Eru samfélagsmiðlar að ræna framtíðinni af börnum okkar?

Börn eyða sífellt meiri tíma á neitnu og minni tíma …
Börn eyða sífellt meiri tíma á neitnu og minni tíma í að hugsa um markmið sín og framtíð. Ljósmynd/Unsplash/Getty

Stöðugt streymi upplýsinga á netinu í gegnum samfélagsmiðla, skilaboð og forrit getur valdið margvíslegum vandamálum, sérstaklega hjá börnum. Börn í dag þurfa að tileinka sér upplýsingar mun hraðar en áður, en upplýsingar sem gæti hafa tekið fyrri kynslóðir mánuði, ár eða jafnvel áratugi að finna, er nú hægt að finna á nokkrum sekúndum.

Samfélagsmiðlar eru hannaðir til þess að draga fólk inn og sleppa ekki takinu, en það getur hamlað getu barns til þess að hugsa hlutina til enda. Samfélagsmiðlar stoppa aldrei og börn eyða því sífellt meiri tíma á netinu og geta fengið stöðugt innstreymi af upplýsingum allan sólarhringinn. Á hinn bóginn eyða þau sífellt minni tíma í að hugsa um markmið sín eða framtíð. 

Fjölskylduráðgjafinn David Schwartz skrifaði pistil á Psychology Today þar sem hann fór yfir nokkur vandamál sem tengjast börnum og notkun samfélagsmiðla, en í pistlinum hvetur hann foreldra til að setja börnum sínum og unglingum mörk á netinu og fylgjast með því hvaða upplýsingar þau eru að taka inn þaðan. 

Erfitt að staldra við í upplýsingaflæðinu

„Þegar öllu er á botninn hvolft er erfitt að taka sér tíma í að íhuga hvað gæti verið besti kosturinn fyrir þig í lífinu þegar þú ert stöðugt að bregðast við gríðarlegu magni upplýsinga,“ skrifar hann í pistlinum. 

„Allt þetta innstreymi upplýsinga getur valdið margvíslegum vandamálum. Athygli barna styttist um leið og þau flakka um og leita að efni eða upplýsingum sem vekja áhuga þeirra. Þau taka kannski aldrei hlé til að setjast niður og hugsa. Þetta stöðuga streymi upplýsinga getur leitt til ofhleðslu upplýsinga, þar sem börn hætta að geta greint hvað er þeim fyrir bestu og hvað ekki,“ bætir hann við. 

Schwartz segir börn þurfa tíma til að hugsa og íhuga hlutina til þess að geta tekið sínar bestu ákvarðanir. Þegar einbeiting þeirra og gagnrýnin hugsun er hins vegar bæld niður þá verða þau síður í stakk búin til að takast á við hlutina. „Það er mikilvægur þáttur í ákvarðanatöku að hafa tíma til að íhuga upplýsingar. Án hæfileikans til að gefa sér tíma til að hugsa hafa börn ekki tækifæri til að ígrunda hvaða aðgerðir þau eigi að grípa til.“

Foreldrar spila mikilvægt hlutverk

„Þó að fullorðnir geti líka lent í klóm samfélagsmiðla þá hafa þeir að minnsta kosti fengið tækifæri til að þróa sjálfsvitund sína á skýrari hátt, þar með talin gildi þeirra og áhugamál,“ skrifar hann.

„Foreldrar þurfa að hafa áhyggjur af tilfinningaþroska barnsins, en samfélagsmiðlar geta verið grimmir og haft neikvæð áhrif á sjálfstraust og tilfinningalegan stöðugleika. Þess vegna er mikilvægt að setja mörk og vera meðvitaður um hvað börn eru að gera á netinu. Foreldrar eru fyrsta varnarlínan gegn því að börn dragist inn á staði og aðstæður á netinu sem geta verið skaðleg fyrir þau. Þá er einnig mikilvægt að börn og unglingar hafi fólk í kringum sig sem þau geta talað við um hluti sem þau lenda í á netinu,“ skrifar hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda