Þrettán hundruðasti rampurinn vígður á Bakkaborg

Gleðistund var á Bakkaborg í dag.
Gleðistund var á Bakkaborg í dag. mbl.is/Karítas

Í dag var mik­ill gleðidag­ur á leik­skól­an­um Bakka­borg í Breiðholti þegar þrett­án hundruðasti ramp­ur­inn í verk­efn­inu Römp­um upp Ísland var vígður.

Fra­nek Gniew­ko Birski, 5 ára dreng­ur á Bakka­borg, not­ar hjóla­stól og vígði ramp­inn að viðstödd­um borg­ar­stjóra, leik­skóla­starfs­fólki og vin­um.

Franek einbeitti sér þegar hann klippti á borðann.
Fra­nek ein­beitti sér þegar hann klippti á borðann. Skjá­skot/​Reykja­vik.is

Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri, af­henti Fra­nek blóm­vönd í til­efni vígslunn­ar og þakkaði Römp­um upp Ísland verk­efn­inu fyr­ir frá­bært starf.

„Það er mik­il­vægt að tryggja aðgengi allra hér í borg­inni, eins og aðstand­end­ur Römp­um upp Reykja­vík hafa gert á und­an­förn­um árum. Það er sér­stak­lega ánægju­legt að sjá hvernig þetta verk­efni hef­ur komið Fra­nek til góða hér á leik­skól­an­um, og vil ég óska öll­um hér á Bakka­borg til ham­ingju með áfang­ann,” sagði Ein­ar.

Ágústa Amal­ía Friðriks­dótt­ir leik­skóla­stjóri sagði að þetta væri afar mik­il­væg­ur áfangi sem auðveldaði Fra­nek aðgengi á leik­skóla­lóðinni.

Börn­in á Bakka­borg fylgd­ust að sjálf­sögðu spennt með vígslunni og höfðu föndrað plakat í til­efni dags­ins. Þau sungu svo þrjú lög og síðan var gest­um boðið upp á köku, kaffi og djús.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti Franek blóm í tilefni dagsins.
Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri af­henti Fra­nek blóm í til­efni dags­ins. mbl.is/​Karítas

Fyrsti ramp­ur­inn var tek­inn í notk­un í maí 2021

Á þessu ári hafa fjölda­marg­ir ramp­ar verið reist­ir í Reykja­vík, má nefna um 100 inn­ganga í leik­skól­um og 40 við grunn­skóla auk inn­ganga í fjölda fram­halds­skóla og aðrar op­in­ber­ar stofn­an­ir.

Fyrsti ramp­ur­inn var tek­inn í notk­un í maí 2021. Upp­haf­lega var stefnt að því að reisa þúsund rampa, en var svo tek­in ákvörðun um að ganga enn lengra og reisa eitt þúsund og fimm­hundruð rampa.

At­hafnamaður­inn Har­ald­ur Þor­leifs­son er hvatamaður verk­efn­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda