Mætt í ræktina nokkrum dögum eftir fæðingu

Cardi B er orðin þriggja barna móðir.
Cardi B er orðin þriggja barna móðir. AFP

Tón­list­ar­kon­an Belcal­is Mar­len­is Al­mánz­ar, bet­ur þekkt sem Car­di B, eignaðist sitt þriðja barn á dög­un­um með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, Ki­ari Kendrell Cephus, eða Off­set.

Car­di B hef­ur hlotið mikla gagn­rýni á sam­fé­lags­miðlum eft­ir að hún birti mynd­band af sér í rækt­inni átta dög­um eft­ir fæðingu, en fylgj­end­ur henn­ar höfðu mikl­ar áhyggj­ur af því að hún hefði farið alltof snemma að hreyfa sig eft­ir fæðing­una. Nú hef­ur hún svarað há­vær­um gagn­rýn­is­rödd­um. 

„Þetta er þriðja barnið mitt og ferlið eft­ir fæðingu er aðeins frá­brugðið fyrstu tveim­ur börn­un­um mín­um ... ég er ekki að lyfta, ekki að teygja vöðvana, ekki að taka hné­beygj­ur, ekk­ert svo­leiðis ... bara þolþjálf­un,“ skrifaði hún á miðil­inn X (áður Twitter).

„Stund­um þarftu að halda hug­an­um upp­tekn­um til að forðast fæðing­arþung­lyndi og ég geri það með því að vinna og hreyfa mig,“ bætti hún við. 

Hún hélt áfram að svara gagn­rýn­end­um á X og skrifaði meðal ann­ars: „Veistu hvað er fyndið?? Þið dróguð mig niður þegar ég þyngd­ist um 15 kíló vegna þess að ég var kom­in fimm mánuði á leið, en núna eruð þið með falsaðar áhyggj­ur og viljið tala um þrýst­ing???“

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda