Aðeins 12% kvenna á barneignaraldri taka inn fólat

Landskönnun á mataræði Íslendinga leiddi ýmislegt áhugavert í ljós.
Landskönnun á mataræði Íslendinga leiddi ýmislegt áhugavert í ljós. Ljósmynd/Pexels/Pavel Danilyuk

Niður­stöður úr lands­könn­un á mataræði Íslend­inga á aldr­in­um 18 til 80 ára leiddu í ljós að fáar kon­ur á barneign­ar­aldri ná viðmiðum nær­ing­ar­efna sem gegna mik­il­vægu hlut­verki, sér­stak­lega á meðgöngu. 

Könn­un­in var fram­kvæmd á ár­un­um 2019 til 2021 og leiddi í ljós að meðal­neysla á fólati úr fæði væri und­ir ráðlegg­ing­um, og þá sér­stak­lega á meðal kvenna. Fólat er gríðarlega mik­il­vægt nær­ing­ar­efni á meðgöngu en skort­ur á því get­ur aukið lík­ur á al­var­leg­um skaða í miðtauga­kerfi fóst­urs. 

Þá voru aðeins 12% kvenna á barneign­ar­aldri sem tóku inn fæðubót­ar­efni sem inni­hélt fólat, en öll­um kon­um á barneign­ar­aldri er ráðlagt að taka inn fólat sem fæðubót­ar­efni. 

Járnn­eysla minnkaði frá síðustu könn­un og var eng­in kona á barneign­ar­aldri sem náði ráðlögðum dagskammti fyr­ir járn sem er hærri fyr­ir þann hóp (15 milli­grömm á dag) miðað við aðra full­orðna (9 milli­grömm á dag). Fram kem­ur að járn sé mik­il­vægt nær­ing­ar­efni fyr­ir súr­efn­is­flutn­ing í blóðinu, ónæmis­kerfið og heila- og taugaþroska barna. 

Þá minnkaði neysla á joði um 20% að meðaltali frá síðustu könn­un. Neysl­an var minnst í yngsta ald­urs­hópi kvenna, en sá hóp­ur neyt­ir minna af mjólk­ur­vör­um og fisk en aðrir. Mik­il­vægt er að kon­ur séu með nægi­legt magn af joði á meðgöngu þar sem nær­ing­ar­efnið gegn­ir mik­il­vægu ghlut­verki í fóst­urþroska og þroska barns­ins eft­ir fæðingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda