Hvaða hundategund hentar þínu stjörnumerki best?

Áhugaverður listi!
Áhugaverður listi! Samsett mynd

Það get­ur verið snúið að finna réttu hunda­teg­und­ina sem hent­ar lífs­stíl eig­and­ans og pass­ar inn á heim­ilið. En hef­ur þú pælt í því hvaða hunda­teg­und hent­ar þínu stjörnu­merki?

Ákveðin per­sónu­ein­kenni virðast vera bund­in við stjörnu­merki hvers og eins. Þá eru einnig viss per­sónu­ein­kenni sem fylgja mis­mun­andi hunda­teg­und­um og því fróðlegt að sjá hvaða hunda­teg­und­ir passa best við hvaða stjörnu­merki. 

Hrút­ur – þýsk­ur fjár­hund­ur

Fólk í hrúts­merk­inu á ým­is­legt sam­eig­in­legt með þýska fjár­hund­in­um sem er þekkt­ur fyr­ir að vera gáfaður með ein­beitt­an per­sónu­leika. Þýsk­ir fjár­hund­ar eru líka vin­gjarn­leg­ir og trygg­ir, en auk þess dug­leg­ir að aðstoða við ýmis verk­efni. Þeir vita alltaf hvað þeir vilja og finna leið til þess að fá það.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Gusta­vo Zam­belli

Naut - Bas­set Hound

Hund­ar af teg­und­inni Bas­set Hound eru ró­leg­ir og af­slappaðir. Fyr­ir utan það að taka langa lúra þá forðast þeir streitu með því að taka því ró­lega og eru stund­um svo­lítið þrjósk­ir. Hins veg­ar eru þeir líka mjög trygg­ir og eiga auðvelt með að heilla fólk upp úr skón­um, jafn­vel þrátt fyr­ir að vera ekk­ert alltof ástúðleg­ir.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Getty

Tví­buri - Rus­sel Terrier

Fólk í tví­bur­amerk­inu eru með létt­an og skemmti­leg­an per­sónu­leika og elska að eiga í sam­skipt­um við aðra. Þessi hressi og for­vitni per­sónu­leiki þeirra svip­ar til hegðunar Rus­sel Terrier, en þeir eru mjög sjálf­stæðir, hress­ir, vin­gjarn­leg­ir og ör­ugg­ir með sjálf­an sig.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Juli Kosola­pova

Krabbi - Bor­der Collie

Það fyrsta sem kem­ur upp í hug­ann um Bor­der Collie-hunda eru þetta ljúfa, glaða og vin­gjarn­lega and­lit sem þeir eru með. Rétt eins og fólk í krabba­merk­inu þá eru hund­ar af þess­ari teg­und með mikla sam­kennd og geta skynjað til­finn­ing­ar eig­anda síns auðveld­lega, sýnt inn­sæi þeirra og ástúðlegu hliðina þegar þess er þörf.

Ljós­mynd/​Pex­els/​El­ina Volkova

Ljón - Gold­en Retriever

Hund­ar af teg­und­inni Gold­en Retriever eru þekkt­ir fyr­ir vin­gjarn­leg­an per­sónu­leika, en það sama á við um fólk í ljóns­merk­inu. Þá eiga þeir það einnig sam­eig­in­legt að gefa frá sér sjálfs­traust og vera nátt­úru­leg­ir leiðtog­ar.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Frederick Shaw

Meyja - Minature Púðla

Púðluhund­ar eru þekkt­ir fyr­ir að vera ótrú­lega klár­ir og glæsi­leg­ir. Þeir hika ekki við að koma kvört­un­um sín­um á fram­færi og fá alltaf sínu fram­gengt. Á sama máta er fólk í meyj­ar­merk­inu ákveðið og þekkt fyr­ir að ná alltaf mark­miðum sín­um.

Ljós­mynd/​Pex­els/​Fil­ipe Ar­aujo

Vog - Havanese

Havanese-hund­ar eru heill­andi og eiga auðvelt með að smita bros og gleði út frá sér. Þeir eru þekkt­ir fyr­ir ástúðleg­an og skemmti­leg­an per­sónu­leika, eru alltaf að leika sér og eiga auðvelt með að eign­ast vini. Rétt eins og fólk í vog­ar­merk­inu skilja Havanese-hund­ar hvers vegna það er mik­il­vægt að eign­ast nýja vini og tengj­ast öðrum.

Ljós­mynd/​Pex­els/​Denn­iz Futal­an

Sporðdreki - Basenji

Þess­ir dul­ar­fullu hund­ar henta vel fyr­ir fólk í hinu dul­ar­fulla sporðdreka­merki. Basenji-hund­ar eru mjög sjálf­stæðir og hlé­dræg­ir, rétt eins og fólk í sporðdreka­merk­inu. Teg­und­in er líka tign­ar­leg, fálát og gelt­ir varla.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Ed­vin­as Bruzas

Bogamaður - Husky

Fólk í merki boga­manns­ins og hund­ar af teg­und­inni Husky eiga það sam­eig­in­legt að vera mjög æv­in­týra­gjarn­ir og fróðleiks­fús­ir. Husky eru orku­mikl­ir og glaðleg­ir hund­ar sem henta boga­mann­in­um vel, enda þekkt­ir fyr­ir að vera sjarmer­andi og elska að prófa nýja hluti.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Matt Bango

Stein­geit - Ber­nese Mountain Dog

Fólk í merki stein­geit­ar­inn­ar er þekkt fyr­ir að vera vinnu­samt, sterkt, yf­ir­vegað og ein­beitt, sér­stak­lega þegar kem­ur að mark­miðum. Það sama má segja um hunda af teg­und­inni Ber­nese Mountain Dog, en þeir eiga auðvelt með að vera í sam­skipt­um við alla og aðlaga sig auðveld­lega að mis­mun­andi um­hverfi sem sýn­ir glæsi­leika þeirra og æðru­leysi.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Laura Cos­grove

Vatns­beri - Shiba Inu

Sjálf­stæði og upp­reisn­ar­andi fólks í vatns­bera­merk­inu pass­ar full­kom­lega við teg­und­ina Shiba Inu, en þeir hund­ar eru þekkt­ir fyr­ir að vera klár­ir og svo­lítið þrjósk­ir. Þeir eru alltaf komn­ir skrefi lengra en aðrir og eru afar traust­ir og hliðholl­ir eig­anda sín­um.

Ljós­mynd/​Pex­els/​Cott­on­bro studio

Fisk­ur - Ca­valier King Char­les Spaniel

Hund­ar af teg­und­inni Ca­valier King Char­les Spaniel eru næm­ir með mikla sam­kennd, rétt eins og fólk í fiska­merk­inu. Þessi hunda­teg­und skil­ur eig­anda sinn og á auðvelt með að aðlag­ast lífs­stíl hans, hvort sem hann inni­held­ur langa göngu­túra eða nota­lega lúra.

Ljós­mynd/​Unsplash/​T.R. Photograp­hy

Hola!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda