Hreppti þrjá Íslandsmeistaratitla eftir þrettán ára pásu og fjögur börn

Íris Anna Skúladóttir hefur náð frábærum árangri í hlaupum á …
Íris Anna Skúladóttir hefur náð frábærum árangri í hlaupum á ferli sínum. Samsett mynd

Hin 35 ára gamla Íris Anna Skúla­dótt­ir hef­ur náð frá­bær­um ár­angri í hlaup­um á ferli sín­um sem hófst þegar hún var níu ára göm­ul hjá íþrótta­fé­lag­inu Fjölni. Hún átti far­sæl­an fer­il og vann til fjölda verðlauna, en í kring­um tví­tugt lenti hún í þrá­lát­um meiðslum sem urðu til þess að áhug­inn fór dvín­andi. Stuttu síðar varð hún ófrísk að sínu fyrsta barni og skráði sig í há­skóla­nám og því færðist fókus­inn úr hlaup­un­um yfir í aðra hluti.

Íris er fædd og upp­al­in í Grafar­vogi og býr þar í dag ásamt eig­in­manni sín­um, Sig­ur­gísla Gísla­syni, og börn­un­um þeirra fjór­um. Hún er með BS-gráðu í fjár­mála­verk­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og vann til fjölda ára í Birtu líf­eyr­is­sjóði, en í árs­byrj­un 2022 tóku þau hjón­in við rekstri rót­gró­ins fyr­ir­tæk­is.

„Ég tók stökkið með hon­um og fór á fullt í rekst­ur­inn og hef verið í því síðan. Fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í al­hliða fast­eignaviðhaldi en mitt starf felst einkum í því að sinna því sem viðkem­ur dag­leg­um rekstri skrif­stofu, skipu­lagi, fjár­mál­um, til­boðs- og reikn­inga­gerð, inn­kaup­um og ýmsu fleiru. Starfs­stöðin er ná­lægt heim­il­inu og það ger­ir það auðveld­ara að sam­ræma vinnu og anna­samt fjöl­skyldu­líf. Ég get einnig unnið að heim­an ef á reyn­ir og á öll­um tím­um sól­ar­hrings­ins, ef ég kæri mig um. Eng­ir tveir dag­ar eru eins og ég finn mig vel í þessu fjöl­breytta starfi,“ seg­ir Íris.

Sigurgísli og Íris ásamt börnunum sínum, þeim Skúla, Hildi, Gísla …
Sig­ur­gísli og Íris ásamt börn­un­um sín­um, þeim Skúla, Hildi, Gísla og Unni. Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son

Fann sig í lengri hlaup­un­um

Íris byrjaði að æfa frjáls­ar íþrótt­ir þegar hún var níu ára göm­ul hjá Fjölni eft­ir að góð vin­kona henn­ar sem æfði frjálsíþrótt­ir hvatti hana til að prófa. „Mér þótti mjög gam­an frá fyrsta degi en var reynd­ar ekk­ert sér­stök í neinu fram­an af. Þar eignaðist ég marg­ar af mín­um bestu vin­kon­um og þjálf­ar­inn, Jón­ína Ómars­dótt­ir, eða Ninna eins og hún er oft­ast kölluð, var ein­stak­lega lag­in við að út­færa skemmti­leg­ar æf­ing­ar og stuðla að góðum liðsanda inn­an sem utan vall­ar,“ seg­ir Íris.

„Það var síðan um 12-13 ára ald­ur­inn að fókus­inn hjá mér fór að fær­ast yfir í lengri hlaup­in, svo­kölluð milli­vega­lengda­hlaup, þá aðallega 800 og 1.500 metra hlaup, en það var svona það sem virt­ist liggja best fyr­ir mér af því sem í boði var. Ég komst í úr­vals­hóp og svo í af­reks­hóp, sem varð hvatn­ing til þess að stefna ennþá lengra í hlaup­un­um. Þá komst ég í landsliðið 14 ára og það hélt mér vel við efnið árin á eft­ir,“ bæt­ir hún við.

Íris upp­lifði fer­il sinn sem bæði viðburðarík­an og far­sæl­an, en þegar hún horf­ir til baka viður­kenn­ir hún þó að hann hefði ef­laust getað orðið lengri hefði hún hald­ist heil, verið barn­laus leng­ur og ef vilj­inn hefði verið fyr­ir hendi. „Ég fékk að ferðast mjög víða í keppn­is­ferðir og upp­lifði mjög margt skemmti­legt, krefj­andi og þrosk­andi á þessu ferðalagi. Ég keppti á tveim­ur heims­meist­ara­mót­um í ung­linga­flokk­um, á Norður­landa­mót­um, Evr­ópu­bik­ar­keppn­um og Smáþjóðal­eik­um svo eitt­hvað sé nefnt,“ seg­ir Íris.

„Það var um og upp úr tví­tugu sem ég var, að mér fannst, alltaf hálf­meidd og eyddi tölu­verðum tíma í sjúkraþjálf­un. Áhug­inn og eld­móður­inn fóru dvín­andi sam­hliða því. Ég verð síðan ólétt stuttu síðar, á meðan ég var við nám í há­skól­an­um, og lít­ill tími vannst til þess að spá í hlaup­in, auk þess sem fókus­inn var kom­inn á annað mik­il­væg­ara,“ seg­ir hún.

„Ég hafði snúið mér að cross­fit á þess­um tíma með það að mark­miði að breyta til, ná mér af meiðslum og styrkja mig. Fyrst í Kringl­unni en svo í Cross­fit Reykja­vík frá ár­inu 2013 og hef verið part­ur af því frá­bæra sam­fé­lagi í rúm­an ára­tug núna. Ég hljóp þó alltaf eitt­hvað með og hætti aldrei að upp­lifa mig sem hlaup­ara,“ bæt­ir hún við.

Eftir meðgönguna sneri Íris sér að crossfit en var þó …
Eft­ir meðgöng­una sneri Íris sér að cross­fit en var þó alltaf að hlaupa eitt­hvað sam­hliða því. Ljós­mynd/​Sig­urður P. Sig­munds­son

Byrjaði að mæta í mömm­u­tíma hjá Cross­fit Reykja­vík

Íris á í dag fjög­ur börn ásamt eig­in­manni sín­um, en fyrst í röðinni er Unn­ur Kar­en sem kom í heim­inn árið 2012. Skúli Páll er næ­stelst­ur, fædd­ist árið 2014, svo kom Hild­ur Freyja í heim­inn árið 2016 og að lok­um Gísli 2019.

„Ég átti nokkuð góðar meðgöng­ur heilt yfir. Mér hef­ur gengið vel að koma mér aft­ur af stað að hreyfa mig eft­ir barneign­ir og reglu­leg hreyf­ing á meðgöngu hef­ur hjálpað við það. Ég lagði upp úr því að hlusta á lík­amann og gaf mér þann tíma sem þurfti hverju sinni. En ferlið var aðeins ólíkt á milli meðganga. Eins er það ólíkt á milli kvenna, bæði lík­am­lega og and­lega, og því er ekk­ert eitt rétt sem virk­ar fyr­ir all­ar kon­ur. Eins eru aðstæður í lífi kvenna breyti­leg­ar svo það sem virk­ar vel á einni meðgöngu get­ur verið að passi ekki eins vel á þeirri næstu. Lyk­ill­inn er að vera þol­in­móður og halda áfram þó að á móti kunni að blása,“ seg­ir Íris.

Þegar Íris var að koma sér aft­ur af stað í hreyf­ingu eft­ir barneign­ir byrjaði hún á því að skrá sig í mömm­u­tíma hjá Cross­fit Reykja­vík. „Mér þótti virki­lega nota­legt að kom­ast út af heim­il­inu og hitta aðrar mömm­ur með börn­in með og taka styrktaræf­ing­ar sem var auðvelt að aðlaga sinni lík­am­legu getu hverju sinni. Eft­ir ein­hverj­ar vik­ur eða mánuði í mömm­u­tím­um fann ég að mér þótti tíma­bært að færa mig yfir í al­menna tíma, en það var yf­ir­leitt eft­ir að börn­in voru byrjuð hjá dag­mömmu. Hlaup­in komu svo inn aðeins á eft­ir styrktaræf­ing­un­um,“ seg­ir hún.

„Mér fannst í raun bara gam­an að koma til baka með hrein­an skjöld í hlaup­un­um ef svo má segja, enda svo langt um liðið frá því ég var áður á fullu að keppa í hlaup­um. Það hafði blundað í mér lengi að bæta aðeins í hlaup­in og sjá hvað ég gæti, því mér fannst ég eiga eitt­hvað inni. Ég hafði svo sem ekki hætt að upp­lifa mig og skil­greina mig að ein­hverju leyti sem hlaup­ara og aldrei sagt al­veg skilið við hlaup­in,“ seg­ir Íris.

„Til dæm­is var ég feng­in til að keppa á Norður­landa­mót­um í víðavangs­hlaup­um fyr­ir landsliðið árin 2013 og 2018, þegar sú keppni var hald­in hér heima, en 2018 keppti ég einnig í hálf­m­araþoni í Kaup­manna­höfn með ágæt­um ár­angri, eða á 1:23:55, sem var bæt­ing á þeim tíma þrátt fyr­ir lítið hlaupa­magn. En það var í raun ekki fyrr en 2021 að ég fer aft­ur að hlaupa skipu­lega að ein­hverju ráði. Það ár skráði ég mig í Lauga­vegs­hlaupið með Arn­dísi Ýri vin­konu minni, en við höf­um hlaupið mjög mikið sam­an í geng­um tíðina og vor­um spennt­ar fyr­ir þess­ari áskor­un. Sem lið í þeim und­ir­bún­ingi fór ég að mæta á hlaupaæf­ing­ar hjá Sigga P. og hef ekki hætt að mæta síðan í raun­inni,“ bæt­ir hún við.

Aðspurð seg­ir Íris að það sem hafi breyst einna helst eft­ir barneign­irn­ar sé hvernig hún æfir.

„Á mín­um yngri árum reyndi ég að lyfta sem allra minnst og hlaupa sem allra mest og hraðast á öll­um æf­ing­um. Í dag finnst mér mik­il­vægt og það sem meira er, skemmti­legt, að stunda styrktaræf­ing­ar sam­hliða hlaup­um og hef áttað mig á því að meira og hraðar er ekki alltaf betra – fyr­ir mig alla­vega. Eins er ég mun minna stressuð en ég var sem barn og nýt þess bet­ur að bæði æfa og keppa í hlaup­um. Þá hef ég einnig fært mig tölu­vert yfir í ut­an­vega- og fjalla­hlaup­in og keppt á heims­meist­ara­móti í fjalla­hlaup­um síðastliðin þrjú ár í Taílandi, Aust­ur­ríki og nú síðast í Frakklandi. Það hef­ur verið virki­lega skemmti­leg og gef­andi viðbót við götu- og braut­ar­hlaup­in,“ seg­ir hún.

Á síðustu árum hefur Íris einnig fundið sig í utanvega- …
Á síðustu árum hef­ur Íris einnig fundið sig í ut­an­vega- og fjalla­hlaup­um. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son

Varð þre­fald­ur Íslands­meist­ari eft­ir þrett­án ára pásu

Árið 2023 keppti Íris aft­ur á Meist­ara­móti Íslands í frjálsíþrótt­um eft­ir þrett­án ára pásu og fjór­ar barneign­ir, en hún gerði sér lítið fyr­ir og vann þrjá Íslands­meist­ara­titla, í 5.000 og 1.500 metra hlaupi ásamt 4x400 metra boðhlaupi með boðhlaups­sveit FH.

„Það var fyrst og fremst ótrú­lega skemmti­legt að keppa aft­ur á MÍ eft­ir 13 ára pásu. Þetta var nokkuð sem ég var fyr­ir löngu búin að af­skrifa. Mér gekk ótrú­lega vel en ég varð Íslands­meist­ari í öll­um þeim grein­um sem ég keppti í. Til­finn­ing­in að koma til baka og að ganga svona vel var ótrú­lega góð. Ég hugsa reglu­lega að nú ætli ég að fara að minnka þessi braut­ar­hlaup, en svo finnst mér þau svo skemmti­leg að ég hef enn ekki tímt því að setja gadda­skóna aft­ur á hill­una. Ég ætla að leyfa mér að sprikla í þessu á meðan ég hef gam­an af því. Hug­ar­farið í seinni tíð er allt annað og af­slappaðara að mörgu leyti. Ég er búin að finna mína hillu í líf­inu, á ynd­is­lega fjöl­skyldu og góða vini. Hlaup­in veita mér viðbót­ar­ham­ingju og lífs­fyll­ingu en þau eru í dag minni hluti af mínu lífi ólíkt því sem áður var,“ út­skýr­ir Íris.

Íris gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur Íslandsmeistari á …
Íris gerði sér lítið fyr­ir og varð þre­fald­ur Íslands­meist­ari á MÍ 2023. Ljós­mynd/​Gunn­laug­ur Júlí­us­son

Hver held­ur þú að sé lyk­ill­inn að ár­angri þínum í dag?

„Ég er viss um að lyk­ill­inn sé sá að ég hef mjög gam­an af því sem ég geri. Ég hef gam­an af að styrkja mig í cross­fit á þeim tíma­bil­um sem þær æf­ing­ar eru á plan­inu og ég hef gam­an af að mæta á hlaupaæf­ing­ar og skokka. Í því felst ákveðin hug­leiðsla og ekki skemm­ir fyr­ir að ég hef góðan æf­inga­fé­laga í Sig­ur­gísla, mann­in­um mín­um, en við æfum mjög mikið sam­an auk fleiri góðra hlaupa­vina og æf­inga­fé­laga, og virki­lega góðan þjálf­ara sem held­ur vel utan um okk­ur.“

Íris og Sigurgísli eru dugleg að æfa saman.
Íris og Sig­ur­gísli eru dug­leg að æfa sam­an. Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son

Hvað legg­ur þú mesta áherslu á þegar kem­ur að lífs­stíln­um?

„Ég get ekki með góðri sam­visku haldið því fram að ég sé heil­ög þegar kem­ur að þess­um þátt­um. Ég reyni að borða þokka­lega holl­an heim­il­is­mat en leyfi mér það gotte­rí sem mig lang­ar í hverju sinni en reyni þá að gæta hófs. Ég reyni að sofa þokka­lega vel en hef í gegn­um árin kannski van­rækt svefn­inn. Ég æfði í mörg ár klukk­an sex á morgn­ana alla virka daga og svaf senni­lega ekki nóg. Þá var ég einnig sam­hliða með ung­börn og þeim árum fylg­ir alltaf ákveðið svefn­leysi.

Í dag er ég hætt að þurfa að æfa alltaf klukk­an sex á morgn­ana svo dæmið gangi upp og það hef­ur gefið mér kost á lengri næt­ur­svefni en áður. Ég er í það minnsta hætt að sofna í tíma og ótíma á ólík­leg­ustu stöðum eins og ég átti til hér á árum áður, svo senni­lega er svefn­inn kom­inn í gott horf. Ég tel hvíld frá æf­ing­um líka mik­il­væga og hvíli sam­visku­sam­lega þá daga sem þjálf­ar­inn set­ur fyr­ir en hann þekk­ir orðið vel inn á mig og veit hvað ég þoli og hvað virk­ar vel fyr­ir mig þegar kem­ur að sam­spili æf­inga og hvíld­ar. Ég er fjög­urra barna móðir í fullri vinnu og ekki að stefna á Ólymp­íu­leik­ana – hann tek­ur mið af því heild­arálagi sem maður er und­ir hverju sinni og legg­ur mikið upp úr því að halda sín­um iðkend­um meiðslalaus­um.

Hlaup­in eru mjög and­legt sport og mik­il­vægt að hlúa einnig að and­legu hliðinni sam­hliða lík­am­leg­um æf­ing­um. Ég reyni að vera já­kvæð og gríp inn í ef mér þykir haus­inn vera far­inn að leita í nei­kvæðar hugs­an­ir. Ef maður er meðvitaður um það, þá æf­ist maður í því með tím­an­um. Ég tel þó sér­stak­lega mik­il­vægt að hlúa vel að and­legri heilsu yngri iðkenda sem eru efni­leg­ir í sinni íþrótt. Því get­ur fylgt mik­il pressa sem ekki all­ir eru bún­ir und­ir. En hlaup­in eru mjög þrosk­andi og styrkj­andi ein­stak­lingsíþrótt og ég er viss um að mín upp­vaxt­ar­ár í frjáls­um hafa styrkt mig sem ein­stak­ling og fært mér ákveðna þraut­seigju sem hef­ur reynst mér vel í líf­inu.“

Andlega heilsan skiptir gríðarlega miklu máli í íþróttinni og leggur …
And­lega heils­an skipt­ir gríðarlega miklu máli í íþrótt­inni og legg­ur Íris mikið upp úr því að hlúa að henni. Ljós­mynd/​Marta Silju­dótt­ir

Hvernig er hefðbund­in æf­inga­vika hjá þér?

„Það er mjög breyti­legt eft­ir tíma­bil­um en ég æfi oft­ast sex daga vik­unn­ar og hvíli einn dag, en stund­um oft­ar ef mikið er um keppn­ir. Oft­ast eru tvær gæðaæf­ing­ar á viku og svo ró­legra skokk, cross­fit eða hvíld þess á milli. Flest­ar æf­ing­ar taka mjög hóf­leg­an tíma en svo eru gjarn­an lengri ró­legri túr­ar um helg­ar, á viss­um tíma­bil­um, sem taka tvo til þrjá tíma. Það hef­ur reynst mér vel að keyra á hóf­legu hlaupa­magni ef ég tek styrktaræf­ing­ar sam­hliða hlaup­un­um.“

Ertu með ein­hver góð ráð fyr­ir þá sem vilja ná lengra í hlaup­um?

„Það fer aðeins eft­ir því hvar fólk er statt al­mennt hlaupalega. Fyr­ir byrj­end­ur sem lengra komna myndi ég mæla með að finna sér góðan þjálf­ara og/​eða skokk­hóp sé maður ekki þegar bú­inn að því. Góður þjálf­ari veit­ir gott aðhald og sér um að hjálpa þér að ná þínum hlaupa­mark­miðum, hver sem þau kunna að vera, eða hjálp­ar þér að setja þér raun­sæ mark­mið ef þú þarft aðstoð með það.

Góður skokk­hóp­ur eða jafn­vel bara góður hlaupa­fé­lagi get­ur gert hlaup­in mun ánægju­legri. Hlaup­ar­ar eru ótrú­lega góður fé­lags­skap­ur fyr­ir aðra hlaup­ara, því þeir hafa gam­an af því að ræða hin ýmsu hlaupa­tengdu mál­efni sem aðrir kunna að hafa tak­markaðan áhuga á að ræða.

Fyr­ir þá sem eru þegar með þjálf­ara og í hlaupa­hóp en vilja ná lengra get­ur verið gott að skrá sig í ein­hver af þeim fjöl­mörgu hlaup­um sem í boði eru. Keppn­ir geta verið virki­lega góð æf­ing og oft nær maður meiru út úr sér í keppni en á góðri æf­ingu.“

Íris mælir með því að fólk finni sér góða æfingafélaga …
Íris mæl­ir með því að fólk finni sér góða æf­inga­fé­laga og þjálf­ara. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

En fyr­ir mæður sem eru að koma sér aft­ur af stað í hreyf­ingu eft­ir barneign­ir?

„Ég mæli með því að fara ró­lega af stað og hlusta á lík­amann. Sum­ar kon­ur þola að byrja aft­ur að hreyfa sig þrem­ur til fjór­um vik­um eft­ir barneign­ir en aðrar kon­ur eru leng­ur að kom­ast á þann stað að vera til­bún­ar að byrja að æfa. Mik­il­væg­ast er að hlusta á lík­amann og fara ekki fram úr sér. Hreyf­ing er af hinu góða, ekki síður fyr­ir and­lega líðan eft­ir barns­b­urð, og því tel ég já­kvætt að byrja að hreyfa sig eitt­hvað um leið og maður treyst­ir sér til. Fyrst bara létta göngu­túra eða styrktaræf­ing­ar og byggja svo ofan á það með tím­an­um.“

Íris mælir með því að mæur fari rólega af stað …
Íris mæl­ir með því að mæur fari ró­lega af stað þegar kem­ur að hreyf­ingu eft­ir barneign­ir. Ljós­mynd/​Eyþór Árna­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda