10 vinsælustu hundategundirnar 2024

Þetta er líklega krúttlegasti listinn sem þú sérð í dag!
Þetta er líklega krúttlegasti listinn sem þú sérð í dag! Samsett mynd

Rétt eins og Íslendingar þá elska Bandaríkjamenn hundana sína, en áætlað er að það sé að minnsta kosti einn hundur á 65 milljónum heimila í landinu. En hvaða hundategund ætli sé vinsælust?

Hér má sjá lista yfir tíu vinsælustu hundategundirnar í Bandaríkjunum árið 2024 samkvæmt American Pet Products Association. 

1. Franskur bolabítur

Franskir bolabítar þykja góðir fjölskylduhundar, en þeir eru bæði ástríkir og fjörugir. Þeir þurfa ekki jafn mikla hreyfingu og margar aðrar hundategundir, eða aðeins allt að eina klukkustund á dag. Franskir bolabítar fara úr hárum en þeir þykja þó fara lítið úr hárum og gelta almennt ekki mikið. 

Ljósmynd/Unsplash/Sven Ciupka

2. Labrador

Labrador-hundar eru oft álitnir sem hinir fullkomnu fjölskylduhundar – enda fjörugir, tryggir og auðveldir í þjálfun. Hundarnir þurfa þó gott pláss á heimilinu og góða hreyfingu, en mælt er með yfir tveggja tíma hreyfingu daglega. Þá þurfa þeir líka andlega örvun, til dæmis með þrautum eða æfingum. 

Ljósmynd/Unsplash/Irina Zimmer

3. Golden Retriever

Rétt eins og Labrador-hundar þá eru Golden Retriever-hundar miklir fjölskylduhundar. Þeir eru vinalegir, ástúðlegir og klárir. Þeir þurfa yfir tveggja klukkustunda hreyfingu á dag og elska að sækja dót og synda.

Ljósmynd/Pexels/Anastasia Shuraeva

4. Þýskur fjárhundur

Þýskir fjárhundar eru ekki bara frábærir sem lögreglu-, leitar- og björgunarhundar, heldur líka frábærir fjölskylduhundar. Þeir eru orkuríkir og greindir svo þeir þurfa mikla andlega örvun, en þeir þurfa að hafa nóg að gera svo þeim leiðist ekki. 

Ljósmynd/Unsplash/Nyegi

5. Púðluhundur

Púðluhundar eru þekktir fyrir að vera klárir og félagslyndir, en einnig fyrir fallega feldinn sinn. Þeir þurfa bæði hreyfingu og heilaleiki til þess að vera ánægðir, enda ein af gáfuðustu hundategundunum. Púðluhundar koma í þremur stærðum og þurfa heilmikla feldhirðu.

Ljósmynd/Unsplash/Nina Zeynep Güler

6. Bolabítur 

Bolabítar eru ekki orkumiklir og stundum sagðir vera latir, en þeir eru líklegri til að koma sér vel fyrir uppi í sófa og horfa á uppáhaldsbíómyndina þína með þér en að fara með þér í langan göngutúr. Þeir þurfa allt að eina klukkustund af hreyfingu á dag og fara ekki mikið úr hárum. 

Ljósmynd/Unsplash/Sarah Blocksidge

7. Rottweiler

Rottweiler-hundar eru vinnuhundar og þrífast best þegar þeir hafa nóg að gera. Þeir eru með verndandi eðli og því góðir vakt- eða varðhundar, en einnig ástríkir og tryggir. Þeir þurfa rétta þjálfun og eru virkir, en þeir munu elska að fara með þér út að skokka eða í langar gönguferðir.

Ljósmynd/Unsplash/Sarah Blocksidge

8. Beagle

Beagle-tegundin er þekkt fyrir að vera með stór og ofurkrúttleg eyru og litríkan feld. Þeir eru glaðlyndir, ástríkir og forvitnir, en þar að auki hafa þeir sérlega gott lyktarskynd og eru oft notaðir sem lyktarleitarhundar á flugvöllum. Beagle-hundar eru orkumiklir og þurfa mikla örvun til að dafna, bæði líkamlega og andlega. 

Ljósmynd/Unsplash/Anna Kumpan

9. Langhundar

Langhundar, sem oft eru kallaðir „pulsuhundar“ eru þekktir fyrir langan líkama og stutta fætur. Þeir eru fyndnir, forvitnir og hafa endalausa orku. Þeir hafa tilhneigingu til að gelta hátt og eru óhræddir við að nota rödd sína til að tjá sig. Langhundar koma í þemur mismunandi gerðum af feldi – stutthærðir, síðhærðir og vírhærðir.

Ljósmynd/Unsplash/Dan Smedley

10. German Shorthaired Pointer

Þessi hundategund dafnar vel í starfi, þjálfun og kröftugum æfingu. German Shorthaired Pointer-hundar eru mjög greindir og virkir, en þeir hafa lengi verið notaðir sem veiðihundar og eru þekktir fyrir að „benda“. Þessi tegund er ekki fyrir afslappaða og óvirka eigendur, en þeir þurfa mkla örvun bæði líkamlega og andlega. 

Ljósmynd/Pexels/Helena Lopes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda