Madonna fagnaði afmæli tvíburanna

Madonna kann að halda afmælisveislur.
Madonna kann að halda afmælisveislur. Samsett mynd

Tónlistarkonan Madonna hélt glæsilega garðveislu í tilefni tólf ára afmælis tvíbura sinna, Estere og Stellu, síðasta laugardag. Öllu var tjaldað til en í myndbandi á Instagram-reikningi Madonnu mátti meðal annars sjá risavaxinn hoppukastala með vatnsrennibraut, hesta, ísbíl, lúxustjöld og fleira.

„Afmælisóskir til tvíbura-meyjanna minna! Estre og Stellu!!!,“ skrifaði Madonna í einlægri færslu við myndbandið. „Ég blikkaði og þið eruð næstum orðnar táningar ... Tíminn er grimm skepna!! Þið eruð svo sterkar, hæfileikaríkar, skoðanakenndar og fullar af lífi. Ég get ekki beðið eftir að lesa næsta kafla ... Ég elska ykkur báðar svo mikið!!!“

Estre og Stella eru yngstu börn Madonnu en þær voru fæddar í Malawi í ágúst 2012. Söngkonan ættleiddi þær í febrúar 2017 þegar stúlkurnar voru fimm ára gamlar. 

Akeem Morris fékk afmælisboðskort

Madonna á fjögur börn til viðbótar, en hún ætleiddi einnig þau David og Mercy sem eru bæði 18 ára. Tvö elstu börnin á hún með sitthvorum manninum, en hún á soninn Rocco, sem er 24 ára, með fyrrverandi eiginmanni sínum Guy Ritchie og dótturina Lourdes, sem er 27 ára, með einkaþjálfaranum Carlos Leon. 

Nýr ástmaður Madonnu, Akeem Morris, var meðal gesta í afmælisveislunni og virðist vera orðinn náinn börnum Madonnu. Á einum tímapunkti keyrði hann golfbíl með popp-stjörnunni og deildi með henni vanilluís í vöffluformi. 

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

Page six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda