Skartaði óléttukúlunni á rauða dreglinum

Leikkonan á von á sínu fyrsta barni á komandi mánuðum.
Leikkonan á von á sínu fyrsta barni á komandi mánuðum. AFP

Ástralska leikkonan Margot Robbie skartaði óléttukúlunni í fyrsta sinn á rauða dreglinum er hún mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar My Old Ass í Beverly Hills í Kaliforníu á mánudag. 

Robbie geislaði í gráum kjól sem rammaði stækkandi óléttukúlu hennar fallega inn. Leikkonan var léttförðuð og náttúruleg og vakti sérstaka athygli fyrir að klæðast háum pinnahælum. 

Leikkonan á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, kvikmyndaframleiðandanum Tom Ackerley. 

Hjónin kynntust við tökur á kvikmyndinni Suite Francaise árið 2013 og gengu í hjónaband í desember árið 2016 við látlausa athöfn á Byron Bay í Ástralíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda