„Dagarnir mínir eru mjög óhefðbundnir og óreglulegir“

Gunnlaugur Arnar Ingason, eða Gulli bakari eins og hann er …
Gunnlaugur Arnar Ingason, eða Gulli bakari eins og hann er kallaður, rekur eigið bakarí í Hafnarfirði og verður brátt tveggja barna faðir. Samsett mynd

Það er nóg um að vera hjá Gunn­laugi Arn­ari Inga­syni, eða Gulla bak­ara eins og hann er gjarn­an kallaður, þessa dag­ana. Hann rek­ur eigið bakarí, Gulli Arn­ar bak­ari, í Hafnar­f­irði og verður brátt tveggja barna faðir, en sam­býl­is­kona hans Kristel Þórðardótt­ir er ófrísk að öðru barni þeirra.

Gunn­laug­ur er fædd­ur og upp­al­inn í Hafnar­f­irði. Hann út­skrifaðist sem bak­ari úr Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi árið 2017 og sem konditor frá Kaup­manna­höfn árið 2019. „Mest­ur tími minn fer í að halda þess­um tveim­ur bolt­um á lofti, að reka bakarí og vera til staðar sem fjöl­skyldufaðir,“ seg­ir Gunn­laug­ur, en þau Kristel eignuðust sitt fyrsta barn sam­an, Arn­ar Inga, í apríl 2023. Í fjöl­skyld­unni er einnig hund­ur­inn Bósi, svo að það er mikið fjör á heim­il­inu.

Árið 2020 opnaði Gunn­laug­ur bakarí sem nýt­ur mik­illa vin­sælda. „Við erum með trygg­an hóp viðskipta­vina sem hef­ur staðið með baka­rí­inu al­veg frá upp­hafi, viðskipta­vin­ir sem ég heilsa í dag úti á götu og hef kynnst í gegn­um baka­ríið – mér þykir vænt um það,“ út­skýr­ir Gunn­laug­ur.

„Baka­ríið hef­ur vaxið og dafnað í gegn­um árin, frá því að ég var einn að baka og af­greiða yfir í það að vera orðið stórt og traust fyr­ir­tæki með marga starfs­menn og breiða vöru­línu. Þrátt fyr­ir smá vaxta­verki und­an­farið þá höld­um við ávallt í sömu gild­in sem eru fyrst og fremst framúrsk­ar­andi þjón­usta, hlýtt viðmót og gæða vör­ur. Ég vildi alltaf að hug­mynd­in um róm­an­tískt hverf­is­bakarí fengi að skína og tel ég okk­ur ná að kalla fram þá upp­lif­un hjá okk­ar viðskipta­vin­um,“ bæt­ir hann við. 

Sambýliskona Gunnlaugs, Kristel Þórðardóttir, er ófrísk af öðru barni þeirra.
Sam­býl­is­kona Gunn­laugs, Kristel Þórðardótt­ir, er ófrísk af öðru barni þeirra.

Hvernig var upp­lif­un­in að vera á hliðarlín­unni við fæðingu?

„Það var æðis­leg upp­lif­un. Fæðing­in gekk heilt yfir vel og Kristel út­skrif­ast í mín­um bók­um með 10 í ein­kunn fyr­ir sína frammistöðu. Það var al­veg magnað að sjá þenn­an litla gaur koma í heim­inn og til­finn­ing­in ólýs­an­leg. Starfs­fólkið á fæðing­ar­deild­inni hugsaði vel um okk­ur og er greini­lega al­gjört fag­fólk fram í fing­ur­góma.“

Hvernig er hefðbund­inn dag­ur í lífi þínu?

„Dag­arn­ir mín­ir eru mjög óhefðbundn­ir og óreglu­leg­ir. Þeir fara auðvitað að mestu leyti fram í baka­rí­inu, þar sem maður er með ann­an fót­inn mest­all­an sól­ar­hring­inn. Oft­ast reyni ég að vera mætt­ur á milli klukk­an þrjú og fjög­ur á morgn­ana í baka­ríið. Núna er Arn­ar Ingi kom­inn á leik­skóla svo að und­an­farið hef ég verið að skjót­ast heim um klukk­an 7:30 til þess að koma hon­um á leik­skól­ann og svo er farið aft­ur í baka­ríið. Ég er yf­ir­leitt í baka­rí­inu fram eft­ir degi þó að ég skjót­ist á hina og þessa staði inni á milli.

Arn­ar Ingi er svo sótt­ur í leik­skól­ann um klukk­an 16:00 og þá hefst þessi hefðbundni pakki að leika, græja kvöld­mat, baða og svæfa dreng­inn klukk­an 19:00. Það fer svo al­gjör­lega eft­ir árs­tíma og álagi í baka­rí­inu hvort það taki við tveggja til þriggja tíma vinnutörn eða hvort við Kristel kveikj­um á bíó­mynd sem ég stein­sofna yfir. Á mánu­dög­um er baka­ríið lokað, svo að það eru heil­ag­ir dag­ar til þess að sinna verk­efn­um sem hafa setið á hak­an­um allt of lengi, prófa nýja hluti fyr­ir baka­ríið, taka fundi, af­slöpp­un og annað slíkt. Eins og ég segi eru nán­ast eng­ir tveir dag­ar eins.“

Dagarnir hjá Gunnlaugi byrja snemma, en hann er oftast mættur …
Dag­arn­ir hjá Gunn­laugi byrja snemma, en hann er oft­ast mætt­ur í baka­ríið á milli klukk­an þrjú og fjög­ur á morgn­ana.

Hvernig geng­ur að sam­tvinna baka­rís­rekst­ur og fjöl­skyldu­lífi?

„Það hef­ur gengið vel hingað til. Þar kem­ur Kristel auðvitað sterk­ust inn en hún hef­ur veitt mér fullt frelsi og stuðning til þess að sinna baka­rí­inu 150% og tek­ur því mest­an þunga af heim­il­inu. Hún er fyrst og fremst frá­bær mamma sem hef­ur fært sín­ar fórn­ir fyr­ir baka­ríið og sýnt því mikla þol­in­mæði þegar það koma tíma­bil þar sem við sjá­umst ekki heilu og hálfu dag­ana. Þetta er 100% starf fyr­ir báða aðila að halda rekstr­in­um og heim­il­inu gang­andi.

Á móti kem­ur að þegar það koma frí­tím­ar og vinnu­dag­arn­ir eru styttri nýt­um við þá vel og vand­lega og ger­um eitt­hvað sam­an fjöl­skyld­an, það er dýr­mæt­ur tími. Svo er ég með al­veg frá­bært sam­starfs­fólk með mér í baka­rí­inu, sam­visku­sam­ir og heil­steypt­ir ein­stak­ling­ar sem auðvelt er að treysta fyr­ir öllu þegar það koma dag­ar þar sem ég þarf að vera ann­ars staðar. Við erum með mjög sterkt bak­land í báðum fjöl­skyld­um og eru bæði for­eldr­ar mín­ir og for­eldr­ar Kristel­ar dug­leg að bjóða okk­ur í kvöld­mat og hjálpa til í baka­rí­inu, sem létt­ir mikið á heim­il­is­hald­inu.“

Þessi mynd er ansi lýsandi fyrir líf Gunnlaugs, þar sem …
Þessi mynd er ansi lýs­andi fyr­ir líf Gunn­laugs, þar sem meg­in­fókus hans er á baka­ríið og föður­hlut­verkið.

Upp­á­halds­morg­un­mat­ur?

„Það fer eft­ir því hvort það er frí­dag­ur eða vinnu­dag­ur. Ef ég á frí­dag eins og t.d. á mánu­dög­um eða í kring­um aðra lokaða daga baka­rís­ins finnst okk­ur gott að gera stór­an og veg­leg­an morg­un­verð heima. Súr­deigs­brauð með avóka­dó, eggj­um, bei­koni og öllu til­heyr­andi.

Á vinnu­dög­um er ég ekki enn kom­inn með leið á að fá mér gott croiss­ant eða vín­ar­brauð í baka­rí­inu. Ég fel mig oft á bak við það að ég sé að sinna gæðaeft­ir­liti þegar ég byrja flesta daga á því að fá mér ilm­andi nýbakað bakk­elsi í morg­un­mat. Það er erfitt að stand­ast freist­ing­una þegar maður hef­ur unnið frá klukk­an þrjú á morgn­ana og klukk­an sex kem­ur nýbakað skinku-croiss­ant úr ofn­in­um. Ilm­ur­inn af því tal­ar sínu máli, það er ekki hægt að sleppa því.“

Það er fátt sem toppar nýbakað og ilmandi skinku-croissant.
Það er fátt sem topp­ar nýbakað og ilm­andi skinku-croiss­ant.

Hvað legg­ur þú áherslu á í upp­eld­inu?

„Fyrst og fremst skipt­ir okk­ur miklu máli að leyfa krökk­um að vera krakk­ar, leyfa þeim að leika sér og prófa sig áfram. Í dag er auðvitað of­fram­boð af mis­gáfu­leg­um upp­lýs­ing­um með til­komu sam­fé­lags- og net­miðla. Við leggj­um því áherslu á að finna út úr því hvað hent­ar okk­ur og börn­un­um okk­ar best og vera okk­ar eig­in sér­fræðing­ar ef svo má segja. Eft­ir því sem börn­in verða eldri mun ég leggja áherslu á þau gildi að leggja hart að sér, vinna fyr­ir hlut­un­um og bera virðingu fyr­ir ná­ung­an­um og um­hverf­inu.“

Kristel og Gunnlaugur eru með góðar áherslur í uppeldinu.
Kristel og Gunn­laug­ur eru með góðar áhersl­ur í upp­eld­inu.

Hvað er efst á óskalist­an­um á heim­ilið í haust?

„Ég er svo hepp­inn að inn á þetta svæði stíg ég ekk­ert. Það er mik­il­vægt að það séu ekki of marg­ar skoðanir eða of marg­ir stjór­ar á heim­il­inu, svo að þarna sit ég hjá. Kristel hef­ur séð um það hingað til að inn­rétta heim­ilið og stend­ur sig vel í því, svo að ég hef ekki fundið til­gang í því að skipta mér af þeim mál­um.“

En í fata­skáp­inn?

„Ég held að það væru bara föt á ófædda strák­inn okk­ar eða Arn­ar Inga, eða jafn­vel á Kristel. Ég er mjög mini­malísk­ur þegar kem­ur að fatnaði. Alltaf í stutt­bux­um, Gulli Arn­ar stutterma­bol og hálfrenndri flí­speysu, sama hvert til­efnið er! Ég verð lík­lega síðasti maður­inn til að sitja fyr­ir í tísku­tíma­riti.“

Feðgarnir á uppáhaldsstaðnum, í bakaríinu í Hafnarfirði.
Feðgarn­ir á upp­á­haldsstaðnum, í baka­rí­inu í Hafnar­f­irði.

Hvaða hlaðvarp er í mestu upp­á­haldi hjá þér?

„Ég hlusta alltaf á Dr. Foot­ball og Blök­astið. Í þeirri vinnu sem ég er í, þar sem maður er vak­andi stærst­an tíma sól­ar­hrings­ins, þá þarf maður mikla afþrey­ingu svo ég hlusta mikið á hlaðvörp. Ég hlusta mikið á spjall og viðtalsþætti eins og Chess Af­ter Dark og Þjóðmál. Í raun skipt­ir ekki máli hvert hlaðvarpið er, ef viðmæl­and­inn vek­ur áhuga minn þá hlusta ég.“

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að baka?

„Flagg­skipið í baka­rí­inu eru osta­slauf­urn­ar okk­ar en við ger­um hátt í 100.000 stykki af osta­slauf­um á ári. Það verður því að standa upp úr að það er skemmti­leg­ast að baka osta­slauf­urn­ar. Ég held að flest­ir í baka­rí­inu séu sam­mála því en til þess að gera þær jafn góðar og þær eru krefjast þær ná­kvæmni, skipu­lags og góðrar sam­vinnu. Þær tikka því í öll box.“

Ostaslaufurnar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Gunnlaugi.
Osta­slauf­urn­ar eru í sér­stöku upp­á­haldi hjá Gunn­laugi.

Hvaða bók last þú síðast?

„Ég hlusta mikið á hlaðvörp en ekki á hljóðbæk­ur. Ég hef svo alla tíð átt erfitt með að lesa bæk­ur, hef lesið eina setn­ingu og svo er áhug­inn horf­inn. Ég vil frek­ar hafa efnið sem ég hlusta á stutt og hnit­miðað, sem held­ur at­hygli minni.“

Hvaða þætti ertu að horfa á núna?

„Ég horfi mjög lítið á sjón­varp og hef til dæm­is ekki séð þess­ar fræg­ustu þátt­araðir sem flest­ir hafa séð eins og Game of Thrones, Break­ing Bad, Stran­ger Things eða annað slíkt. Ég horfi á fót­bolta og aðrar íþrótt­ir, ann­ars dett ég bara inn í það sem Kristel er að horfa á.“

Áttu þér upp­á­haldsveit­inga­hús?

„Þau eru nokk­ur en ég myndi segja að Apó­tekið eigi sér­stak­an stað í hjarta okk­ar Kristel­ar en við höf­um verið dug­leg í gegn­um tíðina að fara þangað. Eft­ir að við eignuðumst barn er al­geng­ast hjá okk­ur að fara á mat­hall­ir og stend­ur Póst­hús mat­höll­in niður í bæ upp úr, hún er í upp­á­haldi hjá okk­ur. Það er þægi­legt, auðvelt, fljót­legt og gott að fara þangað, sér­stak­lega þegar Arn­ar Ingi er með, en hann get­ur verið óþol­in­móður og er ekki kom­inn með alla borðsiði á hreint.“

Feðgarnir í góðum gír.
Feðgarn­ir í góðum gír.

Hvaða mann­eskja hef­ur haft mest áhrif á líf þitt?

„Þegar stórt er spurt ... ég verð að nefna hér bara allt mitt nán­asta fólk. Ég er hepp­inn með bæði sam­heldna fjöl­skyldu og tengda­fjöl­skyldu sem maður get­ur alltaf reitt sig á. Mamma og pabbi hafa verið góðar fyr­ir­mynd­ir og kennt manni góð gildi til þess að ná mark­miðum sín­um. Svo seg­ir það sig að sjálf­sögðu sjálft að Kristel og Arn­ar Ingi, og rétt ókomni strák­ur­inn okk­ar, hafa mestu áhrif­in á líf mitt.“

Hvernig núllstill­ir þú þig?

„Eft­ir langa vinnu­daga fram eft­ir kvöldi finnst mér oft best að kveikja á svo­kölluðu heila­leysi, eins og ein­hverj­um þætti úr Draumaserí­un­um með Audda og Sveppa. Göngu­túr með hund­inn, að hjóla með Arn­ar Inga eða spila golf­hring eru allt góðar leiðir til að kúpla sig út eft­ir amst­ur dags­ins.“

Bakkelsið hjá Gunnlaugi gleður ekki einungis bragðlaukana heldur líka augað.
Bakk­elsið hjá Gunn­laugi gleður ekki ein­ung­is bragðlauk­ana held­ur líka augað.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda