Dóttir Leifs og Hugrúnar komin með nafn

Leifur Andri Leifsson og Hugrún Elvarsdóttir ásamt dóttur sinni.
Leifur Andri Leifsson og Hugrún Elvarsdóttir ásamt dóttur sinni. Skjáskot/Instagram

Knatt­spyrnumaður­inn Leif­ur Andri Leifs­son og Hug­rún Elvars­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins, eignuðust dótt­ur þann 19. júlí síðastliðinn. 

Stúlk­an er fyrsta barn pars­ins sam­an og fékk hún nafn í fal­legri skírn­ar­at­höfn um helg­ina. 

„Erla Mar­grét Leifs­dótt­ir. Dá­sam­leg­ur dag­ur með okk­ar nán­ustu þar sem litla ljós var skírð í höfuðið á báðum lang­ömm­um sín­um & frænku sinni sem er jafn­framt al­nafna henn­ar,“ skrifuðu Leif­ur og Hug­rún í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram, en með færsl­unni birtu þau fal­leg­ar mynd­ir frá deg­in­um. 

Leif­ur spil­ar með HK í Bestu deild karla í knatt­spyrnu og hef­ur verið fyr­irliði og lyk­ilmaður fé­lags­ins um langt ára­bil. Hug­rún starfar sem verk­efna­stjóri hjá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins á sam­keppn­is- og efna­hags­sviði. Hug­rún spilaði einnig fót­bolta í efstu deild í tíu ár, en á ferli sín­um lék hún með Stjörn­unni, FH og ÍH.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

View this post on In­sta­gram

A post shared by @hug­ru­ne

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda