Edda Björgvinsdóttir er fjögurra barna móðir og margra barna amma og lumar að sjálfsögðu á ýmsum góðum ráðum, uppfullum af húmor, einlægni og gleði.
Hér deilir hún fimm af sínum bestu ömmuráðum.
- Elska þau í tætlur og finnast allar hugmyndir þeirra sérlega áhugaverðar.
- Elska þau enn meira og dekra þau í drasl.
- Láta allt eftir þeim þegar þau eru í heimsókn (svo fremi að þau séu ekki beinlínis í hættu) og muna að foreldrarnir sjá um uppeldið - ömmur skemmta.
- Vitna linnulaust í langömmur og langalangömmur og rifja upp heilræði þeirra sbr. „Ekki fikta í naflanum þínum því þá detta af þér rasskinnarnar!“
- Hafa bullandi húmor fyrir þeim og grínast stanslaust (ég segi reglulega ef þau kvarta yfir stríðni eða leiðindum í skólanum: „Segðu að amma þín sé Edda „fokking“ Björgvins og ef þau abbast uppá þig þá kem ég og skalla þau!“)
Björgvin Franz Gíslason fékk kosti móður sinnar og föður, Gísla Rúnars Jónassonar, í fæðingargjöf. Hér er hann með dætrum sínum.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Fjölskyldan á góðri stund.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Edda er ávallt brosandi í kringum barnabörnin.
Ljósmynd/Úr einkasafni