, bæði í vinn­unni og heima.“

Ertu með ein­hver ráð fyr­ir verðandi mæður?

„Að reyna að hugsa já­kvætt. Ég veit að ég var mjög hepp­in að upp­lifa svona góða meðgöngu og fæðingu, en ég mæli með að hugsa já­kvætt um fæðing­una, plana fæðing­arstað og hvernig þig lang­ar helst að hafa fæðing­una.“

„Hún er komin með nafn sem við eigum eftir að …
„Hún er kom­in með nafn sem við eig­um eft­ir að til­kynna. Við erum mjög spennt að deila fal­lega nafn­inu henn­ar.“

Hvað er fram und­an hjá ykk­ur?

„Við fjöl­skyld­an erum bara að fara að njóta þess að vera sam­an næstu mánuði og von­andi náum við að fara í skemmti­leg ferðalög og úti­leg­ur þegar litla dam­an er orðin aðeins eldri, en við erum mjög spennt fyr­ir því að fara með hana um allt land næsta sum­ar.“

Það eru ljúfar stundir framundan hjá fjölskyldunni sem hlakkar til …
Það eru ljúf­ar stund­ir framund­an hjá fjöl­skyld­unni sem hlakk­ar til að ferðast um landið næsta sum­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda