Vítahringur sem auðvelt er að stöðva

Eva á von á fjórða barninu.
Eva á von á fjórða barninu. Ljósmyndir/Thelma Arngrímsdóttir

Eva Dögg Rún­ars­dótt­ir er ann­ar eig­andi og meðstofn­andi vellíðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Rvk Ritual. Hún á von á fjórða barn­inu á næstu mánuðum og hugs­ar vel um lík­ama, húð og sál. Eva Dögg er svo­kallaður „master formulator“ fyr­ir Rvk Ritual, gua sha-and­lits­fræðing­ur og sér­hæf­ir sig á sér­stöku sviði í hefðbund­inni kín­verskri lækn­is­fræði þar sem ein­blínt er á að lesa í and­litið og húðina á and­lit­inu.

„Ég hef upp­götvað að and­lit okk­ar geym­ir ótrú­lega mikið magn upp­lýs­inga og ef hlustað er vand­lega á það get­ur það leitt okk­ur til auk­inn­ar vellíðunar,“ seg­ir Eva. Hún er dug­leg að deila ráðum og aðferðum með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram.

Eva finn­ur fyr­ir svo­litl­um breyt­ing­um á húðinni þegar hún er ófrísk. „Yf­ir­leitt finnst mér húðin mín aðeins betri þegar ég er ólétt, seinni tvo þriðjung­ana, en ekki í upp­hafi. Ég verð yf­ir­leitt svo slöpp, þreytt og er með stans­lausa ógleði. Þá miss­ir maður yf­ir­leitt all­an sjarma og ljóma fyr­ir líf­inu þó að maður sé glaður yfir líf­inu inn­an í sér. Ég tek eft­ir að húðin mín er þreytu­leg og fæ oft ból­ur á hök­una sem er horm­óna­svæði, í kring­um munn­inn sem er melt­ing­ar­svæði vegna þess að horm­ón­arn­ir eru úti um allt. Melt­ing­in er hæg­ari, ég borða skrýt­inn mat og öðru­vísi en ég er vön og hreyfi mig yf­ir­leitt minna. Ég sé það alltaf strax á húðinni. En þegar fyrsti þriðjung­ur­inn er bú­inn og maður er kom­inn aft­ur til sjálfs sín þá finnst mér húðin á mér yf­ir­leitt mjög góð og jafn­vel betri en vana­lega.“

Uppáhalds snyrtivörur Evu.
Upp­á­halds snyrti­vör­ur Evu. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Not­ar hrein­ar snyrti­vör­ur

Þegar Eva Dögg var tví­tug tók hún húð- og snyrti­vör­urútín­una al­veg í gegn og hef­ur síðan þá mest notað líf­ræn­ar og hrein­ar snyrti­vör­ur. „Ég veit að það er mjög breitt hug­tak og iðulega mis­skilið en verk­efnið mitt hef­ur verið að út­skýra það fyr­ir fólki. Það er margt sem er „nátt­úru­legt“ en er það bara alls ekki og öf­ugt,“ seg­ir Eva og bæt­ir við að vara sem inni­held­ur færri inni­halds­efni en fleiri sé yf­ir­leitt betri. „Það er góð regla hvað varðar inni­halds­efni. Ég nota ekki mikið retínóll eða aggress­íf­ar sýr­ur og leisera al­mennt, sama hvort ég er ólétt, með barn á brjósti eða ekki. Svona aðgerðir eru ekki eitt­hvað sem ég mæli endi­lega með eða hef mikla trú á. Ég nota frek­ar bio-retínól, nátt­úru­legt A-víta­mín, bæði á húð og í maga. Ég set C-Víta­mín á húðina en ein­blíni jafn­vel meira á að borða það og sé hvernig það lífg­ar upp á mig og eyk­ur kolla­genfram­leiðslu lík­am­ans. Ég trúi því að vinna með til­finn­ing­ar, að losa um streitu, tráma og gremju, hafi gíf­ur­lega góð áhrif á and­litið, húðina og all­an lík­amann.“

Eva segir andlitið geyma mikið magn upplýsinga.
Eva seg­ir and­litið geyma mikið magn upp­lýs­inga. Ljós­mynd/​Saga Sig­urðardótt­ir
Líkaminn reynir að losa sig við eiturefni sem eru allt …
Lík­am­inn reyn­ir að losa sig við eit­ur­efni sem eru allt í kring­um okk­ur. Ljós­mynd/​Saga Sig­urðardótt­ir

And­lits­sprey van­metn­asta snyrti­var­an

Hún seg­ir mis­jafnt eft­ir árstíðum og lífs­ins tíma­bil­um hvað hún ákveður að leggja áherslu á. „Í sum­ar setti ég fókus á djúp­an en létt­an raka. Ég notaði hyal­úron-sýru, and­litsmist, létt­ar ol­í­ur og krem. Svo mála ég mig mun minna og sjaldn­ar. En á haust­in byrja ég ró­lega að dýpka og auka rak­ann enn meira og bæti C-Víta­míni við. Á vet­urna smyr ég inn í mig meiri olíu, fitu og aðeins þyngri og nær­ing­ar­rík­ari krem­um. Ég legg áherslu á það líka í mataræðinu. Ég elska and­lits­sprey og and­lits-essence og finnst það oft vera van­metn­asta húðvar­an. Ég byrja alltaf dag­inn á að sprauta á mig and­lits­spreyi, yf­ir­leitt köldu sem ég geymi í ís­skápn­um. Þess­ar vör­ur hjálpa mikið til með virkni annarra vara, sér­stak­lega ef þú ert að nota hý­al­úron-sýr­ur eða ol­í­ur. Ég er alltaf með nokkr­ar krukk­ur opn­ar af The Balm, sem er eitt krem fyr­ir allt, og er vara frá okk­ur í Rvk Ritual. Það er ótrú­lega græðandi sal­vi sem ég nota á hundrað vegu og öll fjöl­skyld­an mín líka, börn­in og unnust­inn,“ seg­ir Eva Dögg.

„Ann­ars er mesti fókus­inn minn dags­dag­lega á aðra hluti en bara húðvör­ur þó að hann sé að sjálf­sögðu alltaf þar líka. Ég hugsa vel um sogæðakerfið og band­vef­inn með nuddi, tækj­um og tól­um. Ég hug­leiði og geri önd­un­aræf­ing­ar á hverj­um degi og hugsa um hvernig ég ber mig, lík­ams­stöðuna. Ég geri æf­ing­ar sem styðja við hana og stoðkerfið al­mennt.“

Eva hugsar vel um líkama og sál.
Eva hugs­ar vel um lík­ama og sál.

Þarma­flóra og svefn

Fyr­ir þau sem vilja fal­lega húð, sér­stak­lega eft­ir fer­tugt, seg­ir Eva að það sé mik­il­vægt að hugsa um nær­ingu, réttu bæti­efn­in, þarma­flór­una, svefn, styðja við lifr­ina og minnka streitu í líf­inu. „Krem­in og allt fín­eríið er svo bara „the cherry on top“. En það er ótrú­lega skemmti­legt og mitt aðaláhuga­mál, og það sem ég vinn við. En húðin er okk­ar stærsta líf­færi svo ef þú vilt breyta ein­hverju dra­stísku þarftu alltaf að byrja innra með þér. Það þarf að huga að and­legri og lík­am­legri heilsu sem er nátt­úru­lega bara sami hlut­ur­inn.“

Eva not­ar aðallega nátt­úru­leg­ar og líf­ræn­ar snyrti­vör­ur. „Vör­urn­ar sem ég nota eru frá Rvk Ritual, No­vexpert, Madara, Pai, RMS, Hyeja, Lesse, ILIA, Li­ving LI­bati­ons, Mona­stery Made og R’oen. Swede er orðinn eig­in­lega eini maskar­inn sem ég nota, ég elska brún­an og margt fleira. Þetta eru allt vör­ur sem eru gerðar á fal­leg­an hátt og af fólki sem er með ástríðu fyr­ir góðum inni­halds­efn­um sem hafa heil­næm og góð áhrif á húðina, okk­ur og heim­inn.“

Vörur frá Rvk Ritual. Tvenna The Balm og The Lube …
Vör­ur frá Rvk Ritual. Tvenna The Balm og The Lube á 12.900 kr.

Eru til vör­ur sem þú forðast  nota?

„Vör­ur með mikið af kemísk­um ilm­efn­um eru mögu­lega stærsta rauða flaggið. Einnig vör­ur sem ég veit að hafa nei­kvæð áhrif á horm­óna­kerfið, innkirtla­kerfið og svo fram­veg­is. Ég reyni að velja líf­ræn­ar vör­ur, með góða virkni en ein­fald­ar svo að lík­am­inn skilji þær. Ég nota ekk­ert sem þurrk­ar upp húðina eða sem er of aggresíft fyr­ir húðflór­una eða varn­ar­lag húðar­inn­ar. Ein­falt er best en svo er auðvitað hægt að flækja eft­ir henti­semi,“ seg­ir Eva Dögg.

„Húðin er stærsta líf­færið okk­ar. Líkt og lifr­in, nýrun og melt­ing­ar­fær­in gegn­ir hún lyk­il­hlut­verki í að losa lík­amann við eit­ur­efni sem hann ræður ekki við. Þess vegna finnst mér eng­in rök styðja það að við not­um efni sem geta haft nei­kvæð áhrif á lifr­ina til dæm­is, þar sem þau ber­ast beint inn í blóðrás­ina á um það bil 26 sek­únd­um eft­ir að við ber­um þau á okk­ur. Þetta veld­ur auknu álagi á húðina sem leiðir til hluta eins og of­næm­is, ex­ems, bólna og svo fram­veg­is. Svo reyn­ir húðin að losa okk­ur við þetta. Þetta er víta­hring­ur sem við get­um al­veg stöðvað með því að sjá til þess að næra húðina og lík­amann meðvitað.“

Ilia er eitt af uppáhaldssnyrtivörumerkjum Evu. Ilia kinnalitur, fæst í …
Ilia er eitt af upp­á­halds­snyrti­vörumerkj­um Evu. Ilia kinna­lit­ur, fæst í Nola og kost­ar 7.590 kr.
Eva er hrifin af snyrtivörunum frá Mádara. Comforting Toner kostar …
Eva er hrif­in af snyrti­vör­un­um frá Má­dara. Com­fort­ing Toner kost­ar 3.990 kr.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda