„Lífið mun taka breytingum“

Sandra Björg telur niður dagana í frumburðinn.
Sandra Björg telur niður dagana í frumburðinn. Ljósmynd/Úr einkasafni

Sandra Björg Helga­dótt­ir, sam­fé­lags­miðlastjarna og aðstoðarfram­kvæmda­stjóri hjá Best­sell­er, er á fullu í hreiður­gerð heima hjá sér, en hún á von á frumb­urði sín­um á kom­andi vik­um með eig­in­manni sín­um Hilm­ari Arn­ar­syni. Hjón­in greindu frá gleðitíðind­un­um fyrr á ár­inu og bíða nú spennt eft­ir að fá son sinn í fangið.

Sandra Björg og Hilm­ar kynnt­ust þegar þau voru bæði í námi í iðnaðar­verk­fræði við Há­skóla Íslands og gengu í hjóna­band á blaut­um en fal­leg­um föstu­degi síðastliðið sum­ar. Hjón­in festu kaup á húsi í Kópa­vogi á síðasta ári eft­ir sól­ríka dvöl í Los Ang­eles og hafa búið sér afar fal­legt heim­ili í Sala­hverf­inu ásamt kött­un­um Hnoðra og Tígra sem bíða spennt­ir eft­ir nýj­asta fjöl­skyldumeðlimn­um.

Hvernig var að deila gleðitíðind­un­um með fjöl­skyldu og vin­um?

„Mun skemmti­legra en ég hafði nokk­urn tíma þorað að vona. Ég átti ein­hvern veg­inn von á minni viðbrögðum þar sem við höf­um verið lengi sam­an og erum orðin 34 ára göm­ul, en það var hreint út sagt dá­sam­legt að deila frétt­un­um með vin­um og fjöl­skyldu. Það sam­gleðjast okk­ur all­ir.“

Komust að kyn­inu á strönd í Mali­bu

Sandra Björg og Hilm­ar komust að kyni barns­ins í maí síðastliðnum.

Af hverju ákváðuð þið að vita kynið fyr­ir fram?

„Okk­ur var al­veg sama hvort við vær­um að fara að eign­ast stúlku eða dreng, en dag­inn eft­ir 12 vikna són­ar­inn átt­um við bókaða ferð til Los Ang­eles og vild­um því nýta ferðina og versla á litla krílið í leiðinni. Við ákváðum með stutt­um fyr­ir­vara að vera með litla kynja­veislu, bara við tvö, á strönd­inni í Mali­bu. Arn­fríður litla syst­ir mín var með í ferðinni og hjálpaði til við und­ir­bún­ing og út­færsl­una á þessu öllu sem var svo dýr­mætt.“

Hjónin héldu litla kynjaveislu á ströndinni í Los Angeles.
Hjón­in héldu litla kynja­veislu á strönd­inni í Los Ang­eles. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart á meðgöng­unni?

„Í raun hvað mér er búið að líða vel og hvað ég hef náð að æfa vel alla meðgöng­una. Ég er búin að taka mjög ró­leg­ar æf­ing­ar og er í raun­inni ein­göngu að fylgja klass­ísku styrktar­pró­grammi sem ég þróaði fyr­ir ab­solu­te train­ing, en það heit­ir Ab­solu­te Train­ing Strength-pró­gramm.“

Hvernig hef­ur þú und­ir­búið þig und­ir fæðing­una?

„Al­veg frá fimmta mánuði hef ég verið í meðgöngu­sundi hjá mág­konu minni. Hún heit­ir Hrafn­hild­ur og kenn­ir meðgöngu­sund í ynd­is­legri inni­laug í Sjálandi í Garðabæ. Með hverj­um mánuðinum finn ég hvað það veit­ir mér mikla ró fyr­ir fæðing­unni and­lega en ég hef líka verið að gera ýms­ar önd­un­aræf­ing­ar og hreyf­ing­ar sem eru góðar fyr­ir fæðing­una sjálfa og und­ir­bún­ing. Núna und­ir lok­in höf­um við Hilm­ar verið að lesa fæðing­ar­bók til að und­ir­búa okk­ur sam­an fyr­ir fæðing­una sem hef­ur hjálpað mikið í að gera okk­ur klár fyr­ir þetta stóra verk­efni. Það mun­ar ótrú­lega miklu að finna fyr­ir áhuga og stuðningi frá maka þegar fer að líða að fæðing­unni og ekki upp­lifa sig eina. Við erum teymi.“

Æfingarútína Söndru Bjargar hefur breyst á meðgöngunni.
Æfingar­útína Söndru Bjarg­ar hef­ur breyst á meðgöng­unni. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

„Á meðgöngu breytt­ist æf­ingar­útín­an“

Sandra Björg er mik­il íþrótta­kona og hef­ur hugað vel að lík­am­legri og and­legri vellíðan yfir meðgöngu­tíma­bilið. Hún þurfti að end­ur­skoða æf­ingar­útínu sína og aðlaga hana breytt­um aðstæðum.

Hvernig hef­ur meðgang­an gengið?

„Meðgang­an hef­ur gengið ótrú­lega vel. Ég fann lítið sem ekk­ert fyr­ir ógleði né öðrum meðgöngu­kvill­um á fyrstu vik­un­um. Ég er vön að æfa þris­var til sex sinn­um í viku að staðaldri og starfa sem þjálf­ari í World Class, en frá fyrstu viku dró ég mig al­veg úr þjálf­un, sem var ákvörðun sem mér leið vel með á þeim tíma. Ég hefði ef­laust ekki þurft þess en ég hef mest verið að fylgja inn­sæ­inu í þessu öllu, þar sem kon­ur og meðgöng­ur eru all­ar svo mis­jafn­ar. Maður fær fullt af ráðum, sem er dýr­mætt, en mik­il­væg­ast hef­ur mér fund­ist að finna sjálf hvað lík­ami minn kall­ar á, hvort sem það er hvíld, hreyf­ing eða annað.“

Hvað hef­urðu gert til að láta þér líða vel?

„Ég hef nán­ast alla tíð stundað and­lega og lík­am­lega þjálf­un til að líða vel. Á meðgöngu breytt­ist æf­ingar­útín­an tölu­vert og það hafa komið tíma­bil þar sem ég hef al­veg dottið úr henni en þá fara lík­am­leg og and­leg ein­kenni að segja til sín. Ég ákvað því að halda mig við að hreyfa mig í hverri viku, hvort sem það þýddi að ganga í 10 til 15 mín­út­ur og teygja aðeins í kjöl­farið eða taka góða lyft­ingaæf­ingu og nokkr­ar ferðir í sundi eft­ir á. Ég hef alltaf fundið hvað hreyf­ing ger­ir ótrú­lega mikið fyr­ir mig og hef aldrei upp­lifað það eins greini­lega og yfir meðgöngu­tíma­bilið hvað hreyf­ing og heilsa er yf­ir­höfuð mik­il­væg. Mér hef­ur tek­ist að losna við bak­verki, sina­drætti, vöðva­bólgu og fleira með því að halda í góða hreyf­ingu og hreyfigetu.“

Alltaf í ræktinni!
Alltaf í rækt­inni! Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Hvaða and­legu og lík­am­legu breyt­ing­um hef­ur þú tekið eft­ir?

„Áður en ég varð ólétt var ég mikið að æfa bar­re, hlaup, dans og fleira skemmti­legt og krefj­andi en þegar ég varð ólétt skipti ég yfir í göngu­túra, styrktaræf­ing­ar og sund. Þetta var stór breyt­ing fyr­ir mig þar sem hreyf­ing og starf mitt sem þjálf­ari er mjög stór hluti af lífi mínu. World Class er annað heim­ili mitt þegar ég er að þjálfa. Fyrstu vik­urn­ar fann ég fyr­ir mik­illi þreytu og átti erfitt með svefn. Á þeim vik­um æfði ég lítið sem ekki neitt, mest vegna þreytu og óör­ygg­is yfir því að vera að æfa ólétt.

Varðandi and­leg­ar breyt­ing­ar, þá hef­ur það mest verið til­hugs­un­in um all­ar kom­andi breyt­ing­ar á líf­inu. Ég er 34 ára göm­ul og hef gam­an af því að setja mér há­leit mark­mið, hvort sem það snýr að hreyf­ingu, námi, starfi, fjár­mál­um eða öðru. Hingað til hef­ur lítið staðið í vegi mín­um og hef ég bara látið vaða og elt þessi mark­mið. Ég hef aldrei litið á það að eign­ast fjöl­skyldu sem hindr­un, enda hafa for­eldr­ar mín­ir verið al­gjör­ar fyr­ir­mynd­ir þegar kem­ur að því að sýna mér að það sé það ekki, þvert á móti í raun­inni. Ég geri mér þó grein fyr­ir að lífið mun taka breyt­ing­um og þá þarf að sjálf­sögðu að taka ým­is­legt annað inn í mynd­ina. Það góða er að stærsta mark­miðið og draum­ur­inn er að stofna fjöl­skyldu og sinna því verk­efni sem best.“

Er allt til­búið fyr­ir komu frumb­urðar­ins?

„Ég er kom­in 38 vik­ur á leið og það er sem bet­ur fer allt að verða klárt fyr­ir litla karl­inn en við réðumst reynd­ar í mikl­ar fram­kvæmd­ir á heim­il­inu í sum­ar svo það er smá í land þar. Við flutt­um í ynd­is­lega íbúð í Sala­hverf­inu í Kópa­vogi fyr­ir ári þegar við kom­um heim frá Banda­ríkj­un­um, hún var hins veg­ar kom­in til ára sinna og ákváðum við að gefa okk­ur ár í að taka íbúðina í gegn. Við pöntuðum eld­hús frá Parka í júní, sem kom til lands­ins á mettíma, en það vantaði tvo hluti í send­ing­una og borðplat­an kom vit­laus svo við erum að bíða eft­ir þeim hlut­um núna. Fyr­ir utan það, þá er allt að smella sam­an. Við erum orðin ansi góð í að sjá það já­kvæða í krefj­andi aðstæðum í fram­kvæmd­um og erum bara að njóta þess að fara út að borða og í mat­ar­borð hjá vin­um og fjöl­skyldu þess­ar síðustu vik­ur sem maður þarf ekki að redda pöss­un. Það verður samt mjög ljúft að fá eld­hús loks­ins, þó svo það verði eft­ir fæðingu.“

Hjónin bíða spennt.
Hjón­in bíða spennt. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda