Prjónaðu galla á krílið

Haust­in eru tím­inn til að brydda upp á nýj­ung­um og fitja upp á ein­hverju nýju. Ef þig vant­ar eitt­hvað nýtt á prjón­ana þá gæti Krílagalli Hjelmås og Steins­land hugs­an­lega verið eitt­hvað fyr­ir þig. Upp­skrift­ina af Krílagall­an­um er að finna í ný­út­kom­inni prjóna­bók Hjelmås og Stans­land sem voru að gefa frá sér prjóna­bók­ina Ljúf­ling­ar, upp­á­halds­föt á yngstu börn­in. Bóka­út­gáf­an For­lagið gaf leyfi fyr­ir birt­ingu upp­skrift­ar­inn­ar. 

Í bók­inni er að finna 70 prjóna­upp­skrift­ir af fal­leg­um prjónaflík­um á börn frá fæðingu til fög­urra ára. Stöll­urn­ar standa að Klom­pe-LOM­PE sem er vefsíða og net­versl­un og hafa þær notið mik­illa vin­sælda í Nor­egi og reynd­ar út um all­an heim. 

Krílagalli

„Við erum ánægðar með Kríla­hönn­un­ina og höf­um lengi ætlað að gera þunn­an galla með fal­leg­um laska. Útkom­an er sæt­ur galli sem er full­kom­inn fyr­ir lúr í vagn­in­um eða inn­an und­ir regn­gall­ann í leik­skól­an­um,“ segja þær stöll­ur. 

STIG 2

  • STÆRÐIR (0–1) 3 (6–9) 12 (18) 24 mán
  • GARN­TIL­LAGA Klom­p­eLOM­PE Tynn Mer­in­oull, lit­ur 2650
  • GARNÞÖRF (150) 150 (200) 200 (250) 300 g
  • PRJÓNAR Hring­prjón­ar nr. 2,5 og nr. 3, báðir 60 cm og 80 cm
  • PRJÓNFESTA 27 L á prjóna nr. 3 = 10 cm

MÁL

  • Yf­ir­vídd: U.þ.b. (45) 46,5 (52) 56 (59) 63,5 cm
  • Lengd: U.þ.b. (44) 51 (59) 65 (70) 74 cm

Gall­inn er prjónaður fram og til baka á hring­prjón, ofan frá og niður.

  • Fitjið upp (77) 77 (83) 89 (89) 93 L á hring­prjón nr. 2,5.
  • Prj stroff (1 S, 1 B).
  • Fyrsta umf er á röngu.
  • Í 5. umf er prj hnappagat þannig: Prj 2 L stroff­prjón, 2 S sam­an, sláið upp á prjón­inn, prj stroff út umf.
  • Prj alls 9 umf stroff. Skiptið yfir á prjóna nr. 3.
  • Byrjið að prj munst­ur eft­ir munst­urteikn­ingu og að auka út í laska. Lesið næstu hluta upp­skrift­ar­inn­ar áður en prjónað er áfram. Aukið er út með því að prj bandið á milli lykkj­anna snúið S (sjá mynd­bandið øke mot høyre og ven­stre á klom­p­elom­pe.no).

Byrjið á munstri (1. umf) og aukið út fyr­ir laska þannig:

  • Prj 5 S (= garðar/​kantlykkj­ur), (5) 5 (7) 8 (8) 8 S (= vinstra framstykki), auk 1 L, 11 L munst­ur (= merki­lykkj­ur, laski), auk 1 L, (6) 6 (6) 7 (7) 7 S, (= vinstri ermi), auk 1 L, 1 S (= merkilykkja, laski), auk 1 L, (21) 21 (23) 25 (25) 29 S (= bakstykki), auk 1 L, 1 S (= merkilykkja, laski), auk 1 L, (6) 6 (6) 7 (7) 7 S (= hægri ermi), auk 1 L, 11 L munst­ur (= merkilykkj­ur, laski), auk 1 L, (5) 5 (7) 8 (8) 8 S = (hægra framstykki) 5 S (= garðar/​kantlykkj­ur) = aukið út um 8 L í umf.
Prjónið áfram munst­ur yfir munst­ur­lykkj­urn­ar 11 á laskareit­un­um tveim­ur að fram­an. Aukið út á laska í ann­arri hverri umf á réttu.

Annað er prj með slétt­prjóni (S á réttu, B á röngu) fyr­ir utan list­ana að fram­an sem prj eru með garðaprjóni.

Hnappa­göt eru gerð með 4,5 cm milli­bili. Alls eru þau (5) 6 (6) 8 (8) 9 og eru prj þannig: 1 S, 2 S sam­an, sláið upp á prjón­inn, 2 S.

End­urt aukn­ingu á laska alls (16) 17 (19) 21 (23) 25 sinn­um.

Næsta umf (rétta): Prj fram yfir miðju­lykkju í munstri, setjið erma­lykkj­ur á auka­prjón (5 seinni munst­ur­lykkj­urn­ar meðtald­ar), fitjið upp 4 L, prj bakstykkið og laska­lykkj­urn­ar 2 á baki, setjið erma­lykkj­ur (þar meðtald­ar 5 fyrri munst­ur­lykkj­urn­ar) á auka­prjón, fitjið upp 4 L og prj út umf = (127) 131 (145) 157 (165) 177 L á prjón­in­um.

Prj slétt (með görðum á list­un­um) þar til stykkið mæl­ist (27) 30 (34) 37 (40) 42 cm.

Leggið hnappa­ga­tal­ist­ann yfir tölu­list­ann og prj lykkj­urn­ar sam­an með því að prj 1 L af fremri prjóni og 1 L af aft­ari prjóni S sam­an.

Héðan í frá er prj í hring. Prj 1 umf S.

Lengið bakstykkið þannig: Setjið merki í lykkj­una sem er á miðju baki en þar er miðjan þegar stytt­ar umf eru prj. Prj að miðju baki á gall­an­um.

  • Str: (0–1) 3 (6–9) mán: Prj 25 S, snúið við, 50 B, snú, 55 S, snú, 60 B, snú, prj S út umf.
  • Str: 12 (18) 24 mán: Prj 30 S, snú, prj 60 B, snú, prj 65 S, snú, 70 B, snú, prj S út umf.
  • All­ar str: Setjið merki sitt hvor­um meg­in við miðju­lykkj­urn­ar 5 bæði að fram­an og aft­an.
  • Aukið út um 1 L hvor­um meg­in við lykkj­urn­ar 5, bæði að fram­an og aft­an. End­urt í 4. hverri umf alls (4) 4 (4) 5 (5) 6 sinn­um.
  • Prj 1 umf S og fellið af lykkj­urn­ar 5, bæði að fram­an og aft­an = (64) 66 (73) 81 (85) 93 L fyr­ir hvora skálm.

SKÁLMAR

  • Setjið merki í sam­skeyt­in. Prj S í hring.
  • Eft­ir 2 cm er tekið úr þannig: 1 S, 2 S sam­an, prj þar til 3 L eru að merk­inu, 1 Ó, 1 S, steypið Ó yfir, 1 S.
  • End­urt úr­tök­ur með 2ja cm milli­bili, alls (5) 5 (6) 6 (7) 8 sinn­um. Prj þar til skálm­in mæl­ist (12) 15 (19) 21 (23) 25 cm.
  • Prj 1 umf S og fækkið lykkj­un­um í (40) 42 (44) 46 (48) 48 L.
  • Skiptið yfir á prjóna nr. 2,5 og prj (3) 4 (4) 5 (5) 5 cm stroff (1 S, 1 B). Fellið af S og B. Prj hina skálm­ina eins.

ERM­AR

  • Prjónið upp 2 L und­ir hendi og 1 í sam­skeyt­un­um, prj lykkj­urn­ar (43) 45 (49) 54 (58) 62 af auka­prjón­in­um, prj upp 1 L í sam­skeyt­un­um og lykkj­urn­ar 2 sem eft­ir eru.
  • Setjið merki í sam­skeyt­in.
  • Takið úr eft­ir 2 cm, 1 L á und­an og eft­ir merk­inu.
  • End­urt með 2ja cm milli­bili þar til (39) 39 (41) 41 (42) 42 L eru á prjón­in­um. Prj áfram þar til erm­in mæl­ist (12) 14 (16) 19 (21) 24 cm (fellið 1 L af í síðustu umf í 4 minni stærðunum). Skiptið yfir á prjóna nr. 2,5.
  • Endið á (8) 8 (10) 10 (12) 12 umf af stroffi og fellið af um leið og síðasta umf er prjónuð.
  • Gangið frá end­um, saumið sam­an und­ir hönd­um og saumið sam­an í skrefið, festið töl­ur á. Leggið gall­ann í rakt hand­klæði eða gufið hann.
Hér er að finna 70 prjónauppskriftir af fallegum prjónaflíkum á …
Hér er að finna 70 prjóna­upp­skrift­ir af fal­leg­um prjónaflík­um á ung­börn og upp í fjög­urra ára.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda