Lubbi lifnar við á skjánum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:36
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:36
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Ný ís­lensk barnasería um fjár­hund­inn Lubba, titluð Lubbi finn­ur mál­bein, hefst þann 29. ág­úst í Sjón­varpi Sím­ans Premium. Þáttaröðin sem byggð er á sam­nefndri bók er skemmti­leg og fræðandi og mun hjálpa börn­um að læra ís­lensku mál­hljóðin á skemmti­leg­an og aðgengi­leg­an hátt. 

„Við kynn­um með stolti nýju ís­lensku barnaserí­una Lubbi finn­ur mál­bein. Íslensk tunga er hjarta okk­ar menn­ing­ar, það er því nauðsyn­legt að fram­leiða ís­lenskt barna­efni sem hef­ur til­gang, þar sem við get­um stuðlað að því að börn­in okk­ar fái að njóta og læra á móður­mál­inu á skemmti­leg­an og fræðandi hátt. Þáttaröðin er mik­il­vægt fram­lag til þess að efla ís­lenska tungu meðal yngstu kyn­slóðar­inn­ar,“ seg­ir Birk­ir Ágústs­son, dag­skrár­stjóri Sím­ans.

Býður öll­um börn­um í æv­intýraferð um Ísland

Lubbi er ís­lensk­ur fjár­hund­ur sem er þekkt­ur fyr­ir að gelta kröft­ug­lega með „voff voff“, en hann dreym­ir um að læra að tala ís­lensku. Lubbi býður öll­um börn­um í æv­intýraferð um Ísland þvert og endi­langt í leit að 35 mál­bein­um sem hjálpa hon­um að læra ís­lensku mál­hljóðin.

Þáttaröðin er fram­leidd af Ketchup Creati­ve og byggð á bók eft­ir Eyrúnu Ísfold Gísla­dótt­ur og Þóru Más­dótt­ur. Söngvís­ur í þátt­un­um eru eft­ir Þór­ar­inn Eld­járn.

„Það hef­ur ekki verið mikið um al­ís­lensk­ar teikni­myndaserí­ur og því erum við ein­stak­lega stolt að senda frá okk­ur 35 þætti sem byggja á jafn fræðandi og skemmti­legu efni og bók­inni um Lubba. Fram­leiðslu­ferlið fór allt fram hér á landi og hef­ur mik­il reynsla skap­ast á því ferðalagi. Við erum afar þakk­lát öllu því hæfi­leika­ríka fólki sem kom að verk­efn­inu og telj­um að Ísland eigi mikið inni þegar kem­ur að fram­leiðslu barna­efn­is,“ seg­ir Sindri Jó­hanns­son, fram­leiðandi hjá Ketchup Creati­ve.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda